Monday, October 02, 2006

......SPRENGJUR OG LæTI.........



Hæ elskurnar....

Ók, hvað er að frétta eftir helgina. Jú ég er ekki ennþá búin að fara í ´miðbæinn´þar sem að það var kastað handsprengju (Evu) á fyrir utan eina hjálparstofnunina svo að við mátum það svoleiðis að það væri kannski barabest að halda sér inni við. Og jú það átti sko eftir að sanna sig að vera sniðugt. Seinna um daginn var byrjað að ´skiptast´á skothylkjum og læti. Við héldum bara áfram að halda okkur inni við og hörmum það ekki skal ég segja ykkur.

Það er dálítið skrýtið að vera hérna í sól og hita og ekki geta farið í sólbað þó að ég bæði um það. Það eru hermenn út um allt og ekki kannski sniðugt að fara í evrópubúaleik á ströndunum hérna. Ég verð örugglega hvítari en ég hefnokkurn tíma verið þegar ég kem til íslands næst. Ef ég þekki sjálfa mig rétt á ég örugglega eftir að byrja á því að fara í ljós.....he he he he he.....

Ég er búin að finna nokkur heimilisdýr hérna. Er akkúrat núna með 2 froska í sturtunni, það býr ein....æ svona lítileðla sem að klifrar út um alla veggi....inn í herberginu mínu. Það á víst að vera ein rotta hérna einhversstaðarog ein mús en ég hef ekki séð þær. Í bænahúsinu sem er við hliðina á okkar húsi býr víst ein slanga. AKKÚRAT. Ég erað vísu ekki hrædd við slöngur en langar ekkert sérstaklega að fá þær í kurteisisheimsókn.

Talaði við Gunna og Sæunni í dag. Þau eru á fullu í vinnunni líka og Sæunn er rosa spennt. Hún er víst að stofna World Class 2 þarna í Vivoniya. Hi hi hi, henni líkt. Ég þekki hana næstum því ekkert en verð samt að halda því fram að þetta sé henni líkt. Byrjar morguninn með heraga, armbeygjur og læti. Ég ætla að taka hana mér til fyrir-myndar og byrja á því að róa í 20 mínútur á morgunn. Lyfta svo seinna um daginn. Læt ykkur vita hvort ég stend viðþað. Þarf eiginlega að fá mér einkaþjálfara hingað...... ;) Er einhver til í að mæta?

Annars eru hlutir í gúddí hérna og ég vona að það sé eins hjá ykkur

Ykkar eini og sanni Sri Lanka fari, Dagný

P.s. Eg for i rodravelina i morgun :) Ca. 25 minutur.

6 comments:

Anonymous said...

Tenker på det vi pratet om på msn jeg :)
Pass godt på husdyra dine, he he, men hold for guds skyld slangen borte........ ÆSJ!

Anonymous said...

Hæ, ég býð mig fram í að vera einkaþjálfarinn þinn,yrði góð í því..... not.

Reynu að finna rottuna og temja hana. Hefur hana svo á öxlinni eins og páfagauk.

Farðu varlega maður þarna í þessu sprengjuæði þarna og farðu vel með þig.

Eva

Fam/Fjölsk Borge said...

Carina-
Jeg finner ikke slangen i det hele tatt. Irriterer meg litt. Jeg tenker ogsa pa det vi snakket om og jeg haper at det gar bra. Vi bare gjor det ;)
Selma-
Saeta druslu systa.
Eva da queen-
Hei eg vill gjarnan fa tig sem einkatjalfara.....he he he...vid vorum nu godar i ad aefa saman. Rottan er tamin en nuna eru froskarnir farnir ad faera sig upp a skaftid og eru ordnir 5.
Fer varlega, lofa.

Anonymous said...

G.Fylkis

Anonymous said...

Hmmm, tveir froskar í sturtunni.

Anonymous said...

Jesus minn...fardu valega...er i milano nuna....gaman !