Thursday, November 23, 2006

..........LANGT BLOGG, U HAVE BEEN WARNED!!

Ilmurinn Á ég að segja ykkur leyndarmál.... Ég hef alltaf verið veik fyir einum stað á Carinu og kannski er ég bara með smá 'fetis' fyrir þessum stað. Það er hálsakotið, þar sem að viðbeinið er. En það er ekki bara það að mér finnst það fallegt heldur ELSKA ég líkamslyktina þar.....já já ég er pínu skrítin en það er ekki eins og það sé eitthvað nýtt :)
En ástæðan fyrir því að ég er að segja ykkur frá þessu er að ég er mjög næm fyrir lykt og veit að allaveganna Carina er það líka. Ég er búin að vera að velta því fyrir mér um dagana hvað það sé ´öðruvísi´lykt af fólki frá Sri Lanka en okkur frá Norðurlöndunum.
Og ég er búin að finna lyktina mjög áberandi seinustu daga. Ég er búin að vera snúandi mér í hringi til að finna hverjum þessi þekkta Sri Lanka lykt var af því að það var svo skrýtið að ég fann hana þó að enginn af innfædda fólkinu var í nálægð. Ég labbaði upp að Abdel og þefaði af honum en nei ekki af honum.....Öystein var næstur ég leyfði nefinu mínu að koma í góða nálægð við hann áður en ég dró djúpt andann...en nei ekki af honum.
Og núna eruð þið auðvitað búin að gera ykkur grein fyrir því hvaðan lyktin kom...ó já af mér. Ég er byrjuð að lykta allt öðruvísi og ég veit ekki alveg hvort að mér líkar þetta vel?!
Hvað ef allir væru blindir og þekktu mig bara af lyktinni...þá mundi enginn þekkja mig núna...shitturinn titturinn. Og svei mér þá ef að ég er ekki líka byrjuð að líkjast Sri Lanka búum, úfin og grá um hárið.... nema að ég hef aldrei verið svona hvít á ævinni. Maður verður að vera rosa hvítur hérna svo að það sé ekki ruglast á mér og innfæddum og maður bara skotin í misgripum....ó my good, hvað ef að einn byssumaðurinn hérna sé blindur og skýtur eftir ´nefinu´!! HVAÐA RUGL ER Í MÉR NÚNA......

Næsta mál takk.

Ók. Ég verð að segja ykkur frá öryggisverðinum okkar sem að passar húsið okkar. Hann heitir eitthvað ´Selegan´, eitthvað svoleiðis, og hann er fyrrverandi lögreglumaður hérna. Þið skiljið nefninlega að hérna tala lögreglumennirnir ekki málið sem að bæjarbúar tala. Það eru ´Shingalar´ sem að eru laganna verðir hérna. Þeir tala Shingala. Það eru Tamilar sem að búa í þessum bæ og þeir tala ekki Shingala heldur Tamil. Og við erum ekki að tala um sænsku og norsku takk, heldur íslensku og þýsku. Þeir skilja ALLS EKKI hvorn annan. Auðvelt að stunda rannsóknir hérna!! Enda leysa þeir engin mál greyin. Allaveganna, öryggisvörðurinn var lögreglumaður hérna á meðan Tamilar ´fengu leyfi´til að vinna við löggæslu. Og honum finnst mjög merkilegt að ég skuli vera lögreglukona frá íslandi. Svo að ég tók eitt lögreglumerki sem ég átti og gaf honum. Hann skilaði öryggisvarðaskyrtunni sinni, nældi íslenska lögreglumerkið í hvíta skyrtu, og gengur um eins og stoltur hani með íslenska lögreglumerkið sitt. Hann er bara svo mikið yndi. Æði.

Hann er svo ógeðslega stoltur af merkinu sínu. P.s. ég setti á hann sólgleraugun mín hann var svo rosalega tileygður........P.s hann stendur í réttstöðu og er stoltur af.

Annar góður öryggisvörður hjá okkur (hann heitir öruggglega líka eitthvað Selegan) var búinn að veiða slöngu um daginn, vinnufólkinu okkar EKKI til mikillar ánægju. Ég skoðaði hann, snákinn, og sleppti honum svo í bakgarðinum. Ég var rosa ánægð.Litla vitlausa slangan í flöskunni. Ég var með betri mynd af snáknum en ég var verri á þeirri mynd en þessarri.

En nei, fíflið, slangan, fer beint undir næsta bíl(okkar) og upp í mótorinn. Við reyndum allt til að fá hann í burtu en nei druslan hreyfði sig ekki. Við svitnuðum meira en venjulega og Sri lanka lyktin blandaðist beiskri líkamslyktinni.....thi hi hi.... en jæja. Allaveganna við ákváðum að starta bifreiðinni. Og hvað gerist, einhvernveginn álpaðist druslu slangan í viftureimina og steindrapst. OOOOOOOO, ég var rosa sár. Ansans. Jæja jæja, ég kemst ekki til búddha himna. Shit.
Ég er að fara til Colombo á laugardaginn og verð til Miðvikudags. Váááááá, hvað ég hlakka til. Ég ætla allaveganna að fara tvisvar sinnum í alnudd og alnudd og alnudd. Shit hvað það verður gott. Ég hitti Sæunni(Vavuniya) þar, Aðalbjörn (Batticaloa), Jens löggu, Helgu löggu og svo héld ég að María komi þangað á sunnudaginn. Það verður næstum því íslendingahelgi þarna. Og ég verð semsagt í Colombo þegar hann vinur allra landsmanna, Prabhakaran, heldur ræðuna sína frægu á mánudaginn. Spennandi. .....Bara svo þið vitið af því......
Ég hugsa að ég nenni ekki að hafa svo miklar áhyggjur af blogginu mínu á meðan ég er í Colombo og ég get heldur ekki tekið tölvuna mína með þar sem að við megum bara hafa 15 kíló með okkur tilbaka. Shit maður, annar skórinn minn er 15 kíló....æi þið vitið hvað ég meina. Ég verð að kaupa mat líka, allt smjör búið og sulta og svoleiðis. Jæja jæja, shit au þetta reddast líklegast bara allt er það ekki.
Nóg í bili, ég vona bara að EINHVER hafi nennt að lesa allt þetta rugl, vá hvað maður verður ruglaður stundum. Thihihihi.......
Lov u all og hlakka geðveikt mikið til að koma til Noregs og Íslands um jólin.
Kús, kos, kram, klem, faðmlag, allt frá mér til ykkar.




12 comments:

Anonymous said...

G.Fylkis. Varðandi lyktina af þér DSH þá skal ég bara sækja þig þegar þú kemur heim, kem á rútunni og þú færð að sitja afturí :-))

Anonymous said...

Sæl eska :)
ég held að þú þurfir ekkert að hafa áhyggjur af því hvort að við þekkjum þig eða ekki hvort sem er af lykt eða lit. Allir þekkja hláturinn þinn og skellibjöllulætin í þér þannig að þú ert safe :)
Farðu vel með þig
Bæjó
Bylgja

Anonymous said...

Haha..finnst þú doldið fyndin :)
Hafðu það ofsa gott í Colombo, njóttu þess í botn (kannski Sri lanka lyktin af þér minnki eitthvað..hehe)

Kv.Begga

Anonymous said...

Åh, jeg som elsker lukten din. Håper den kommer tilbake når du kommer til Norge og får norsk mat... Det sies at det lukter surt av oss i norden fordi vi spiser så mye melkeprodukter. Men det kjenner jo heldigvis ikke vi selv.

Ha det fint i Colombo jenta mi. Vi snakkes når du kommer dit :)

Love U

BirtuMamma said...

Þú ert æði Dagný :-D
Þú verður bara að fara í fötunum sem þú stendur í og þvo á kvöldin og setja á ofn. Þá geturðu tekið með þér 15 kíló af mat tilbaka. Sem þýðir ekkert málningardót eða svoleiðis pjatt heldur !!! ;-)
Hlakka til að sjá þig um jólin skvísa !

Kv
Rúna
Ps. ég sá Mýrina í gær og svo var nafnið þitt á lista yfir löggur sem komu fram, þannig að nú verð ég að fara aftur í kvöld bara til að leita að þér !!!

Anonymous said...

Æji þú ert svo skemmtilega einlæg alltaf:)hafðu það rosa gott í nammiátinu allt gott að frétta af mér og okkur öllum bara allir glaðir stórt knús héðan úr frostinu brrrrrrr p.s.súr lykt af þér carina he he því trúi ég nú ekki:)

Anonymous said...

...ekki taka Sri lyktina með þér til Íslands...og já trúi því að þú sért 26 ára :)

Anonymous said...

Varðandi öryggisvörðinn, tekurðu hann ekki bara með þér til Íslands? Hann fær örugglega vinnu í löggunni hér heima, það vantar svo marga:)
Smell you later..........

Anonymous said...

ég veit ekki hvort ég á að segja þetta hér en ef þú myndir bera brúnkukrem og setja sólgleraugu á Hauk Óla varðstjóra þá væru þeir nú dáldið líkir, hann og þessi vörður á myndinni :)... ekki segja neinum að ég hafi sagt þetta .... he he

kv. Guðrún

Anonymous said...

hæ skvíz...

já segi það sama og Bylgja, það þekkja allir hláturinn í þér... ég þekki meira að segja fótatakið þitt! þegar þú kemur þrammandi inn gangana á stöðinni... en ótrúlega flottur öryggisvörðurinn...

góða skemmtun í Colombo og váááá ég væri til í heilnudd fyrir hvað 500kr??

hlakka rosa til að sjá þig, hvað bara eftir mánuð??? hvenær kemuru annars nákvæmlega??

sjáumst, kv. Martha ;)

Fam/Fjölsk Borge said...

Hæ elskurnar og takk fyrir commentin.....
Er búin að vera í sólbaði, veitti víst ekki af, nuddi, veitti víst ekki af, klippingu, veitti víst ekki af, æfa....veitti víst ekki af, borða góðan mat og íslenskt nammi frá Jens sem var að koma til Sri.
Skrifa og svara ykkur seinna.....
LOV

Anonymous said...

geek amsar habits specializing empower readmany foul developed infosheets similarities microphone
lolikneri havaqatsu