Tuesday, July 31, 2007

.....2 DAGAR Í BROTTFÖR.....

Hæ hæ hæ hæ hæ hæ, garg, klikk
Jæja núna er ég alveg að fara yfirum með taugaáfall og í sjókki og með skjálfta. Já ég er að fara heim bara á fimmtudaginn. Jeminn eini. Ég er bara með í maganum af spenningi og eftirvæntingu og öllu.
Kveðjupartý á laugardaginn
Það eru búin að vera eitt kveðjupartý á laugardaginn og svo var National staffið með hádegismat í dag.

Stund á milli stríða hjá Helen, mér og Helgu.
Kveðjupartý/matur hjá National staffinu. Þessar elskur bjuggu til þennan líka fína mat. Það er ekki dimmt úti það er bara eitthvað að stillingunni á myndavélinni.
Ég og Helga að Borða eins og svín og þá líður okkur vel.....eða svoleiðis.

Við fórum nokkur út að dansa á laugardaginn....það var voða voða gaman....

Laugardagur.....hann Paul er nú smá klikkaður en á jákvæðan hátt.
og núna er ég bara að fara að búa mig undir það að fara heim. Ég þarf að pakka, pakka og kasta. Úffff verður hugsað til Selmu núna....þarf að kasta fötum. Ansans. Ég verð POTTÞÉTT með yfirvigt.

Svo er það brúðkaup um helgina á Ísó, gay-pride helgin þar á eftir, vinna 13 ágúst, Noregur í lok ágúst. Smá frí til Carinu.

Lovja

P.s. Já Binni það er móttekið ;)

Thursday, July 26, 2007

............ER AÐ FARA KOMA HEIM BRÁÐUM......

Hugurinn ber mig hálfa leið
Ætlaði bara að segja þetta. Hlakka til að sjá ykkur ÖLL ;)
LOVE FRÁ MÉR TIL YKKAR.

Tuesday, July 17, 2007

ALLÚ ALLÚ ALLÚ

Hæ elskurnar mínar nær og fjær Hvað finnst ykkur um þessa mynd? við vorum í kasti...ég, Lene og Bente
Ég veit að ég hef ekki verið dugleg að skrifa undanfarið en það hefur sínar skýringar.
1. ég hef rosa lítinn tíma
2. rosalega mikil vinna
3. ég er dálítið löt
4. og ég er ekki sú duglegasta við að skrifa blogg.....
5. ég hef ekkert rosa mikið að skrifa um þessa dagana

En ég hef tíma til að fara í andlitssólbað eins og sést á þessari mynd ;)
101 afsakanir allavega......
En semsagt....það er búið að vera mjög mikið að gera hérna og ef að ég mundi skrifa um það sem að ég er að gera þá munduð þið bara rugluð í kollinum ykkar og ekki nenna að lesa meira en tvær línur hjá mér.

Átökin hérna á Sri Lanka aukast bara og núna um daginn sagðist stjórnin vera búin að ná yfirtökum á austurhluta eyjunnar. Það er búinn að vera harður slagur um Thoppigala seinustu mánuði og núna virðist sá slagur búinn. En...maður veit aldrei. Þar sem að ég er komin í starfsmannastjórn þá hef ég ekki eins mikið að gera með átökin og áður. Því miður. En starfið sem að ég er í er mjög krefjandi og ég er að læra helling af nýjum hlutum og ´stöffi´.

Helga var að fara heim til Íslands í fyrsta skipti í marga marga mánuði. Henni hlakkaði svo til að hitta alla...Gest, Baddý, Þóru og að sjálfsögðu blóðfjölskylduna ;)

Ég fer alveg að koma heim og ég hlakka rosalega til. Er að fara í brúðkaup þann 4 ágúst á Ísafirði þar sem að Sunna Dórudóttir er að fara að gifta sig. Jeminn hvað það verður æði. Svo er auðvitað gay pride helgina þar á eftir og það er aldrei að vita nema maður birtist í þeirri göngu allt í einu....kannski með Evu Maríu J

Ég hugsa mikið til ykkar á Íslandi og vill bara að þið vitið að mér þykir rosa vænt um ykkur.

Lene að hjálpa mér ´á bak´

Litla stúlkan mín í Noregi getur nú alveg líka fengið smá ástarkveðjur héðan frá Sri.

Bente og Lene að týna gras með konu frá Sri Lanka. (við vorum í hláturskasti að taka þessar myndir fyrir framan gám með mynd á)
P.s. er að reyna að vera dugleg að æfa svona seinustu vikurnar (3) og er búin að vera dugleg að fara í nudd líka. Og já er í eigin íbúð núna í Colombo. Risastór íbúð með 2 baði...með klósetti, einni sturtu.....með klósetti og einu klósetti. Vá getið þið talið.

Sunday, July 01, 2007

......CARINA OG MAGNI :).......

Halló halló
Jæja hérna kemur sagan um Carinu og Magna í Á móti sól.
Þannig er mál með vexti að síðan við heyrðum í Á móti sól í Galtarlæk (verslunarmannahelgi 2005...held ég) og síðan þá hefur Carina verið MIKILL aðdáendi þeirrar hljómsveitar og sérstaklega fannst henni Magni FRÁBÆR. Og svo þegar Magni tók þátt í Rock Star þá varð hún ennþá hrifnari af honum. Tralla la la la.......

Allaveganna þá keypti hún safndisk með Á móti sól þegar hún kom í brúðkaupið um daginn.

Þann 17 júní síðastliðinn vorum við heima hjá mömmu, Hjörvari, Birgittu og fallegu tvíburunum þeirra. Hún elskan mín hélt á einum fallega tvíburanum og byrjaði að söngla með lagi sem að hún heyrði. Hún sagði við Hjörvar...´bara rosa partý við hliðina á, þeir eru að spila Á móti sól´. Þá svaraði Hjörvar því örlagaríka svari ´nei nei þetta eru ekki nágrannarnir.....Á móti sól er að spila á 17 júní hátíðinni við Hlégarð.
Carina mjööööög leið.

Ó MÆ GOOOOOD. ÞÁ BYRJAÐI ÞAÐ.

Carina trompaðist alveg og byrjaði að hrópa og öskra og dró mig áfram á hárinu út í bíl. (kannski smá ýkt) Við keyrðum á fullu til Hlégarðs, settumst niður í brekkunni, og þá var lagið búið og Magni segir ´takk fyrir í kvöld þið voruð frábærir áheyrendur´!!!! Þið hefðuð átt að sjá vonbrigðarsvipinn á henni litlu sætu kærustunni minni. Hún reyndi svo að fá mig til að fara með henni að taka mynd af henni með Magna en hann var umkringdur 50 krökkum og mér fannst það pínu vandræðarlegt að fara að kasta þeim í burtu. (já ég var pínu vandræðaleg...so be it)

Magni umkringdur ungum aðdáendum
Við fórum að bílnum aftur og þá sé ég bíl aka framhjá sem að ég var pottþétt á að var bíll hljómsveitarinnar og að þeir væru á leiðinni í annað ´gigg´. Ég sagði það við Carinu og þá kom vonarglampi í augun hennar og hún kastaði sér í framsætið lét á sig beltið og öskraði ´follow that car´. Hmmmm ég stökk í viðbragðsstöðu og hljóp inn í bílinn og skransaði af stað. Ég geri að sjálfsögðu það sem mér er sagt.
....The car is beiing followed....
Við eltum bílinn.....( ók hérna er partur þar sem að ég get ekki skrifað neitt um þar sem að ég er lögga og á að vera til fyrirmyndar).... við skulum bara orða það svoleiðis að ég hefði pottþétt stoppað rútuna ef að ég hefði verið í vinnunni að mæla bíla. En það þýðir að sjálfsögðu ekki að ég hafi gert eitthvað rangt...eða hvað.....shit.....

Allavega eltum við rútuna til Kópavogs og mikið rétt þeir voru að fara að spila þar. Sko hana brosandi

Carina fékk að hlusta á Á móti sól og svo náðum við í strákana þegar þeir voru nýfarnir af sviðinu og Carina fékk líka þessa fínu mynd af sér og ´the band´. Magni og gengið umkringdir ´gamla´aðdáendanum...Carinu ...sem að elti þá frá Mosó til Kópó (og ég með...djö)

Það fyndna var að henni finnst Magni svo mikið æði að svona hálftíma seinna var hún alveg að sleppa sér yfir því að hún hafði ekki sagt neitt við hann þegar ég tók myndina. Hún var búin að sjá þetta fyrir sér þar sem að hún myndi vera rosa kúl á því og segja ´hei´og hann myndi svara ´hei´á móti.....og svo framvegis.
Carina ánægð með kærustuna sína ;)
Ég vill hérmeð biðja Carinu um að skrifa spurningarnar sem að hún ætlaði að spyrja hann um hérna á ´comment´. Please.

Þetta var löng saga. Takk fyrir að nenna að lesa.