Tuesday, March 27, 2007

..............ÉG HLAKKA SVO TIL...........


Ég er að koma ;)


Ji ég hlakka svo til að kíkja heim í nokkra daga. Þetta er auðvitað bara allt annar heimur hérna á Sri Lanka.

Fór aftur í sólbað, stalst, átti eiginlega að vera að vinna. En ég kláraði bara um kvöldið.

Þegar ég kem til Íslands langar mig að hitta fjölskylduna mína (og tvíburana), vini mína, fara niður á lögreglustöð, fara á fótboltaæfingu með löggustelpunum, æfa í WC, fara í klippingu, sund, borða snúð, heimatilbúin mat hjá mömmu/Hjörvari/Birgittu og margt margt fleira.

Fann þessa mynd á Google þegar ég leitaði að orðinu Ísland. Mér finnst hún rosalega flott og varð bara að láta hana fljóta með.
Og svo er þetta ég fyrir og eftir Sri Lanka. Ég varð að nota tímann í að gera eitthvað....thi hi hi......

Hlakka til að sjá ykkur elskurnar mínar.

Lov og kús

Tralla la la la la.........og Carina kemur líka. Verður að vísu bara í 3 daga/nætur en það er sko miklu miklu betra en ekkert.

Sunday, March 25, 2007

?????SÓLBRENND EÐA SÓLBRENND????


DESPERATE SÓLBAÐ.........EÐA HVAÐ...... 'FULLT AF MYNDUM AF MÉR'

Ók núna ætla ég að segja ykkur dálítið sniðugt. ALDREI fara í panikk af því að þið eruð að fara aftur til Íslands eftir langan tíma í útlöndum þar sem að það er alltaf sól og maður á eiginlega að vera rosalega brúnn en maður er það ekki.

Tralla la la la............smá brennd.

ÁTSJ............ég á eftir að kveljast á morgun maður. Úfffffff......... Ég verð auðvitað að reyna að ná í smá ekta brúnku áður en ég fer.......hallóóóóóó hver heilvita sólbrjálaður íslendingur veit þetta. Er það ekki??

Annars er þetta frekar fyndið þar sem að yfirmaður minn fór í gær og svo fer ég bara í sólbað þegar hann fer og sólbrenn. He he he......en það var nú sunnudagur og ég búin að vera dálítið veik, aftur já, í vikunni. Búin að vera með kvef. Ansans. Bráðum get ég ekki lengur sagt ´ég er BARA búin að fá kvef x oft´. Þetta var semsagt í 6 skipti. Ömurlegt en ég er allaveganna orðin betri af kvefinu.

Og aðeins að taka fleiri myndir af mér smá rauðri........trallalalalala..........

Ástandið er ennþá við það sama............allir að berjast. Af hverju geta ekki öll dýrin í skóginum ekki bara verið vinir eins og dýrin í Hása/Hálsaskógi..........uuuuuuu hvað hét aftur skógurinn?? Svona er þetta....minnið bara byrjað að svíkja mann.

Annars er ég búin að sitja sveitt í marga daga núna og gera þessar ansans fundargerðir sem að ég á að sjá um núna. EKKI MÍN STERKA HLIÐ. En ég er að læra fullt. (hangi á þessarri setningu tímunum saman..........’en ég er að læra fullt’. Þetta er faktískt gaman. Ég er á fundum með einhverjum rosa máttugum köllum.......og einstaka konum. En þær eru sjaldgæfar því miður. Nema á ´friðarfundunum´.

Hérna sjáið þið mig með flösku af heilsusafti frá Anu í Jaffna. Hún mamman mín á að fá eina flösku þegar ég kem til íslands.

Jæja nóg í dag. Vona að þið hlægjið ykkur máttlaus af bakinu mínu ;)

Ó já P.s. ég kem heim eftir 4 daga. Jibbíjei. Og Carina mjög líklega líka ;)

Thursday, March 22, 2007

......Smá þankar bara........

Halló Halló ;)
Jæja núna eruð þið örugglega orðin leið á að bíða eftir næsta blogginu mínu. Shit hvað ég er orðin löt í að skrifa. Sorry,

Já það sem að er að gerast hjá mér er að það er nóg að gera. Það er auðvitað mjög fínt að hafa nóg að gera svo að ég ætla nú ekkert að vera að kvarta. Yfirmaður minn, Lars, er mjög fínn og réttlátur. Frábært að hafa hann sem yfirmann.

EN............það sem að er ömurlegt er að Sæunn er farin heim og ég sakna hennar nú þegar. Hún veiktist aftur og það var hræðilegt að sjá hana daginn þegar hún fór heim. En þetta er alveg rétt að senda hana heim en ég krosslegg allt til að henni batni sem fljótast og komi aftur hingað. Ég er með mynd af henni áður en hún fór en ætla ekki að sýna hana. Sýni bara mynd af Sæunni í hennar rétta umhverfi.....þ.e.a.s. í skartgripabúð. He he he he...........

Ástandið hérna í Sri Lanka er bara ekkert að batna. Því miður. Það eru árásir bæði í Batticaloa og við Vavuniya. Ekki glæsilegt. Fólk heldur áfram að hverfa og svo finnst það dáið einhversstaðar............eða að það finnst bara ekki.

Sýni ykkur mynd af mönnum sem að voru hérna á hótelinu um daginn þar sem að það var.......enn og einu sinni.........brúðkaup. Þeir voru rosa flottir og stoltir yfir að ég tók mynd af þeim. Gaman gaman.

Annars eru bara 7 dagar þangað ég kem til íslands og mér hlakkar ekkert smá til. Jibbíjei. Ég er búin að panta tíma hjá tannlækni, Lilju hárgreiðslukonu og búin að hafa samband við Orra í WC. Jei.

Hlakka til að sjá ykkur bráðum.

Og já ferð með E-vaktinni til ´Snæfellsnes´(held ég) frá 3-4. KÚL.

Smakk smakk.

Sunday, March 18, 2007

............Í ÞYRLUNNI.......

Hæ flotta fólk

Varð bara að sýna ykkur nokkrar myndir frá þyrluferðinni um daginn. Þetta var rosalega gaman. Hann sem að er á myndinni með mér var að aðstoða okkur með ferðina. Hann var rosalega nice, fyrrverandi þyrluflugmaður.
Þetta er Jannike, sem að var með mér í Jaffna áður.
Þorfinnur PIO, flottur eins og alltaf. Það voru tveir hermenn sem að voru fyrir aftan okkur í þyrlunni og voru með vélbyssur.
Við flugum rétt fyrir ofan trjátoppana þar sem að það er ekki hægt að læsa miði á þyrlurnar ef að þær fljúga svona lágt.
Annars vita allir ´partar´að við erum á leiðinni og skjóta að sjálfsögðu ekki á okkur. Hmmmmmmmmmm, vonandi ekki ;)
Hlakka til að sjá ykkur um páskana.
Lov frá mér.
Stutt í dag, lengra á morgun.........eða hinn.

Wednesday, March 14, 2007

..........Á MORGUN ER ÞAÐ VAVUNIA, KILI OG TRINCO........

HALLÓ ELSKURNAR

Jæja þá ætla ég bara að láta ykkur vita að ég er búin að skipuleggja þessa líka rosa ferð sem að ég, PIO, Jannike og HOM erum að fara í á morgun. Við förum til Vavuniya, Kili og Trincomale. Og já ég fæ að hitta LTTE(tígra) í fyrsta skipti og já það er búið að spyrja mig hvort að ég geti ekki fengið lánaðan tígra bolin sem að ´stelpan óheppna´var hérna í um daginn ;)

Ég er búin að vera svo upptekin seinustu daga að augnlokin á mér voru byrjuð að síga grunsamlega mikið niður á hné. Þau eiga það nú til að hanga aðeins, eins og gengur og gerist en þetta var nú alveg óþarfa hangs á þeim.


Annars er ég líka að skipuleggja ferð fyrir mig heim svo að ég geti fengið að sjá litlu prakkarana tvo í Helgalandi. Ég hlakka óskaplega til að sjá þá. Ég heyrði í Enok í dag............æsj...........þá varð mér smá bumbult........thi hi hi.... Hjörvar sagði að þeir væru orðnir ansi sætir og krúttlegir. Ég kem til Íslands á áætlaðan fæðingardag þeirra þ.e.a.s 29 mars. JEI.

Þá verður dansað og tjúttað og kjaftað og dúllað sér. Og svei mér þá ef að ég skelli mér ekki bara í ræktina líka.......heia World Class.

Og svo ætlar Carina líklegst að kíkja í nokkra daga.....þ.e.a.s ef að mamma hennar verður orðin betri eftir uppskurðinn. Vonandi.

Ég sendi hérmeð link á mynd sem að var frumsýnd í Noregi í gær. Hún fjallar um Black Tiger stelpur. Kíkið á slóðina. P.s. ég er að fara þangað á morgun.


http://www.snitt.no/mdtt/prints/movie.htm

Lov u all og sakna ykkar.

D.

Sunday, March 11, 2007

.........ATHUGA.........



Þetta birtist um daginn hérna á hótelinu fyrir starfslið SLMM





...........kannski við ættum að fara hugsa okkur til hreyfings........


Ég vona að þið fyrirgefið mér það að ég hreinlega nenni ekki að skrifa í kvöld þó að ég veit að ég á eiginlega að gera það. Löt, hreinlega rosalega löt.


Get samt sagt ykkur að það er rosalega mikið að gera í nýju vinnunni. Þarf að skipuleggja ferð fyrir HOM (head of mission) fyrir næstu viku. Veit eiginlega ekkert hvað á að gera en er svo heppin að það eru íslendingar sem hafa verið hérna lengur og eru ófeimnir við að hjálpa mér. Takk fyrir það J Ó og Þ (í HQ)


Allt gott að frétta, reyni að vera dugleg að æfa, er betri í maganum, hlaðborðið hérna er að drepa okkur Sæunni (orðið hlaðborð segir allt), keypti sundgleraugu um daginn en hundleiðist að synda, þarf nýtt bikini, er orðin frænka (bara ef að þið mynduð það ekki), sakna ykkar og hlakka rosalega til að koma heim um páskana.

Ég og Anu í Jaffna (Me and Anu in Jaffna)

Lov u all

Thursday, March 08, 2007

BÚIN AÐ FÁ NÝJA STÖÐU ;)

Hæ elskurnar


Þetta verður bara stutt í dag þar sem að ég er eitthvað lasin og slöpp.

Ég er semsagt búin að fá nýja stöðu í SLMM. Þessi staða heitir ADC og þetta er rosalega spennandi fyrir mig.

Þar sem að ADC segir ykkur absoulutely EKKERT þá ætla ég að reyna að útskýra þetta aðeins. Ég verð semsagt aðstoðarmaður yfirmanns okkar hérna á Sri Lanka. Hann er norskur og heitir Lars Sölvberg. Mjög fínn maður.

Ég verð í því að skipuleggja fyrir hann fundi, ferðir og eiginlega bara allt. Svo mun ég einnig þvælast með honum hvert sem að hann fer. Er búin að upplifa mjög spennandi hluti strax fyrstu vikuna svo að ég hlakka mikið til að takast á við þetta starf. Jibbí.........

Ég verð að viðurkenna að ég varð frekar stolt af þessu og svo kom þetta líka mér ROSALEGA á óvart. Vá hvað lífið kemur skemmtilega á óvart inn á milli.


Annars er systir mín Selma og hennar ´flokkur´(Tommi, Raggi, Diddi, Hannes og Marta....+2 hundar) búin að kaupa gistiheimilið Miklagarð á Sauðárkróki. Æðislegt og ég mæli með að fólk kíki til þeirra ef að þið eruð að þvælast þarna í flottu sveitinni. .......Gistiheimilið Mikligarður......
Mamman hennar Carinu var í aðgerð á þriðjudaginn til að reyna að laga mjöðmina hennar. Hún á frekar erfitt með gang. Þegar hún fæddist þá voru lærleggirnir ekki inn í mjaðmafestingunum og það fattaðist ekki fyrr en hún ætlaði að byrja að labba um eins árs gömul. Þá varð hún að vera með gifs í, að ég held, 1 1/2 ár. Vá allt í klessu. En við vonum að þetta fari vel.


Mamma brjálaða er á Kúbu með Sævari og Dóru. Djí hvað það hlýtur að vera gaman hjá þeim maður.
Helga litla í Trinco hrósaði mér svo vel í seinasta bloggi að ég verð víst að segja eitthvað fallegt um hana hérna núna ;) Helga.......ég vildi óska að ég væri að koma til þín. Þetta er það EINA neikvæða við nýju vinnuna. Ég fer ekki til Trinco. Ansans.


Nóg um það.............Helga er frábær........... þarf ég að segja eitthvað meira. Thi hi hi.
Með ástarkveðju frá Sri.

Dagný veika og slappa

Og P.s. bara svo að þið vitið það þá er ég orðin frænka ;)

Sunday, March 04, 2007

...........ÓHEPPIN EÐA............

Bolurinn

Núna ætla ég að segja ykkur sögu um stelpu.............eða eiginlega er hún bara næstum því miðaldra kona!!!!!!!!!......Arg.......... Jæja allaveganna þessi kona er stundum dálítið óheppin í sumum hlutum sem að hún finnur upp á.
Hún, við skulum bara kalla hana fyrir DS ;), var að vinna sem friðargæsluliði í óþekktu heitu landi sem að er ekki langt frá Indlandi og nafnið á landinu byrjar á ´Sri Lanka’. Í landinu voru tvær stríðandi fylkingar (aðallega) sem að voru ekki beinlínis vinir. Önnur fylkingin notaði ljón sem táknið sitt og hin notaði tígrisdýr. Það sem að er MJÖG mikilvægt í svona friðargæslu er að maður verður að gæta fyllsta hlutleysis í öllu sem að þú gerir.

Allaveganna var DS að borða morgunmat í fína skrautlega bolnum sínum sem að hún hafði keypt í H og M í Noregi fyrir ca einu ári síðan og sem að hún var búin að nota þónokkuð oft frá því að hún byrjaði. DS var mjög ánægð og stolt þar sem að hún notaði yfirleitt dökk föt og þarna var hún faktískt að brjóta upp hefðina og lífga upp daginn og tilveruna.

Allt í einu kemur HOM (head of mission sem að er æðsti yfirmaður DS), lítur á hana og segir.....´jæja hvaða bol ert þú í dag?? DS var algjörlega clueless og leit á hann ánægð að hann hafði á annað borð tekið eftir henni og sagði ´tja ég keypti hann í heimalandi þínu í H og M´og DS brosti feitt og smart að HOM. HOM hreyfði sig ekki í burtu og DS byrjaði að finna fyrir angist í beinum sínum þar sem að hún skildi ekki alveg hvað í andskotanum hann vildi eiginlega?? HOM hélt áfram að stara á marglita bolinn hennar DS með áhuga sem að var ekki jákvæður á nokkurn hátt. Hvað í ansanum vildi hann eiginlega?? Þá leit DS niður á marglita bolinn sinn og sá að hann var marglitur vegna þess að það stóð eitthvað síendurtekið með mismunandi stöfum og litum en það stóð alltaf það sama.


Og hvað stóð........................jú það stóð ´JOIN THE TIGERS´
HALLLLLOOOOOOOOOOOOOOOOO, HOW CLUELESS GETUR ÞÚ VERIÐ.

Guði sé lof að þetta var ekki ég maður. Ég hefði farið algjörlega í klessu ;)


Ég og Yoko sveittar og sælar í Jaffna. Við skipulögðum partý....jei jei....



Love frá Sri.


P.s. skrifa um jaffna og sýni fleiri myndir síðar.

Friday, March 02, 2007

.............BARA MINNA YKKUR Á AÐ ÉG ER AFTUR ORÐIN STOLT FRÆNKA.....


HJÖBBI ER PABBI, BIRGITTA ER MAMMA, KATLA ER STÓRA SYSTIR, MAMMA ER AMMA OG ÉG ER FRÆNKA OG SVO ÁFRAM............



Strákarnir heita Ísar og Enok. Hérna eru þeir með mömmu sinni og pabba og ég held að Kötlu stóru systur þeirra bregði fyrir þarna einhversstaðar.

Annars er ég í Jaffna og ástandið hefur ekkert batnað hérna. Ég vill ekki skrifa neitt ljótt í sama bloggi og Ísar og Enok eru hérna svo að ég skrifa seinna um það.

Elska ykkur flestöll

Thi hi hi