Sunday, November 12, 2006

.........BÚMM BÚMM OG RIGNING........

........Búmm búmm búmm.......
Það var svo hljótt í gærdag, engin læti í fallbyssunum, svo þægilegt. En um kvöldið gátu þeir ekki haldið lengur aftur að sér og urðu að leika sér smá með baunabyssurnar og héldu fyrir manni vöku hálfa nóttina. Og svo í þokkabót byrjuðu einhverjar kirkjuklukkur að hringja kl 04.15 í nótt. HALLÓÓÓÓÓ..........ARG.

Núna rignir eins og það sé helt úr tunnu og þá er bara eitt að gera, halda sig inni. En, eitt vandamál, maður verður pínu leiður á að vera alltaf með sama fólkinu, og ekki er ég svo skemmtileg að ég geti skemmt sjálfri mér í tíma og ótíma. ‘What to do’??
.....i´m boured.......
Búin að skemmta mér SVAKALEGA vel í dag við að skoða risastóra kakkalakka, fullt af maurum, skjaldböku sem kom allt í einu í heimsókn (þá getið þið ímyndað ykkur regnið) og hlusta á smá íslenska tónlist. Tónlistin var best af þessu held ég bara.

Fór í partý í gær og ætlaði að dansa ´my ass off´en þá var einhver sérstök sendinefnd, með sérstöku ívafi, í sérstöku verkefni, með sérstökum erindreka Kanada, ennþá hérna og þá varð þetta alveg sérstaklega leiðinlegt partý þar sem að við gátum ekki slegið út hárinu. Sérstaka nefndin átti nefninlega að fara í gær en varð svo föst hérna, okkur til mikillar skemmtunar.

Eins og þið vitið örugglega þá eru hlutirnir ekkert að róast hérna og núna bíða allir spenntir eftir ræðu sem að leiðtogi LTTE heldur einu sinni á ári, þ.e.a.s. á afmælisdaginn sinn. Ég held að hann sé 26 eða 27 nóvember. Það verður spennandi að heyra hvað hann segir. Ég er að lesa bók um hann og þetta er ótrúlegt að honum tókst að byggja upp þennan her af Tamílum. Mjög spennandi bók. Já ég er að lesa og reyna að horfa ekki bara á sjónvarpið. Drepa tímann smá ;)

Annars bið ég bara að heilsa ykkur öllum, konum og körlum, og verð að bæta því við að ég er dálítið hneyksluð á þjóðinni að láta hann ´yndislega Árna J, komast aftur á þing. HALLÓÓÓÓÓÓ............

Lov frá Sri.


Ég varð bara að hafa hana með, hún er jú bara rosalega flott!!!!


We must conquer war, or war will conquer us.

10 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ, ég er ekki búin að lesa bloggið í 2 vikur því ég er í Florida, þar sem lífið er bara draumur!!! Svo nú er ég búin að lesa það sem ég átti eftir :)

en hja mér er búið að vera ótrúlega gaman, búin að versla og versla og versla... það er búið að vera mjög gott sjopping veður.. nokkrir góðir sólardagar, en þá e-n vegin fer maður aftur í búðirnar svo ég er ekki beint með lit, hehehe en fullt af nýjum fötum...

en ég hlakka rosalega til að hitta þig um jólin skvís.. farðu vel með þig og skilaðu kveðju til Helgu og Jenna...

Anonymous said...

Hæ fallega Dagný!
Við Doddi söknuðum þín mikið um helgina í 80's og diskó gírnum.. þar var sko engin sendinefnd á klúbbnum neitt.. og þú hefðir sko fengið að dansa your ass off!

Já þetta eru nú meiri lætin þarna í Sri... líst ekkert á þig þarna úti :-(

Ég er bara ein heima, Maggý er á Ítalíu að drekka cappuccino og borða cornetto con crema! Ash!

Farðu vel með þig hjartansljós!

Keep on dancing in the freeworld!

Anonymous said...

G.Fylkis

Anonymous said...

jæja Dagný, ég held að þú sért eina persónan sem ég þekki sem getur látið þér leiðast í miðri sprengingar hríð.....
Láttu þér ekki leiðast!!!!!!
Kv.
toggan.

Anonymous said...

ok dagný..hver er þetta á myndinni og hvað er með tannsvipinn???
Er farin að hafa áhyggjur af þér þarna niðrí Srrrrri..drífðu þig bara heim á klakann..já eða til Norge til Carinu :) allavega bara úr þessu rugli !

Fam/Fjölsk Borge said...

Martha-
Hæ darling og velkomin aftur heim. Ég get trúað að þú hafir verslað á við jólasveininn!! Ég man nú hvernig þú og Helga voruð í handboltaferðinni ;)klikk klikk.Gott að heyra í þér aftur. ég skal skila kveðjunni og ég bið líka að heilsa öllum ;)

Eva M-
OOOO, hvað mig langaði að vera þarna og dansa ;) En við gerum þetta bara seinna. Styttist óðum í að ég fæ að sjá ykkur. Jibbijei. Gaman að Maggy sé í Italíanó.

Gummi-
Góður.

Togga U S of A-
Já þetta er alveg rétt hjá þér Togga. Hugsaði ekki svona út í það. HMMMMMMM........

GullZ?-
VEISTU EKKI HVER ÞETTA ER???? Ó MY GOOD!!!!!!!! Aðaltöffarinn í undirheiminum (bein þýðing) þú finnur út restina. Er að fara að koma bráðum....sakna ykkar rosa.

LOOOOOOOVVVVVVV

Anonymous said...

Hvað heitir þessi leiðtogi Tamíla tígra sem þú ert að lesa bók um? Hvað heitir bókin?

Hrikalegt að heyra þetta með eggin og hænurnar! Helduru að allar hænurnar muni deyja?

Anonymous said...

Takk Gulla :)

Fam/Fjölsk Borge said...

Halló Anonymous-
Bókin heitir Prabhakaran og er semsagt um leiðtoga Tamíl tígranna. Þessi bók er mjög góð og ég mæli með henni þó að hún sé pínu ´pro Prabhakaran´ ;)

Anonymous said...

Hei, takk fyrir að skella myndinni af mér inn, ég tek mig bara asskoti vel út!!!! hehehehe