Tuesday, November 14, 2006

......EGG OG PENINGAR....

Halló litlu eggin mín.

Já egg eru jammen dýrmæt. Ég er/var orðin ógeðslega þreytt og leið á eggjum útaf því að við fengum þau alltaf í morgunmat. Núna er næstum því ómuglegt að finna egg og þá sakna ég þeirra alveg rosalega. Hvar eru eggin. Jú eggin eru nærri því búin af því að hrísgrjónin eru nærri því búin vegna þess að þá geta eigendur hænanna ekki keypt hrísgrjón fyrir þær svo þær fái mat og verpi EGGJUM. Svo að nú er spáð að það verði eitthvað af hænsnakjöti á markaðinum á næstunni en engin egg. DJÖF.........

Fyrir 3 mánuðum þá kostaði eitt egg ca 8 rub (sem gerir ca 5 kr). Núna kostar eitt egg 45 rub (sem gerir ca 30-35 kr) EITT einasta egg.

Það voru rosa sprengjulæti hérna í gær og ég svaf ennþá minna en venjulega.

EN, ég hef verið dugleg að æfa seinustu daga og haldið lyklinum af skápnum leyndum fyrir mér og sjálfri mér. Thi hi hi. Ég verð víst að koma mér í form til að halda í við Evu, Maggy og Gullu. Annars verður mér bara strítt um jólin.......endalaust. Svo núna er ég í strangri megrun sem byggist á að borða bara hrísgrjón og engin egg.........JE líklegt. Glætan spætan. Borða rosa óhollan innlendan mat, allt steikt upp í olíu, en æfi líka. Það er gott er það ekki. Ekki segja Orra (í World Class) frá þessu takk ;)
Ég í gær eftir æðislegan rigningadans, smá flipp í myndatöku, en samt týpiskt ég.....(segir Gummi)
Nóg um það, ætlaði bara að segja ykkur frá egginu........
LOVE

11 comments:

Anonymous said...

EGGJANDI

G.Fylkis

Anonymous said...

Hæ sæta! Þú verður að kenna mér þennan rigningadans.. tökum hana á dansgólfinu þegar þú kemur ;-)

Anonymous said...

Allt þetta tal um egg rifjaði upp atriði í Stellu í Orlofin hjá mér. EEEEEEGGGGGG EEEEEEEGGGGGG vona bara að þú sitjir ekki með heykvísl og heimtir egg. :)

Kv. Bylgja

Anonymous said...

Kult bilde jenta mi:)
Jeg har endelig kommet meg etter cupfinalen. For en dag, kveld og natt. Hadde det sinnsykt gøy og hele Fredrikstad kokte. Litt av en folkefest skal jeg si deg. Skulle så ønske at du fikk oppleve det også, for det går ikke an å beskrive. Fredrikstad knuste Sandefjord ned i støvlene. Guttaneeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee!

Bylgja: ha ha ha EEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEGG!

Anonymous said...

Það hefur orðið til nýr málsháttur í tengslum við þetta. Sjaldan fellur eggið langt frá hrísgrjónaakrinum, nema það geri það....

Anonymous said...

Vááá ég er búin að borða svo mikið af eggjum hér í fríinu... mar verður náttúrulega að borða amrískan morgunmat...

en ég er ennþá í fríinu... fer á heim á miðvikudag.. uuu eða morgun..

vona að þú fáir egg sem fyrst...

kv. martha

Anonymous said...

Jahérna hér.....það sem fólk getur talað mikið um egg :);)
En allaveganna hæ elsku Dagný mín vona að þú hafir það alveg ofsalega gott þarna út. Það er gaman að geta fylgst með frægðarför þinni í úglandi:)
Kossar og knús
Adda, Sæmi og Sveinn Rúnar ofurmús.

Anonymous said...

alveg hægt að miskilja þessa fyrirsögn hmmmm egg og peningar :) gaman að fylgjast með þér , kíkji altaf reglulega hérna inn ;) knus mus

Anonymous said...

Hææææ...gæti tekið þig á orðinu með tilboðið þitt...mikið hriiiiikalega værir þú þá heppin :)

Fam/Fjölsk Borge said...

Gummi-
Já finnst þér það ekki......

Eva M-
Ekkert mál elskan, tökum smá dans þegar ég kem. Hlakka til ;)

Bylgja-
Já er það ekki.....hí hí hí....að sjálfsögðu hugsaði Bylgja um Stellu, hvað annað. Og sjáðu hvaða umræðum um egg þú komst í gang....frábært. Bið að heilsa ´kalllanum´

Carina-
Gratulerer igjen med en kjempefin seier...FFK FFK FFK.... Æsj jeg liker de egentlig ikke.....drit.

Selma-
Já svo berin eru ennþá súr hjá þér og ég með ofnæmi fyrir eggjum.....þú ert nú ekki alveg góð stundum skrýtna systa.....

Martha-
Ó my gooooooood, egg og bacon, já takk. Arg.......

Adda, Sæmi og Sveinn Rúnar krúsí-
Æ gaman að heyra í ykkur ;) hvernig er svo móðurhlutverkið og föðurhlutverkið?? Æji þið eruð bæði svo mikil yndi að það hlýtur bara að vera æði. Hann er heppinn hann Sveinn Rúnar....

Lilja-
Miskilja....ha, hvenær hvar.....thi hi hi, alveg rétt Lilja, hugsaði ekki út í það þegar ég skrifaði þetta....shit au.

Gulla-
Jáhá þá væri ég sko ógeðslega rosalega heppin ;)

Anonymous said...

Dagný mín . Ég skal bara segja þér það að ég át allt djúpsteikt og óhollt þegar ég var í Gambíu og kom tággrönn heim....þá:(