Friday, October 06, 2006

....Godwill, mjolk, sundlaug, matur og bar....


Eg, Regi og Thanges ad borda. Engin hnifapor takk :)
Hæ elskurnar mínar á íslandi og víðar.

Allt er við það sama hérna í hitanum. Það fara fram samningaviðræður núna á milli Tamíl-Tígra og stjórnarinnarþar sem norðmenn eru milligöngumenn. Það var fundur hjá þeim í fyrradag og meðan á fundinum stóð var gerð loftárás rétt hjá. ´Godwill´fyrir friði getum við sagt. Við vonum samt það besta.

Kokkurinn okkar var að "tala" við mig í kvöld. Hann var að segja mér frá því að hann ætti dóttur, 5 mánaða, og að hann fyndi hvergi mjólk fyrir hana. Mamman er ekki með næga mjólk og getur því ekki gefið henni og það fæst hvergimjólk hérna útaf vöruskorti. Greyið. Abdel, yfirmaður minn, ætlar að reyna að fá mjólk einhversstaðar frá. Ég vona að það takist.

Annars skil ég ekki hvernig kokkinum okkar tekst að búa til svona góðan mat til úr eiginlega engu. Ók, ég viðurkenniað það eru hrísgrjón í öll mál, svona er þetta bara, en það er allt í lagi ennþá þar sem ég er ekki orðin leið á þeim strax. Verð á mat hérna er orðið rosalegt miðað við venjulega og hinn "venjulegi" Jaffna búi er í miklumvandræðum að fá mat fyrir sig og fjölskyldu sína. Og svo leiðir líka alltaf eitt af öðru. Enginn matur, engin verslun,engin viðskipti, engin vinna, engir peningar, ekkert að gera....fólk hlýtur bara að klikkast á endanum.

Ég og Abdel fórum að skoða NÝJA sundlaug hérna í Jaffna í kvöld. Það var að vísu lokað vegna útgöngubannsins en viðfengum að skoða samt. Sjáiði til við megum vera úti í útgöngubanninu á bílunum okkar en það er ekki æskilegt vegna þess að "hlutirnir" gerast oft í myrkrinu. Já sundlaugin......ég sá mig fyrir mér loksins í hvíta fína bikiníinu mínu,í sólbaði....oooooohhhh....æði....EN NEI, ég verð að vera í hlaupabuxum og bol í sundi takk. Helvítis fjandans.

Við hittum fólk fra ICRC í kvöld á eina "barnum" hérna í Jaffna. Við byrjum aftur í blaki á laugardaginn....jibbijei.......og ætlum að spila fótbolta á móti "munkum" hérna í bænum á sunnudaginn. Eða voru það prestar?? Whatever....

Lov u all eins og alltaf og hlakka til að heyra frá ykkur.

Tessi fjolskylda var a leidinni ut i bud.......saetu!!

13 comments:

Anonymous said...

jeminn .. þau gætu varla verslað mikið þessi (ef það væri e-ð í boði í hillunum) .. soldið troðið hjólið :)
Annars er það að frétta af okkur að Ísar sæti frændi er að koma gista hjá okkur í kvöld. Verður notó að hafa krúttið og stjana við prinsinn :)
*knúz&kram*

Anonymous said...

Hæhó!! Fylgjumst reglulega með þér hérna á síðunni gormalingur... Frábærar allar þessar myndir:) Gangi þér vel og umfram allt farðu varlega. Knús og meira knús Elfa og Inga í Hafnarfirðinum @)---

Anonymous said...

Sæl Dagný
Lítill, sætur fugl sýndi mér þessa síðu. Gaman að fylgjast með þér.
Kv. stína á akureyri.
p.s. vorum flottar í gay pride þemanu :)

Trine Beate said...

Hei, vennen! Vet ikke hva som har skjedd, bare at hin har vært savnet en uke, stor aktivitet på Gaysir om noen har sett hin og at de har funnet hin død i leiligheten i går; http://www.gaysir.no/artikkel.cfm?CID=11755

Alt bra med meg, går på visninger nå - og håper det løsner snart:-) Glas i deg!

Anonymous said...

Shit, det med Eric er jo skikkelig ekkelt. Off, stakkars :(

Anonymous said...

Til deg Dagny sier jeg bare: risgrøt, risgryte, ris med kylling, ris med svin, rishjerte til salomon osv :)
He he he Selma du tar vel også denne :) ? ? ?

Anonymous said...


Partýkvöld
Ákvað að hafa eitthvað sem minnti á þig ...............................svo ég bjó til jarðaberjahlaup, þú skilur, þú ert soddan jarðaber og aldrei kjurrrr.
Ég lýk þessu bulli með tilvitnun í fyrsta yfirmann minn Í Kósóvogi sem var brjálaður N-Íri.
"Keep your spirit high but your head low"
Skál til þín frá okkur öllum

Anonymous said...

Selma:
he he he,jeg skal kjøpe skritt-teller til deg i julegave jeg Selma. Du får sikkert lett 10 000 skritt, du som alltid er på farta :)
Dagny:
Skjekk mailen din :)

Anonymous said...

Hæ litla systir,
Ja, hrisgrjón eru víða til, er núna á Hawaii, þarf ég að segja að ananas er til staðar í öllum máltíðum.
Japp, bráðum verður breyting á, förum til Kalíforníu á morgun og keyrum veg 1 suður á bóginn.....

Koss

Gamli Brói

Anonymous said...

G.Fylk

Anonymous said...

Þín var saknað í partýinu í gær. Farðu nú varlega og passaðu þig á vondu köllunum.
Kv. Guðrún umfó

Fam/Fjölsk Borge said...

Carina-
Ris er godt.....enna :)
Raggi-
Tau gaetu ekki keypt mikid nei. Hlakka til ad sja ykkur aftur saetu stelpur.
Bjorgvin-
AE en gaman ad heyra fra ter stori bro. Njottu Kaliforniu og vid heyrumst seinna. Kysstu konuna tina fra mer til hamingju med afmaelid um daginn.
Gudrun Umfo-
Og mig langadi ad vera i partyinu sjadu til. Takk fyrir Jardaberjahlaupid :) hi hi hi.
Selma-
Lov u sys.
Stina-
Gaman ad heyra i ter stina. Bid ad heilsa litla fuglinum :) Segdu henni nu ad vera god vid sjalfa sig.

Fam/Fjölsk Borge said...

notum tækifærið og óskum Lóu til hamingju með afmælið. Selma og Bára Freyja Ragna.