Thursday, March 22, 2007

......Smá þankar bara........

Halló Halló ;)
Jæja núna eruð þið örugglega orðin leið á að bíða eftir næsta blogginu mínu. Shit hvað ég er orðin löt í að skrifa. Sorry,

Já það sem að er að gerast hjá mér er að það er nóg að gera. Það er auðvitað mjög fínt að hafa nóg að gera svo að ég ætla nú ekkert að vera að kvarta. Yfirmaður minn, Lars, er mjög fínn og réttlátur. Frábært að hafa hann sem yfirmann.

EN............það sem að er ömurlegt er að Sæunn er farin heim og ég sakna hennar nú þegar. Hún veiktist aftur og það var hræðilegt að sjá hana daginn þegar hún fór heim. En þetta er alveg rétt að senda hana heim en ég krosslegg allt til að henni batni sem fljótast og komi aftur hingað. Ég er með mynd af henni áður en hún fór en ætla ekki að sýna hana. Sýni bara mynd af Sæunni í hennar rétta umhverfi.....þ.e.a.s. í skartgripabúð. He he he he...........

Ástandið hérna í Sri Lanka er bara ekkert að batna. Því miður. Það eru árásir bæði í Batticaloa og við Vavuniya. Ekki glæsilegt. Fólk heldur áfram að hverfa og svo finnst það dáið einhversstaðar............eða að það finnst bara ekki.

Sýni ykkur mynd af mönnum sem að voru hérna á hótelinu um daginn þar sem að það var.......enn og einu sinni.........brúðkaup. Þeir voru rosa flottir og stoltir yfir að ég tók mynd af þeim. Gaman gaman.

Annars eru bara 7 dagar þangað ég kem til íslands og mér hlakkar ekkert smá til. Jibbíjei. Ég er búin að panta tíma hjá tannlækni, Lilju hárgreiðslukonu og búin að hafa samband við Orra í WC. Jei.

Hlakka til að sjá ykkur bráðum.

Og já ferð með E-vaktinni til ´Snæfellsnes´(held ég) frá 3-4. KÚL.

Smakk smakk.

7 comments:

Anonymous said...

G.Fylkis

Anonymous said...

Hæ vá fyrst til að kvitta.... Stutt í að þú komir heim, veivei
Hafðu það gott og vonandi batnar Sæunni sem fyrst.
Kveðja Steinunn

Anonymous said...

Hæ, hæ

Skemmtu þér vel druslan þín, ekki enn komið á hreint með fríið mitt......

Kv. Helga

Anonymous said...

Já þetta verður þrusu ferð!!! hlakka bara til :)

Anonymous said...

Sælar drusl...

Það var frábært að heyra í þér um daginn. Sjáumst vonandi þegar þú kemur heim. Dóra farin að plana hitting

Kv. Hafdís

Anonymous said...

Það er bara haugur af dröslum hér. Hlakka til að sjá þig elsku litla drösl.
The biggest drösl of all.

Anonymous said...

Synd at Sæunn måtte reise hjem...
Men veeeeeldig koselig at du skal ta deg en tur hjem :)