Hallóóóóó...........
Ók, núna haldið þið að ég ætli að tala um stríðið en nei, alls ekki, nóg komið af því núna. Núna ætla ég að vera svo óforskömmuð og djörf að tala um klósettFERÐ og hversu oft maður rakar sig þegar maður er á svona stöðum……
Ég var semsagt á lögreglustöð um daginn og var alveg að drepast (kannski ekki rétta orðið til að nota hérna en shit au) af því að mig vantaði svo rosalega á klósettið. Svo ég bað túlkinn minn um að spurja hvort að ég mætti nota salernisaðstöðuna þeirra. Það kom dálítið vandræðalegt blik í augun á lögreglumönnunum og þeir sögðu að þeir væru ekki með neina kvenlögreglumenn á staðnum vegna þess að það væri ekki aðstaða fyrir þær hjá þeim.
Ók……hugsaði ég með mér…..og hvað……kvenremban kom upp í mér og ég tjáði mig að sjálfsögðu um það að það væri nú jammen gott og blessað að hafa blandað lögreglulið…..já já ég varð að segja eitthvað. Þá litu þeir bara upp til mín, þar sem að ég er ca helmingi stærri en þeir í alla enda, og bentu mér á bakdyrnar og sögðu um leið að hundarnir hjá þeim væru ekki agressívir. Je right.
Ég labbaði út um bakdyrnar og jújú mikið rétt ég sá ‘klósettkofa’ framundan…..EN HVAR VAR KLÓSETTIÐ!!!??? Íííííí, arg loksins kom að því að ég þurfti að pissa í holu…..ók ekkert mál. Maður hefur nú pissað oftar en einu sinni út í náttúrinni á Íslandi. En og aftur en, ég var búin að gleyma sri lanka flugunum. Þegar ég labbaði inn í litla ‘klósettkofann’ þyrlaðist upp ca 2578 litlar bítandi ljótar flugur. Þær biðu í ofvæni eftir að ég mundi girða niður um mig og setjast niður algjörlega varnarlaus með bláæðarnar tútandi þrútnar út, tilbúnar til stungu og ætis. ARG.
En hvað átti ég að gera…….ég varð að pissa, ég sá fyrir mér blæðandi sár á innri ………læri og fleira…… (carina, ekki lesa meira núna, vont fyrir sálina þína, he he he)
Og nú koma upplýsingarnar um raksturinn. Ég hef ekki verið svo rosalega aktív í að raka mig ‘allstaðar’ síðan ég kom hingað þar sem að ég er augljóslega ekki að sýna neinum neitt…… svo að við getum sagt að sumir séu með ‘loðnar lendur’, eða háruga búska, eða loðna rottu/mús…..já já þið skiljið hvað ég meina.
Og þar sem að það tekur bítandi flugu ca 15 sek að komast í gegnum ‘skóginn’ þá reif ég niður um mig buksurnar og settist á húk(3 sek), reyndi að pissa(3 sek), pissaði(7 sek) og stóð upp aftur og dró samtímis upp buxurnar(1 og ½ sek) =14 ½ sek og bjargaði þarmeð mínu mjúku lendum og bláæðum. Hjúkkídúkkí……….. Húrra fyrir letinni í þetta skipti, vei fyrir loðnum konum….sem að ætla að pissa í holu í útlöndum. Annars vill ég líka sannfæra ykkur um það að ég skal vera dúgleg(thi hi, dúgleg) í að raka mig í kaldari landi en Sri Lanka.
Ég vona að Carina hafi ekki lesið þetta með raksturinn þar sem að hún er mjög viðkvæm fyrir svona J og ef að hún hafi gert það að hún sé með manneskju við hlið sér til umönnunnar og aðstoðar.
Annars er allt ók hjá mér, skrifa um ‘hvíta sendiferðabifreiðina’ næst J
Kús og faðmlag frá mér á Sri.
18 comments:
veit ekki hvað á segja við svona bloggi, daaaaaaaah, ég er orðlaus.
en gott að þú hefur ekki misst hæfileikan til að sjá húmorinn í hlutunum, hann er einmitt nauðsynlegur fyrir tíma sem þessa.
lag dagsins er "always look on the bright side of life" með monthy python
kv
hfh
Butch. G.Fylkis. To much info eða hvað... :-) ha.ha.ha.ha.ha. skeiðklukkan í lagi á þessum bæ...
Ég hefði orðið orðlaus ef einhver annar en þú hefðir skrifað þetta, maður er hættur að verða orðlaus hvað þig varðar :) þú kemur alltaf skemmtilega á óvart.
KV. Guðrún
Þú er náttlega algjör snillingur:)skellir þér bara í brasislískt til Grímu þegar þú kemur heim um jólin safnar þangað til he he:)
he he he he he he he he he he he he og ehhhhhhhhhhhhhhhhhh, vææææææææææææææææ! Blæ, og besvim................... Best for deg at du får bort allt som heter skog før du kommer til Norge! He he he he, ellers skal jeg love deg at ALT blir borte :)
Men du er jo ganske så morsom da. Ingen andre enn deg som kunne skrevet noe sånt.
Heyrðu litla mín..gott að þú stórslasaðir þig ekki ..ert auðvitað engri lík :)
Múhahahaha
Þegar þú varst að míga, varstu þá með augun á klukkunni og fórnaðir þar með annarri hendinni... eða taldirðu bara sekúndurnar í huganum? Man sjálf eftir svona svipuðu í Afríku í vor. Var einmitt stödd á svona holu klósetti, en ég hef átsmartað þig. Ég var nebbla með ilmvatn með mér og spreyjaði út og suður á meðan ég var n.b. að gera númer tvö. Fattaði svo þegar ilmvatnið var að verða búið að það vantaði klósettpappír..... ekki gott mál. Gargaði bara paper!!!! með minni rámu og mjög svo háværri vískírödd. Það liðu cirka 2 mín þangað til vinkona mín kom æðandi að og reddaði málunum. Man líka eftir kónguló þar inni sem var á stærð við kjötbollu og orðin alveg tryllt af ilmvatninu. En ég gekk út með góða lykt sem fylgdi mér út af holuklóinu og óbitin..... en mikið djöfull var ég með miklar harðsperrur daginn eftir í lærunum, segi eins og þú "au shit". Eftir þetta var ég ALLTAF með pappír með mér, hvert sem ég fór.
En nóg um mín klósettmál, au shit útkalll.
Hjöbbi brósi-
Jamm reyni að horfa á björtu hliðarnar og tekst það oft.....takk elsku brósi.
Carina-
Ja jeg skal barbere meg lille drit.....ses om ikke sá mange dager.
Guðrún Umfó-
Takk fyrir það ekki segja samt kallinum þínum frá þessu, ég verð að reyna að fá vinnu á vaktinni aftur :)
Gummi-
Já skeiðklukkan er í lagi og teljarinn.......he he he he....
Eva da queen-
Þú ert nú bara ótrúleg Eva ;)Hlakka til að sjá þig aftur......kús og sinntu útköllunum af þinni alkunnu snilld.
Anna d-
uuuuuuuu, ég held bara ekki nei takk.
abg-
Litla???????? Hver ert þú eiginlega???? he he he....takk samt.
Hæ elsku Dagný! Skemmtileg saga.. já það er vissara að vera vel varin þarna!
Hef jú pissað í holu, en það versta við það var bara lyktin.. engar sri flugur ;-)
Knús,
Hæ Dagny elsku systa (og dótir)Smá frétir frá klakanum var víst svakka rok hérna í dag og fyrri nótt vindkviður allt upp í 50 ms skeði samt ekkert alvarlegt. Það er alltaf gaman að kíkja á blogið hjá þér kanksi eg ætti að ritkoða fyrir mömmu he he he.Nei nei segi bara svona ástarkveðjur frá klakkanum koss koss knúss knúss.
hæ sæta.. hvenær kemuru aftur heim og hvað verðuru lengi svo við getum farið að plana eitthvað skemmtilegt..
Eva M-
Hæ elsku Eva.....ég fann nú enga lykt en ók ég skal prófa að þefa næst....hi hi hi...
Atli brósi-
Æ takk elsku Atli. Gott að þú hjálpar mömmu við þetta. Einhver verður að gera það ;) Heyri að allt gengur vel hjá þér....hugsa til þín og styð þig 100% í því sem þú ert að gera. Lov..
Maggy-
OOOOOOOO, ég hlakka svo til að kúsa ykkur....ég kem 15 til íslands og fer 27. Hvenær hafið þið litlu drottningarnar sem eruð alltaf svo busy tíma fyrir einhvern sem að þykir rosa vænt um ykkur???????
engar áhyggjur af tímaleysi því það er alltaf lokað milli jóla og nýárs. svo ég verð örugglega í fríi frá um 19 til 3 jan.. helduru að það sé lúxus.. berta og tinna biðja rosalega vel að heilsa..
æji en skemmtilegt að þú sért að koma heim :)
Var hos mormor i dag og hun og mamma hilser så mye til deg. De gleder seg til å se deg snart de også :)
ég man eftir þessum blesuðu holum í Afríkunni. Ein konan fæddi barn í vona holu þegar ég var þarna og skildi það eftir. Hún var grýtt fyrir fram skrifstofuna hjá okkur og ég sá bara múgæsingu og svo fóru herskarinn hjá. Veit samt ekki hvað varð um konuna en ópunum gleymi ég ekki. Barnið lifði.
Maggy-
Æði ;) Núna varð ég ógeðslega glöð.....
Carina-
oooo, kyss de begge to fra meg. Gleder meg masse ogsa.
Hanna-
Shit, þú hefur greinilega upplifað þónokkuð sjálf Hanna flotta ;)
Kæra Dagný, vona að allt gangi vel hjá þér :) Hlakka mikið til að þú komir í heimsókn til Íslands. Verðum endilega að hittast og gera eitthvað sniðugt !
Post a Comment