Thursday, March 08, 2007

BÚIN AÐ FÁ NÝJA STÖÐU ;)

Hæ elskurnar


Þetta verður bara stutt í dag þar sem að ég er eitthvað lasin og slöpp.

Ég er semsagt búin að fá nýja stöðu í SLMM. Þessi staða heitir ADC og þetta er rosalega spennandi fyrir mig.

Þar sem að ADC segir ykkur absoulutely EKKERT þá ætla ég að reyna að útskýra þetta aðeins. Ég verð semsagt aðstoðarmaður yfirmanns okkar hérna á Sri Lanka. Hann er norskur og heitir Lars Sölvberg. Mjög fínn maður.

Ég verð í því að skipuleggja fyrir hann fundi, ferðir og eiginlega bara allt. Svo mun ég einnig þvælast með honum hvert sem að hann fer. Er búin að upplifa mjög spennandi hluti strax fyrstu vikuna svo að ég hlakka mikið til að takast á við þetta starf. Jibbí.........

Ég verð að viðurkenna að ég varð frekar stolt af þessu og svo kom þetta líka mér ROSALEGA á óvart. Vá hvað lífið kemur skemmtilega á óvart inn á milli.


Annars er systir mín Selma og hennar ´flokkur´(Tommi, Raggi, Diddi, Hannes og Marta....+2 hundar) búin að kaupa gistiheimilið Miklagarð á Sauðárkróki. Æðislegt og ég mæli með að fólk kíki til þeirra ef að þið eruð að þvælast þarna í flottu sveitinni. .......Gistiheimilið Mikligarður......
Mamman hennar Carinu var í aðgerð á þriðjudaginn til að reyna að laga mjöðmina hennar. Hún á frekar erfitt með gang. Þegar hún fæddist þá voru lærleggirnir ekki inn í mjaðmafestingunum og það fattaðist ekki fyrr en hún ætlaði að byrja að labba um eins árs gömul. Þá varð hún að vera með gifs í, að ég held, 1 1/2 ár. Vá allt í klessu. En við vonum að þetta fari vel.


Mamma brjálaða er á Kúbu með Sævari og Dóru. Djí hvað það hlýtur að vera gaman hjá þeim maður.
Helga litla í Trinco hrósaði mér svo vel í seinasta bloggi að ég verð víst að segja eitthvað fallegt um hana hérna núna ;) Helga.......ég vildi óska að ég væri að koma til þín. Þetta er það EINA neikvæða við nýju vinnuna. Ég fer ekki til Trinco. Ansans.


Nóg um það.............Helga er frábær........... þarf ég að segja eitthvað meira. Thi hi hi.
Með ástarkveðju frá Sri.

Dagný veika og slappa

Og P.s. bara svo að þið vitið það þá er ég orðin frænka ;)

15 comments:

Anonymous said...

til hamingju með nýju stöðuna. er heima að pikka inn með annarri. láttu þér batna.
knus inga

Anonymous said...

TIL HAMINGJU með stöðuhækkunina .. flott hjá þér stelpa!!! :) Stolt af þér!
Vona þér batni pestin fljótt .. leiðinlegt að hafa ekki sætu Carinu hjá þér til að hjúkra.
*knús&kram*

Anonymous said...

Ótrúlega flott hjá tér að fá þessa stöðu. Vona að þér fari að batna, ég er hérna heima veik, og það er bara leiðinlegt. Heyrumst

Anonymous said...

Åh, jeg skulle ønske jeg var hos deg til å stelle og kose med deg. Stakkars deg. Sender deg masse bli-bra-tanker.
Og igjen......: GRATULERER flinke skatten min. Superstolt av deg!

Anonymous said...

Til hamingju elsku sæta systa þau gætu ekki fengið betri manneskju í stöðuna. passaðu uppá að drekka nóg krútt og góðan bata,ég veit það er erfitt að vera lasinn svona langt frá fjölskyldunni því þá vantar manni sárlega knúsið. knús knús knús knús knús knús knús knús knús knús knús.
Ég samfagna þér en og aftur og vildi að ég gæti verið hjá þér en verð að láta þetta duga.
Marín systa

Anonymous said...

til lukku með þetta systa og takk fyrir gjöfina frá ykkur carinu, ekkert smá flottir gallar. hún carina kann að velja þetta, enda valdi hún þig. fleiri myndir að koma af frændunum.
kv
hjörvar, birgitta og tvillingerne

Anonymous said...

Ekkert smá fyndið að þú skulir vera orðin aðstoðarHomminn eins og þú sagðir einhvern tíman sjálf. Til hamingju með þetta stúlka. G.Fylkis

Anonymous said...

Þú ert bara snilli!

Láttu þér batna svo að þú getir farið að vinna við nýju spennandi vinnuna þína og æft eins og mófó.

Saknaðarveðja frá Trinco, Helga

Fam/Fjölsk Borge said...

Inga-
Láttu þér batna fljótt. Veit að þú ert allaveganna með rosa góða ´hjúkku´ ;)og takk

Raggý-
Já það er ömurlegt að vera einn svona. En svo er ég heldur ekki veik bara slöpp. Takk takk.

Steinunn-
Takk ;) Láttu þér svo batna líka.

Carina-
Ja jeg ville önske at du var her enná. Æsj.

Marín-
Takk hjartagóða systan mín ;)

Hjöbbi, Birgitta og co-
Já hún Carina ´rúlar´í að versla. Hún er meistari í þeirri grein.

Gummi-
Núna erum við kölluð ´homminn og lesbían´Flott par já.

Helga-
Og þú ert snillingur sjálf. AHOD í Trinco.

ELska ykkur öll.A

Anonymous said...

Hvernig er það, ætlar enginn að commenta á Lukku Láka myndina, ég varð alveg bit þegar ég áttaði mig á henni.

Anonymous said...

Til hamingju elsku systir. Ég er viss um að þú stendur þig með prýði í nýju stöðunni. Þetta er reynsla sem þú kemur til með að búa að alla ævi. Passaðu þig bara enn betur á hvað stendur á bolum, buxum og hverju sem þú setur á þinn kropp því nú ert þú enn meira áberandi. Kveðja frá Selmu á Miklagarði í Skagafirði. hehehe.

Anonymous said...

Til lukku með nýju stöðuna gamla drusl. Kv. Dís

Anonymous said...

Til hamingju með þessa stöðu, bara spennandi. Þarftu nokkuð að sofa hjá honum líka????

Ekki halda að mar sé hættur að lesa bloggið þitt, það er enn í feivoríts hjá mér, bara löt að kommenta, bæti úr því héðan í frá.

Din logguven Eva

Anonymous said...

Til hamingju skvíz....

kv.martha;)

Fam/Fjölsk Borge said...

Gummi:
Nei það er greinilega enginn sem er að hugsa svona eins og þú u dirty old thing.......

Hafdís:
HVA????!!!! Allt í lagi með drusla...........en GAMLA????? Hlakka til að mæta á æfingu.

Selma systa:
Selma..........ég hef alltaf verið áberandi...........au......ég ætla að gubba aðeins yfir sjálfri mér......au au au....


Eva da queen:
Hæ sæta og takk fyrir að bregðast svona fljótt við :)
Er ennþá brosandi útaf fréttunum. Jei jei jei.

Martha:
Takk darling.A