Hæ sæta fólkið mitt á íslandi og víðar
Hvað er títt, jú það er nú margt að gerast hérna á Sri Lanka, eins og venjulega. Ég veit eiginlega ekki hvar ég á byrja og hvar ég á að enda. Það er allaveganna allt að fara á annann endann hérna(nei núna er ég aðeins að ýkja).......á laugardaginn voru 5 stúdentar drepnir og 10 aðrir voru fluttir á sjúkrahús. Þau voru fyrir, það er ekkert annað að segja um það. Svona eru mannslífin metin sumstaðar.Það er bannað að drepa hundana á götunni þó að þeir séu að drepast úr hungri eða einhverju öðru, en það má drepa næsta mann, ekkert mál gjörðu svo vel.Ég skil þetta bara ekki. Allir hérna eru svo yndislegir og góðir eða er ég bara svona HRIKALEGA bláeyg og tralalalalal íslensk. En ég skil hvers vegna svörtu tígrarnir eru til.
Svörtu tígrarnir eru sjálfmorðsveitin hans Prabhakarans. Ef að fólk byrjar að meta lífið svona lítið hlýtur að vera auðveldara að deyja fyrir einhvern ákveðin málstað!? Eða.....hvað haldið þið?
Mér er byrjað að þykja ofsalega vænt um fólkið hérna. Það er búið að búa við hrikalegar aðstæður í rosalega langan tíma en samt finnur það alltaf fram brosið. Ótrúlegt og ég er alltaf að undra mig yfir þessu. Getur maður virkilega vanist svona lífi? Kannski þegar maður þekkir ekki neitt annað. Og svo er ekki eins og íbúar Jaffna eigi marga möguleika. Það fær ekki mat, ekki bensín, ekki að fara með bát burtu héðan, né flugvél og já A9 þjóðvegurinn, sem er vegurinn út úr Jaffna er lokaður og á ekki eftir að opna á næstunni. Nema.....eru til kraftaverk....ég vil gjarnan trúa á þau akkúrat núna og fá eitt hingað sent með hraðboða á fráum hesti takk.
Núna eru 6 dagar í afmælið hans Prabharkaran og 1 vika í hina árlegu ræðuna hans sem að allir bíða eftir með öndina í hálsinum. Ég skil ekki hvernig nokkur þorir að vera forseti þessa lands með hann Prahbarkaran á móti sér. Maðurinn virðist eiga 101 líf, svörtu tígrana og þykir ekkert rosalega vænt um stjórn þessa lands. Úúúú, scary, not for me.
Ég er búin að finna einn yndislegan strák hérna sem að er ´bróðir minn´........thi hi hi. Við töluðum endalaust um strákana hans og stelpuna mína á meðan við hlupum hring eftir hring á lóð hjá yfirgefnum háskóla. Það var æði. Hann sagðist hafa fattað mig útaf tattóinu......svei mér þá ef ég verð bara ekki meira kvenleg þegar árin fara að síga inn...thi hi hi.
Árin já....ÉG ÞARF AÐ LITA Á MÉR HÁRIÐ....Ég sé grá hár...for helvete. Ég sem var í góðum litunargír og sá aldrei gráu hárin og trúði því stanslaust að ég væri 26!! Ég fann bara brjóstin detta niður og rassinn seig niður á hæla við þessa gráu sjón. HJÁLP!!??
Sko, núna er ég byrjuð að kvarta um einskisverða hluti, aldur, brjóst og rass, þá er tími til að slútta þessu held ég.
Nota sætu kveðjuna hennar Evu, CIAO ;)
16 comments:
G.Fylkis
Þú mátt þó gleðjast við það að hafa hár sem grána, sumir missa bara hárið. :-)
æjjj Dagný krútt! :o) fæ alltaf í mallan yfir öllum þessu ljótu Sri fréttum :-( langaði að slökkva á Sirrý þegar hún las fréttirnar í morgun og byrjaði á Sri :-(
Gott samt þú fannst "brósa" á svæðinu :D híhíhí Þú ert nottla bara flottust & mössuðust og mesta pæjan m/tattúin og kambinn :D
Er ekki annars að fara koma jólafrí svo þú komist heim í íslenska snjóinn og matarboð til okkar :))))) Þú mannst fullur ísskápur af góðum mat og CULT :D
*knús&kram* sæta
Æji þúrt svo yndisleg......og grá hár hummmm sína bara hvað þú veist mikið he he.........og svo áttu bráðum afmæli:O)
Já mannslífið er lítið metið af því það er fullt að fólki sem er ekki með gott hjarta:(en svo er líka til fullt af fólki með fallegt og gott hjarta eins og þú og það er það sem gerir heiminn góðan bara verst hvað vondu hjörtun stjóran mikið þó þau séu miklu færri en þau góðu......jámm soldið djúpt sko er í hugleiðingum sko... farðu varlega gráa geit....kveðja AD
Dagný, þú ert alveg yndisleg. Ég er búin að fylgjast með þér þarna og þú ert svo dugleg og ég er stolt að þekkja. Go girl.
Bestu kveðjur
Óla
Hæ engillinn okkar! Úff þetta er skelfilegt ástand þarna hjá þér.. erfitt fyrir okkur hérna á klakanum að gera okkur grein fyrir þessu eða skilja þetta. Ég held einmitt að fólk aðlagist eigin veruleika, sérstaklega þar sem það hefur ekkert annað val.. það lifir við þessar aðstæður og þarf bara að takast á við það. Nauðsynlegt er þá að geta allavega brosað og fengið smá hlýju frá öðrum í kringum sig.
En hvað varðar gráu hárin að þá elska ég grá hár, finnst þau mjög sjarmerandi.. þau eru e-ð svo þroskuð!
Con tanto amore,
Hei jenta mi :)Jeg har jo funnet grå hår på deg før jeg Dagny. He he, men det gjør ingenting. Vakker med eller uten grå hår du. Til og med uten hår ....
Elsker deg for den du er, uansett!
Vær forsiktig- ser deg om bare 19 dager :)
Grá hár Dagný...þú sagðir mér að þú værir 26 ára...hmm
Búin að vera lesa bloggið þitt að undanförnu. Gott hjá þér að fara þessa ferð og láta gott af þér leiða. Bestu kveðjur og gangi þér vel, Gulla (hennar Guddu mömmu hennar Sigurbjargar)
Hef ekkert gáfulegt að segja, bara sonna að kvitta, alltaf gaman að lesa frá þér.
HÆ hó, KVITT KVITT... vona að þér líði vel Dagný, þarf nú minna til að draga mann niður! Annars bara allt gott, hér er kalt brrrr... Hafðu það sem allra best vinkona, ég kíki á þig reglulega, verður jú að fylgjast með!!! ;-) knús alma
hehe grá hár:) ertu ekki bara gráhærð á ástandinu þarna, þau vaxa úr þegar þú kemur heim... haltu í vonina ;)
kv. Guðrún
SHITT!!! Vona að þú gangir um með m3 (eða hvað sem þetta heitir allt saman)risabyssu á þér. Risa öfund samt fyrir að vera upplifa þetta allt saman. Og grá hár...iss piss. Sjensinn bensinn. Litum bara yfir þetta allt saman og HEX HEX aftur orðin 26 :) Láttu þér líða vel, því að leikur einn það er...nei nei, nú er ég barasta farin að syngja.
Have fun.
Kveðja Metis.
Gummi-
Já það er rétt...always look on the bright side of life...flaut...flaut...flautflautflaut....
Raggý-
Kampurinn er fyrir löngu dottinn niður.....gaf sig fyrir gráu hárunum....úffffff...nei nei, allt ók hjá mér. Hlakka rosa til að komast í ískápinn ykkar Ingu ;)
Anna D-
Takk fyrir það enn og aftur....vona að allt gangi vel hjá þér á klakanum.
Óla-
HEI!!!! Gaman að heyra í þér ;) Kemur þú til íslands um jólin? Þetta er óla K er það ekki??
Carina-
Ja ja, du má ikke si ifra at du har fundet de för.....drit ;) gleder meg.....
abg-
ÉG ER 26!!!!!!!!
Gulla-
Æj, Gulla en gaman ;) Æðisleg síðan ykkar. Svo sæt mynd af ykkur fjölskyldunni. Bið rosa vel að heilsa öllum.
Eva de Q-
Hvað meinar þú!?? Þú hefur bara gáfulega hluti að segja ;)
Alma-
Gott að þú fylgist með......það er ekki kalt hérna hjá mér....svitna alla daga. Úffff. En ég ætla nú ekki að byrja að kvarta undan því ;)
Guðrún-
Alveg rétt hjá þér Guðrún, þau hverfa þegar ég kem heim. Góð commentin fra þér, þú leyfðir mér að borða súkkulaði...hehehehhehe...lov frá mér, kysstu kallinn þinn líka frá mér.
Metis-
Hei hei..... Takk fyrir seinast :) Langt síðan já. Nei engin byssa hjá mér takk, hef ímugust á þeim akkúrat núna. ÆSJ. Og já HEX HEX OG ég er 26.
Hef svosem ekkert uppbyggilegt að segja þér, hlakka bara til að hitta þig, klikkaða frænka mín.
Farðu vel með þig og passaðu öll þín hár, þau gráu líka
Af okkur er allt gott að frétta.
Kveðja,
Margrét klikkaða frænka
MARGRÉT DÝRÓ Í BORGÓ!!!-
VÁÁÁÁ, en gaman að heyra frá þér. Já ég vona að ég fái að sjá þig um jólin ;) Er bumban orðin stór?? Thihihi...... Bið að heilsa öllum flotta frænka.
Post a Comment