Wednesday, September 27, 2006

Sm'a lesning fyrir ykkur, myndir seinna i dag.

hæ elskurnar mínar :)

Já þið megið alveg kalla þetta kúltúrsjokk sem ég er að fá núna.....ég er byrjuð að venjast hermönnunum allt í kringum okkur hlaðnir járndrusli, fyllt af púðri og viðbjóði. Svona er þetta bara hérna. Drunurnar á sem ég heyriminnir mig bara á gamlárskvöld heima á litla Íslandi þar sem að við erum, guði sé lof, ekki með sömu vandamál og fólkið hérna.Ég er nýkomin hérna og skammast mín þegar fyrir að vera pirruð yfir að fá bólu á nefið á miðvikudegi eða t.d. ansans að vera byrjuð á túr aftur. PÍNULÍLIL vandamál í hinum stóra heimi.

Í dag, Þriðjudag, fór ég að hjóla með J í bankann og það var bara smá pása. Það er sko nóg að gera hérna sjáiðþið til. Og ekkert svona "aðeins of sein með skýrsluna sem ég átti að gera" heldur alvöru vandamál með alvarlegumafleiðingum. En slappið alveg af ég ætla ekki bara að jarma sjáið þið til......

Ég sá bjöllu á stærð við vísifingurinn minn áðan, bara 10 x feitari, 444 hunda í dag(alla jafnmjóa og einn urraðiá mig), 277 beljur(álíka mjórar og hundarnir), 178 geitur, 10 ketti(sem eru vinir hundanna)............arg það errisastór padda á netinu mínu og hún vill komast inn!!!!!!!!!!!!!!! HJÁLP!!!!! Shit ég veit ekkert hvaða padda þetta er.............ég sló hana með íslensku krossgátunum mínum, vona að hún hafi allaveganna fótbrotnað svo að hún komist ekki upp í rúmið...........áfram með söguna(geri fullt af villum núna er líka að fylgjast með netinu)........
Keyrðum út á strönd í dag, eftirlitsferð, og þarna hafði flóðbylgjan lent hérna fyrr um árið, ekki nice getum við sagt. Ekki akkúrat fyrirmyndarströnd og enginn á henni, þar sem að fólk þarf hvorki né vill liggja í sólbaði hérna á Sri. Mjög áhugaverð ferð í dag, sáum margt og ég bara hélt kjafti þar sem að það var svo margt nýtt að sjá. Vááááá´....

Símasambandið er ekki komið í lag en við vonumst eftir að það komist sem fyrst í lag. Það er samt að vissu leiti dálítið þægilegt að vera laus við óhljóðin í símanum. Ekki það að hann hringdi það oft, en það kom nú samt fyrir. Og þumlarnir mínir eru komnir í sumarfrí akkúrat núna og lifa góðu lífi.

Fór í blak í dag með "restinni af genginu" hérna. Þ.e.a.s. UNICEF, Rauði krossinn og einhverjar fleiri hjálparstofnanirsem ég veit ennþá ekki deili á. Þetta var rosa gaman og gaman hitt aðra sem að maður getur kynnst hérna í framtíðinni.Við sáum nokkra fljúgandi hunda.............segji ykkur frá því seinna......hí hí hí hí...........
Sakna ykkar rosalega mikið og hugsa til ykkar oft og fallega.

P.s. Selma......tetta sem eg keypti var ekki alveg ad virka hja mer, hefdi att ad kaupa minni staerdina!!!!! Jaeja held afram ad aefa mig.....'a'a'a'a'a'a'a'.....

Ó nei...........paddan meiddist ekki í fætinum..................its alive!!!!!

5 comments:

Anonymous said...

hæ sæta! :)
Algjört ævintýri hjá þér þó raunveruleiki blasi kaldur við þér líka. Á stundum sem þessum verða hin sönnu vandamál æpandi og lítil bóla mjög lítilfjörleg :-/
Bíð spennt eftir að skoða myndir .. vona þú gerir sér síðu og verðir dugleg að dæla þeim inn. Getur nýtt "frítímann" í það í stað þess að limlesta infædda (bugs) .. eru örugglega hræddari við þig en þú við þau :D
Knúz >&<

Anonymous said...

hæ hæ! María á Akureyri hér! Rosalega er þetta allt spennandi hjá þér, pöddurnar og allt hitt líka! Get ekki beðið eftir að fá svar um það hvort ég fái líka að fara til Sri! Reyndu endilega að njóta alls þess framandi sem þú færð að upplifa! Kv. MJ-9926

Fam/Fjölsk Borge said...

Selma-
thurftir nu ekki ad segja oll smaatridin herna, hefdir matt senda mer post litla systu drusla....smil.
Raggy-
Ja bolurnar eru ekki storar tessa dagana skal eg sko segja ter.
Maria-
Takk fyrir tad, kus til ako fra mer.

Anonymous said...

ooo þú ert so dásamleg smartar lýsingar á fíneríinu og þú ááá þetta er það eina slæma við að vera kona:)gaman að fylgjast með þér hér hafðu það gott sæta stelpa og mundu að englarnir passa þig líka fyrir flugunum he he:)

Anonymous said...

G.Fylk