Lykillinn er fundinn og ég stórfallin!!!
Súkkulaðið var alveg ógeðslega gott og ég skammast mín gífurlega........ekki. Þið megið ekki spyrja hvar ég fann lykilinn en ég var búin að fela hann alveg gífurlega vel og bjóst bara ekkert við að finna hann aftur. Svona getur maður haft rangt fyrir sér.
Nammi namm súkkulaði de lux
Annars er bara allt ágætt að frétta héðan. Ég er búin að vera dugleg að æfa og verð þá líka í betra skapi og vinn betur (held ég allaveganna)
Greyið Sæunn er veik og er í Colombo á sjúkrahúsi......eða hún á að vera á sjúkrahúsi en heimtaði að vera á hóteli.....týpískt hún kannski. Vantar ekki að hún sé ákveðin.
Gunnar góði er í Kilinoche, aleinn, með fullt af Tamíl tígrum og hann segir að hann hafi það bara rosa gott.
Helga og Jens eru að koma á mivikudaginn til Colombo og ég ætla að reyna að hitta þau þar. Við höfum alltaf afsökun að okkur vanti mat og kannski ég geti bara keypt hann í Colombo, akkúrat þegar þau eru þar. Nei, nei, ég tek mér bara tveggja daga frí. Vona að það takist.
Jæja ég ætla að fara að drulla mér að æfa þar sem að ég klikkaði í gær. Æfði að vísu í hálf tíma í morgun en það nægir víst ekki......er það.......
ég er svona að æfa.....og öryggisverðirnir skilja ekkert í mér hvað ég sé að gera....svitna eins og grís.....
Kús kús frá mér.
8 comments:
ola
var þetta ekki bara tímaspursmál hvenær þú myndir finna lykilinn. en samt sniðugt hjá þér að skrifa þetta með bláum stöfum því það er nærrum því ómögulegt að lesa þetta. var þetta með ráðum gert?
adios
hjorvaros brodos
G.Fylkis. Fann leið fram hjá blá letrinu, má bjóða þér smá snjó, get komið því á Helgu eða Jens, nóg af honum sem stendur, skiptum út heljar frosti fyrir helling af snjó
Kos deg med sjokolade du lille godtegris :)
Er det snø på Island ja. Her i Norge er det 10 grader og høst ennå. Ikke noen vinter i sikte her... Blir fin overgang for deg å komme hit først da Dagny :)
Ikke lenge igjen nå da...Viiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!
https://www.femin.is/shop_sub_cat.asp?main_cat_id=315&sub_cat_id=592
með kveðju frá Íslandi.
Já já já!!!! komdu og hittu okkur :)
Selma: Jeg har bestilt time til henne i Norge. Hun kunne visst ikke vente til hun kom til Island...
hæ sæta ég var miður mín að hafa misst af símtalinu frá þér en ég heyri í þér fljótlega.. allt rosa gott að frétta af íslandinu.. fékk samt sjokk í morgun þegar ég vaknaði því það var allt á kafi í snjó og ég hoppaði hæð mína af gleði og langaði mest að vera 5 ára fara í pollagalla, stígvél og hlaupa út að leika mér.. en ég þurfti að fara að vinna svo það verður að bíða betri tíma að leika sér í snjónum.. kannski að maður komist bara á skíði fljótlega.. hmmmmmm.....
Hjörvar brósi-
HVA!!??? Neihei hei...ekki með ráðum gert litli brósi sem á ólétta konu sem er með tvö lítil kríli í maganum!!! SMIL ;) Heyrðu er það satt að þú sért með morgunógleði líka?? Trúi því alveg upp á þig. Hííí....
Carina-
Ja jeg er sjokoladegris.....det er deilig for helvete. Men jeg er flink á trene ogsá.TAKK OG PRIS......Gleder meg masse......kúkú
Selma sys-
Selma....ég naut hvers einasta bita....en gat ekki borðað hægt.... úffffff! P.S gat ekki hugsað mér að vera óklippt svona lengi. Klippi mig í Norge...for faen....
Gummi F-
Já takk smá snjór væri ágætur hér...þá myndu örugglega allir gleyma stríðinu ;)
Helga-
Ég kem rosalega líklega...bara spurning hvenær ég get farið aftur...þori ekki að fljúga með herflugvél þann 27.11.06...þá á eitthvað eftir að gerast og það vita það allir.
Maggý-
Snjór snjór snjóðu á mig.....oooooo, við förum í snjókast þegar ég kem....pant vinna!!????
Já þú átt alltaf að vera við símann þegar ég hringi...æfa....hvað er það....
Post a Comment