Saturday, September 09, 2006

Laugardagur til lukku, er það ekki??

Ók..........
Núna er ég í ágætis formi :) Búin að slappa af, svaf til hálf tólf....óvakandi svefni.....he he he nýtt íslenskt orð svona rétt áður en ég fer.

Horfði á skvass í gær, í -5 mínútur þar sem að ég missti alveg af þessum blessaða leik. Já já, Maggý, Eva, Gulla, Eva handsprengja og Unnur voru semsagt að að þykjast vera skvassarar og voru að fylgjast með Íslandsmeistaranum í þessari áhugaverðu íþrótt. Hann heitir Róbert og virðist þónokkuð skemmtilegur gaur :)
Við fórum svo á brúnasta pub ever í Grafarvogi og spiluðum lesbíuíþrótt "dauðans" þ.e.a.s. billjard. Gulla sannaði svo sannarlega að hún væri í okkar liði á meðan það er augljóst á hæfileikum Evu handsprengju að hún er "bara" lessuhækja. Unnur er snögg að læra svo það spurning með hana..............ha ha ha ha.............. Maggý er bara "pjúra" lessumassi á meðan Eva sæta, konan hennar, hefur ekkert verið svo mikið í kringum lesbíuíþróttir þar sem "við" verðum að standa okkur í. En........hún lærði mjög fljótt og er tæknilegri en robocop.

Annars las ég góðan frasa í dag í einhverju blaði. Leikari var spurður hvort að hann væri samkynhneygður og hann svaraði "Ég ber mikla virðingu fyrir hinu liðinu, en....nei, ég spila ekki með þeim" hi hi hi....kúl.

Keypti mér æææææææææææðislega flotta skyrtu í G-Star í dag ;) vá, ég verð næstum því að fara út í kvöld bara til að sjá hvort að hún virkar vel!!?? Byrjar allaveganna vel þarsem að Evu sætu langar í hana og Maggý Flottu langar örugglega í hana þegar hún sér hana. Pottþétt :)

Hlakka til að fara bráðum til Sri. Allir að spyrja, auðvitað, hvenær ég fer og ég segi bara í seinasta lagi á þriðjudaginn. Eða seinna. Eða núna. Eða bara ég veit ekki alveg.

Í fréttum er það helst að Carina er búin að labba 4563 skref í dag og á eftir að lenda í vandræðum með þessu áframhaldi. Hi hi hi, ég er alveg að drepast yfir þessum skrefateljara.

Núna er Eva að búa til kvöldmat fyrir okkur Maggý, kjúkling í Tikka masala, og ég er orðin ógeeeeeeeeeeeðslega svöng. Og auðvitað fylgja hrísgrjón með þar sem að ég er í aðlögun fyrir Sri L.

Takk fyrir kósý dag til mömmu, Birgittu, Binna, Evu, Maggý og Unu. Lov u all :*

4 comments:

Anonymous said...

Já ég er bara að sjá til þess að þú fáir ekki hrísgrjónasjokk þegar þú ferð til SL... já þú ert í grjóna-aðlögun. Úff.. ég er södd

Anonymous said...

Skilaboð til Carinu.. þar sem hún er ekki með blogg:
já Carina.. so dugleg að labba! áfram áfram... sé þig í anda skottast á milli staða og bjóðast til að fara á klósettið fyrir fólk.. bara til þess að fá skrefin talin ;-) Lov jú

Anonymous said...

Hæ dúlla :-)
Eins og við var að búast ertu rosa sæt og skemmtilega í DV ! Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að styrkja þessa skratta með því að kaupa blaðið, en treysti því að þú farir ekki í viðtal hjá þeim aftur svo ég þurfi ekki að kaupa það á næstunni (alla vega ekki næstu 6-12 mánuði ;-) díll ??
Anyway, hlakka til að fylgjast með þér hér.
Knús
Rúna (sem stundum er kölluð Guðrún :-)

Anonymous said...

He he Eva :)
Ja, jeg gjör alt for á fá skritt ná, sá de pá jobben er skikkelig fornöyde for jeg er pá farta og gjör alt for dem. He he. Gár ca. 11 000 skritt hver dag.



Dagny: jeg savner deg!