Tuesday, September 05, 2006

Þriðjudagur.......til ja ég veit eiginlega til hvers



Jæja :)
Þá held ég bara áfram þessu brjálæði. Verð að læra inn á þetta til að nenna þessu á hverjum degi. Stutt en gott.
Malaría..........já ég hef ekki hugsað mikið út í malaríu(hugsa um lítinn fugl þegar ég skrifa þetta, Maríuerlu......næstum því sama orðið) en núna veit ég að 3 mánaða skammtur af pillum við þessarri pest kostar heilar 39.500 kr!!!!!!!! JÁ akkúrat, það er eins gott að utanríkisráðuneytið borgar þetta. Shit. Ég hélt að það ætlaði að líða yfir gamlingjana sem að voru inn í Garðsapóteki í dag að kaupa sér hægðarlyf. Þau hugsuðu örugglega með sér "greyið stúlkan/konan/kerlingin að þurfa svona mikil lyf" Drit og dra hetter du æ...
Fór auðvitað að æfa í morgun með Orra og Palla og við skemmtum okkur konunglega. Palli var sko alveg að standa sig með prýði.........nema í hlaupunum.....he he he he, sorry Palli en þú hleypur eins og ???? tja ég veit eiginlega ekki eins og hvað þar sem að ég er kelling og hleyp ekki svona!
Svo fór ég í þetta líka æðislega nudd de lux hjá henni Grímu rétt hjá Smáranum, mæli með henni.....mmmmmmmmmm. Til að enda þetta dekur fór ég svo í plokk og litun í W C þar sem að elsku Carina er búin að banna mér að gera þetta sjálf ;) I wonder why??
Ætla í kvöldmat hjá Hjörvari, Birgittu og Mömmu í kvöld og halda svo áfram að pakka og taka til.
Að sjálfsögðu verður horft á Magna í nótt og kosið. Ætli maður verði ekki bara einn eins og venjuleg :( Nei djók allt ók.
Nei núna ætla ég að hætta í dag. Annars var ég að hugsa um að setja inn nokkrar myndir í viðbót frá brjálaða partýinu á laugardaginn!!! Shit við erum nú ekki alveg góðar :)
Kú kú.............

Hérna eru Maggý, Una, Eva, Unnur og Gulla í eldhúsinu hjá mér :)

Ég og Eva aftur..............Emilía tók allaveganna 100 myndir af okkur. Takk Emilía. Ætlaði að láta inn fleiri en það mistókst, geri það seinna.....kannski.

7 comments:

Anonymous said...

hæ skvísa til hamingju með nyju síðuna :) það verður gaman að fá að fylgjast með þér frá sri lanka :)

Anonymous said...

vá hvað þú ert dugleg að skrifa.. mér finnst þetta æði.. þá er svo auðvelt að fylgjast með þér... gaman gaman..

Anonymous said...

Frábært blogg... Dagný tæknivædda... á viku bara tölva, i-pod, bloggsíða, myndavél...

Líst vel á þetta...

Ótrúlega góða ferð sæta,,, ef þú ferð á föstudag, þá væri nú ekki amalegt ef þú myndir kíkja niðrí vinnu bara í nokkrar mín svona rétt til að segja bless ;)

Það á örugglega eftir að myndast biðröð í að fá að knúsa þig bless:)

glatað e-ð að hafa kvatt þig í gærkvöldi!!

Þú verður að vera svaka dugleg að blogga og taka myndir..

Anonymous said...

Hei igjen skatten min :)
Må liksom innom her hver dag nå vettu for å se om du har skrevet noe. Jeg skal prøve å få kjøpt meg en ny data etterhvert og kanskje jeg kan få bredbånd og kamera sånn at jeg kan få sett deg :)

Elsker deg

Anonymous said...

Hæ túttí frúttí :-)

Til hamingju með síðuna.
Gott að þú ert búin að setja inn mynd af mér og fylgjunum mínum ..híííí

yfir & út
Gulla

Anonymous said...

Hæ hæ! Til lukku með nýju síðuna!
Það hefur greinilega verið stuð í partýinu :) svekkt að missa af dúndur partýi :S
Gangi þér rosa vel úti!

Anonymous said...

Hæ engill! Erum búnar að setja ritskoðaðar myndir inn á myndasíðuna okkar: http://evamaggy.myphotoalbum.com/

Check it!
Elzkum þig