Tuesday, October 31, 2006

.......Dauði og Djöfull.......

Hæ aftur elskurnar mínar nær og fjær, aðallega fjær.

Mér líður eins og það hafi verið kastað köldu vatni framan í mig. Ástæðan fyrir því er að vinnan hérna getur verið dálítið rosaleg.
Eins og þegar ég er á Íslandi að vinna í löggunni og við komum að líki eða manneskju sem er að deyja þá er líkið ekki það versta, heldur fjölskyldan sem er eftir. Og ég upplifði eitthvað svoleiðis í gær og mér stóð sko ekki á sama. Ég stóð út á miðri götu og blótaði á íslensku til hægri og vinstri. Blótaði fúlmennunum sem að koma á miðjum degi og skjóta niður fólk sem er að ná í börnin sín úr skólanum eða eitthvað þvíumlíkt. Ég blótaði öllu stríði til helvítis og því sem því fylgir.

Þetta er víst einn af fylgifiskunum :(

Af hverju gátu ekki þessir stóru kallar hætt að skalla í hvorn annan og bara farið að bíta gras eða bara klórað hvorum öðrum á bakinu. Svona eins og við gerum öðru hvoru. Af hverju ekki?

Helvítis kjánar að vera að stangast svona á


Fólkið hérna er alveg að gefast upp, maturinn að klárast, dísel ekki til, sprengjuóhljóð dynja í eyrum okkar allan daginn, útivistabann á milli 18.00-05.00. Úffffff, lífið er gott á
Íslandi þar sem að við höfum bara áhyggjur af því að það sé dýrt í ræktina!

En ég er samt rosalega ánægð yfir að hafa komið hingað, ég er að læra fullt af nýjum hlutum og er að kynnast Sri Lanka búum sem að eru bara æðislegt fólk. Og allir eru svo góðir við útlendinga hérna. Það er alveg ótrúlegt.

Varð bara að setja þessa mynd inn til að létta skapið.....Sylvía dugar alltaf og svo plús nýjasta superstjarnan okkar :)

Jæja ætla ekki að skrifa meira í dag. Vill samt að þið vitið að mér þykir ROSALEGA vænt um ykkur. Í alvörunni, ég meina það 100%, i promise...........

Lots of love from Sri.

P.s. læt fljóta með ljóð um frið sem að Vignir sendi mér.
Þula frá Týli

Horfumst í augu
fögnum morgunhvítri sólinni
laugum iljar okkar í dögginni
biðjum um frið
leggjum grasið undir vanga okkar
vermum frækornið í lófa okkar
stígum varlega á moldina
biðjum um frið
borum fingrinum í sandinn
sendum vísuna út í vindinn
speglum okkur í hylnum
biðjum um frið
reikum um fjárgöturnar
teljum stjörnurnar
hlustum á silfurbjöllurnar
biðjum um frið
göngum að leiði móður okkar
göngum að leiði föður okkar
minnumst hins liðna
biðjum um frið
tökum í hönd systur okkar
tökum í hönd bróður okkar
lyftum því sem er
biðjum um frið
lítum í vöggu dóttur okkar
lítum í vöggu sonar okkar
elskum hið ókomna
biðjum um frið
horfumst í augu
horfumst í augu gegnum fjarlægðirnar
horfumst í augu gegnum aldirnar
biðjum um frið.

Geta ekki öll dýrin í skóginum bara verið vinir?

Jóhannes úr Kötlum

19 comments:

BirtuMamma said...

Æ, dúlla, get ekki ímyndað mér hvað þetta er erfitt ! En okkur þykir líka öllum ROSALEGA vænt um þig og vitum að þú stendur þig eins vel og hægt er í svona aðstæðum.
Take care... hetja !!
Kv
Rúna og co.

Anonymous said...

Hæ engill! Já þú ert algjör hetja og þetta er hrikalegt ástand þarna hjá þér.. farðu varlega í guðanna bænum elsku vinkona. Er þetta ekki bara komið gott? Já einmitt, koddu bara heim!

Sjáumst þá ;-)

Anonymous said...

G.Fylkis.

Anonymous said...

Elsku sæta litla Dagný lífið er oft ljótt því miður en gott samt að þú ert þarna smá sól fyrir fólkið þúrt alltaf svo góð og algjör hetja:)talaði við c í gær og þið eruð náttlega bara sætastar mikið held ég að það verði gott fyrir þig að komast í c kús í desember bið guð og englana að passa þig alltaf á hverju kvöldi kiss og knús frá mér til þín kveðja anna panna:)sem er alveg að massa það á klakanum sko:)

Anonymous said...

Hæ Dagný...
Úff þetta er greinilega svakalegt þarna úti! Maður er svo þakklátur fyrir að búa á litla Íslandi þegar maður les svona. Farðu ofsaofsa varlega...algjör hetja að leggja þetta á þig til að hjálpa öðrum...

Ég kíki alltaf reglulega inn á síðuna og fylgist með þér...
Knús frá Beggu (Evu og Maggyar:)

Anonymous said...

hæ dagny mín :) langt síðan við höfum commentað hja þér viltu ekki drífa þig heim ur þessu ástandi? af okkur er allt gott að frétta erum byrjaðar að æfa fótbolta það er hörkupúl farðu vel með þig i látunum knús mæja og hildur :*

Anonymous said...

Benjamin Franklin:
There never was a good war, or a bad peace.

Robert Fulghum:
Peace is not something you wish for; it's something you make, something you do, something you are, something you give away.

Benjamin Franklin:
There never was a good war, or a bad peace

John Lennon
All we are saying is give peace a chance.


Togga.

Anonymous said...

Hæ skvísa! já þetta er hrikalegt og maður fyllist held ég af auðmýkt við þessar aðstæður sem þú ert í .. amk verður maður eflaust vel var við það hvað maður er "lítill".. farðu vel með þig vinkona .. stór stór knús alma

Anonymous said...

Maður getur ekki byrjað að ímynda sér að vinna við svona aðstæður. Stríð í heiminum útaf landi, olíu, trúarbrögðum, ættbálkastríð..... erfitt að sjá einhvern tilgang í þessu. Sér í lagi þegar það bitnar oftast á þeim sem eru bara að lifa lífinu, almennir borgarar.
Þú munt allavega kunna að meta allt sem þú hefur eftir þetta, þó erfið reynsla sé. Stendur uppi sterk og betri manneskja á eftir. Hey, kemur kannski í fólk með Sirrý eða gefur út bók.
Hav det godt og spise mange mange risgrjonen í maven.

Fam/Fjölsk Borge said...

Rúna.....-
Takk sæta vinkona :)

Togga-
Takk fyrir að senda mér fleiri orð um frið. Maður er bara orðin væmin og pínu svona ´ging gong´……..he he he, eða hvað hún hét aftur kínverska friðarhreyfingin sem að olli svo miklum usla á Íslandi fyrir nokkrum arum. Tú tú, brjálaða kona í USA.

Selma-
Dagný, systir þín is calling.....ET phone home.....

Gummi F-
Og aftur Dagný :)

Begga-
Æ takk líka elskan. Kíkti einmitt líka á bloggið ykkar um daginn. Skildi lítið í því en það var rosa kúl....eins og þið eruð að sjálfsögðu.

Anna D.-
Englarnir eru hjá mér takk.

Alma-
Takk :) Hvernig gengur svo hjá þér núna í pólitíkinni?? Flott í því kona!!!!

Eva og Maggy-
Þið eruð bestar og ég elska ykkur báðar. Hlakka til að sjá ykkur um jólin.

Eva da Queen-
Þú ert algjör bomba. Ég skellihlæ alltaf af kommentunum sem að þú sendir mér. Léttir alltaf skapið. Takk fyrir það og keep on doing the good work.

Mæja Ben og Hildur-
Gaman að heyra í ykkur hérna. Ætla allir að vera rosa ´massaðir´ þegar ég kem heim. Þá á ég ekki sjens í ykkur. Úfffffff………

alma said...

gengur ágætlega í því vinkona... þú verður vör við hversu vel gengur fyrr en síðar.. hehe... kosningaár og svona... knús aftur.. hér á selfossi er skítaveður, hálka .. filma yfir öllu og rigning.. urrrr

Anonymous said...

Vet ikke helt om jeg har godt av å lese bloggen din........? Jeg har begynt nedtellingen til du kommer deg hjem derfra. Men folket der nede er heldige som har deg der. Du spiller en stor rolle, og jeg vet at du er flink i jobben din. Det er lov til å være frustrert å sint når forholdene er slik de er der. Rart å tenke seg hvordan folk har det i sånne land. Glad jeg bor i nord. Vil heller ha kulde og trygghet enn varme og elendighet.
PS: Jeg savner deg SINNSYKT jenta mi!

Anonymous said...

Vinteren har kommet til Fredrikstad i dag. I dag var det hvitt på bakken og kuldegrader :)

Anonymous said...

Vá, ég fékk bara í mallann á að lesa þetta. En það er samt gott að þú sért þarna með þitt góða hjarta til þess að kenna öllum að vera vinir...er í Flórens og VÁ hvað þetta er æðisleg borg. Ætlum svo til Feneyja á föstudaginn...
Farðu vel með þig

Anonymous said...

Elsku Dagný mín. Farðu varlega. Mundu bara að nærvera þín gerir svo mikið fyrir aðra á þessum slóðum svo þú sjáir það ikannski ekki sjálf á þessum ömurlegu tímum.
Ég er búin að kaupa íbúð...ef greiðslumatið gengur í gegn og ég er bjartsýn á það. Bjó þar frá 1-8 ára í sömu íbúðinni:) Flyt þá 15 jan. Fæ að vera hé hjá "vini" mínum þangað til;)
Farðu varlega elsku vinkona
Love U
Hanna

Anonymous said...



Ég veit að þú ert að standa þig hrikalega vel þó að þetta sé örugglega erfitt stundum.

Farðu varlega og sjámunst eftir þrjár vikur:)

Kv. Helga E

Fam/Fjölsk Borge said...

Carina-
Jeg kan i hvertfall love deg at det snör ikke her :)

Eva handsprengja-
Ekki fá vont í litla magann þinn.....ég passa mig og alla þá sem að búa hérna.....NOT.

Hanna....pæja-
Þú ert nú meiri pæjan Hanna.....mér finnst það rosa kúl.

Helga, sem er líka að koma hingað-
Takk hlakka líka til að hitta þig hérna....kús

Anonymous said...

Hanna:
Gratulere med ny leilighet Hanna :)
Så gøy!

Klem klem til deg fra meg.

Anonymous said...

eg var ad leita ad, takk