Wednesday, November 08, 2006

.....SAKNA YKKAR ROSA ;).....

Litla barnið hans Sudah kokkisins okkar, Cashon, búið að fá mjólkurduft.

Hæ elskurnar mínar.

Núna er mjög langt síðan ég hef skrifað almennilegt blogg. Það er búið að vera brjálað að gera hérna og maður er bara gjörsamlega uppgefinn eftir langan dag á skrifstofunni eða ´hoppandi´í bifreið eftir vegunum hérna. Ég þarf svo rosalega á nuddi að halda þar sem ég lít út eins og kroppinbakur eftir að vera búin að vera með axlirnar upp að eyrum í eina viku.

Alveg rétt ég ætlaði að segja ykkur um ´hvítu sendiferðabifreiðina´frægu á Sri Lanka. Málið er að það er mikið um mannrán hérna á Sri Lanka. Þetta er hræðilegt fyrirbæri sem að hefur verið lengi við líði hérna í landinu. Þetta eru báðar stríðandi fylkingarnar sem að eru að þessu og segji ég ekki neitt meira um það. Allaveganna, þetta er orðin mikil ´goðsögn´hérna og fólk fyllist skelfingu og hrylling þegar það heyrir minnst á ´hvítu sendiferðabifreiðina´. Það skrítna við þetta allt saman er að fólk er kannski að segja frá því að náskylt ættmenni þeirra hafi verið tekið af fólkinu sem að er á ´hvítu sendiferðabifreiðinni´. Svo segir það að enginn hafi séð skráninganúmer bifreiðarinnar(sem er ekki skrýtið þar sem það er orðið kolsvartamyrkur hérna kl sex og svo er ´skammtað´rafmagn hérna). Svo. óvart, spyr maður ´og hvernig er svo bifreiðin á litinn´og áður en maður gat leiðrétt sig þar sem að maður vissi að hún var hvít þá svarar sá sem er spurður´BLÁR´!!???? Ha??!!! Svo maður spyr aftur ´Ha er hvíta sendiferðabifreiðin hroðalega´BLÁ´ á litinn. JÁ, einmitt......... Akkúrat. Þá veit maður það.....og hvenær varð hún svo allt í einu blá? Nei við vitum það ekki........

Shitturinn titturinn eins og Gunni Góði segir alltaf.

Ég svaf samfleytt í 6 tíma hérna um daginn.....af hverju, jú það voru þrumur og eldingar þegar ég sofnaði og ég held að heilinn minn hafi platað mig um nóttina og látið mig halda að fallbyssuóhljóðin sem að heyrast um næturnar og kvöldin væru þrumur. Váááááá´, sofa í 6 tíma samfleytt........ Þegar ég var í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, þá fannst mér æðislegt að vera komin í kyrrð og ró. He he he he he.....maður er nú ekki alveg heill. Og svo vill ég heldur ekki nota eyrnatappa þar sem ég vill vakna ef að eitthvað alvarlegt gerist. U Cí??

Ég held í vonina að það verði íslendingahelgi í lok nóvember og að maður geti hitt hina vitleysingana hérna, rifjað upp Colombo tíma með Sæunni og Aðalbirni og heilsað upp á Jensa flotta skólafélaga sem er að koma hingað og Helgu hestatöffara og löggu með meiru sem er einnig að koma hingað :) Ætli þau geri sér grein fyrir hvað þau eru að koma sér útí.......he he he, nei nei djók. Ég hefði aldrei viljað sleppa þessu tækifæri að kynnast einhverju öðru en Íslandi og Noregi......Takk Kristín E., utanríkisr. og að sjálfsögðu yfirmenn mínir í löggunni sem að ´leyfðu´mér að fara...thi hi hi.
Reyndi að setja inn brosandi mynd af mér en það tókst ekki.

Jæja, var þetta enn einn kvörtunarpósturinn? Vona ekki :) Ekki gefast upp á mér, ég skal ekki gefast upp á ykkur, thi hi hi hi....klikk klikk.

Lov og kús frá mér sem er rosalega þreytt í hausnum og milli herðablaðanna, en held í alla von um allt gott alltaf :)

7 comments:

BirtuMamma said...

Æ, hvað þetta er krúttlegt kríli :-)
Maður fær alltaf í magann þegar maður heyrir fréttir frá Sri þannig að það er frábært að geta lesið hérna hvað á daga þína drífur !
Haltu áfram að massa þetta skvísa !!
Kv
Rúna

Ps. Soldið sein en til hamingju með daginn í fyrradag Carina :-D

Anonymous said...

G.Fylkis

Anonymous said...

Du skal få masse massasje hvis du er sliten i skuldrene om bare 31 dager :) Yeeeee :)

PS: TA MED DEG BARNET! De har vel nok av barn der og merker det sikkert ikke. Æsj, det var skikkelig stygt. Blæh!!!

Tusen takk Gudrun :)

Anonymous said...

Vona að ég nái að hitta eitthvað á þig þegar að þú kemur heim..það er bara svo brjálað að gera hjá mér í ræktinni ....hahaha

Anonymous said...

Hæ sæta! Það er nokkuð eðilegt að þú bloggir um það sem er að gerast í kringum þig..

Hlökkum óendanlega til að fá þig heim í desember.. við getum kannski reynt að hitta Gullu svo á hlaupabrettinu ;-)

Knús,

Fam/Fjölsk Borge said...

Guðrún-
Ég er að reyna að massa þetta....þarf að reyna aðeins betur...thi hi hi. Hafðu það fínt í útlandinu.

Gummi-
Farðu varlega til Ísó. Bið að heilsa.

Selma-
Æi sæta....hafa áhyggjur af litlu systur sinni. Don´t worry be happy...blístr blístr....

Carina-
Gleder meg kjempe masse. Kult at du var fornoyd med blomstene ;) Gratulerer igjen.

Gulla-
Ók þú ert smá hetjan mín.....þú hlýtur að eiga smá tíma lausan fyrir eina óða....he he he.

Eva M-
Getur Gulla hlaupið????? ha ha ha...ef ég get hlaupið þegar ég kem heim....kann það varla lengur.

Anonymous said...

yapp, það eru til fleiri flugur en á fjóshaugnum heima!
Gettu hver ég er.
Kveðja