Tuesday, November 28, 2006

......ALLT 'OK HJÁ MÉR TAKK.....


Hæ sæta fólkið mitt....

.....Smá fjölskyldumynd með, veit ekki hvort ég hef haft hana áður.....
Ætla bara að láta ykkur vita að ég er í góðum gír í Colombo. Ég fer aftur til Jaffna á morgun, fimmtudaginn 30.11.06.
Sæunn fer til Íslands á morgun en kemur bara sprækari til baka með mér 27.12.06.
Ég er búin að vera í smá sólbaði, æfa og borða alveg svakalega mikið. Meiriháttar.

Ræðan fræga er búin að vera og allt er eins og venjulega. Ekkert verra ennþá og ekkert betra heldur.

Vildi bara láta ykkur vita að ég væri í lagi þar sem að farsíminn minn hætti að virka og svo frétti ég af grein í mogganum þar sem að það segir að stríð sé byrjað á Sri, eins og það sé ekki búið að vera stríð hérna í þónokkurn tíma.

Lov jú guys.......

......Skrifa meira á morgun....

Thursday, November 23, 2006

..........LANGT BLOGG, U HAVE BEEN WARNED!!

Ilmurinn Á ég að segja ykkur leyndarmál.... Ég hef alltaf verið veik fyir einum stað á Carinu og kannski er ég bara með smá 'fetis' fyrir þessum stað. Það er hálsakotið, þar sem að viðbeinið er. En það er ekki bara það að mér finnst það fallegt heldur ELSKA ég líkamslyktina þar.....já já ég er pínu skrítin en það er ekki eins og það sé eitthvað nýtt :)
En ástæðan fyrir því að ég er að segja ykkur frá þessu er að ég er mjög næm fyrir lykt og veit að allaveganna Carina er það líka. Ég er búin að vera að velta því fyrir mér um dagana hvað það sé ´öðruvísi´lykt af fólki frá Sri Lanka en okkur frá Norðurlöndunum.
Og ég er búin að finna lyktina mjög áberandi seinustu daga. Ég er búin að vera snúandi mér í hringi til að finna hverjum þessi þekkta Sri Lanka lykt var af því að það var svo skrýtið að ég fann hana þó að enginn af innfædda fólkinu var í nálægð. Ég labbaði upp að Abdel og þefaði af honum en nei ekki af honum.....Öystein var næstur ég leyfði nefinu mínu að koma í góða nálægð við hann áður en ég dró djúpt andann...en nei ekki af honum.
Og núna eruð þið auðvitað búin að gera ykkur grein fyrir því hvaðan lyktin kom...ó já af mér. Ég er byrjuð að lykta allt öðruvísi og ég veit ekki alveg hvort að mér líkar þetta vel?!
Hvað ef allir væru blindir og þekktu mig bara af lyktinni...þá mundi enginn þekkja mig núna...shitturinn titturinn. Og svei mér þá ef að ég er ekki líka byrjuð að líkjast Sri Lanka búum, úfin og grá um hárið.... nema að ég hef aldrei verið svona hvít á ævinni. Maður verður að vera rosa hvítur hérna svo að það sé ekki ruglast á mér og innfæddum og maður bara skotin í misgripum....ó my good, hvað ef að einn byssumaðurinn hérna sé blindur og skýtur eftir ´nefinu´!! HVAÐA RUGL ER Í MÉR NÚNA......

Næsta mál takk.

Ók. Ég verð að segja ykkur frá öryggisverðinum okkar sem að passar húsið okkar. Hann heitir eitthvað ´Selegan´, eitthvað svoleiðis, og hann er fyrrverandi lögreglumaður hérna. Þið skiljið nefninlega að hérna tala lögreglumennirnir ekki málið sem að bæjarbúar tala. Það eru ´Shingalar´ sem að eru laganna verðir hérna. Þeir tala Shingala. Það eru Tamilar sem að búa í þessum bæ og þeir tala ekki Shingala heldur Tamil. Og við erum ekki að tala um sænsku og norsku takk, heldur íslensku og þýsku. Þeir skilja ALLS EKKI hvorn annan. Auðvelt að stunda rannsóknir hérna!! Enda leysa þeir engin mál greyin. Allaveganna, öryggisvörðurinn var lögreglumaður hérna á meðan Tamilar ´fengu leyfi´til að vinna við löggæslu. Og honum finnst mjög merkilegt að ég skuli vera lögreglukona frá íslandi. Svo að ég tók eitt lögreglumerki sem ég átti og gaf honum. Hann skilaði öryggisvarðaskyrtunni sinni, nældi íslenska lögreglumerkið í hvíta skyrtu, og gengur um eins og stoltur hani með íslenska lögreglumerkið sitt. Hann er bara svo mikið yndi. Æði.

Hann er svo ógeðslega stoltur af merkinu sínu. P.s. ég setti á hann sólgleraugun mín hann var svo rosalega tileygður........P.s hann stendur í réttstöðu og er stoltur af.

Annar góður öryggisvörður hjá okkur (hann heitir öruggglega líka eitthvað Selegan) var búinn að veiða slöngu um daginn, vinnufólkinu okkar EKKI til mikillar ánægju. Ég skoðaði hann, snákinn, og sleppti honum svo í bakgarðinum. Ég var rosa ánægð.Litla vitlausa slangan í flöskunni. Ég var með betri mynd af snáknum en ég var verri á þeirri mynd en þessarri.

En nei, fíflið, slangan, fer beint undir næsta bíl(okkar) og upp í mótorinn. Við reyndum allt til að fá hann í burtu en nei druslan hreyfði sig ekki. Við svitnuðum meira en venjulega og Sri lanka lyktin blandaðist beiskri líkamslyktinni.....thi hi hi.... en jæja. Allaveganna við ákváðum að starta bifreiðinni. Og hvað gerist, einhvernveginn álpaðist druslu slangan í viftureimina og steindrapst. OOOOOOOO, ég var rosa sár. Ansans. Jæja jæja, ég kemst ekki til búddha himna. Shit.
Ég er að fara til Colombo á laugardaginn og verð til Miðvikudags. Váááááá, hvað ég hlakka til. Ég ætla allaveganna að fara tvisvar sinnum í alnudd og alnudd og alnudd. Shit hvað það verður gott. Ég hitti Sæunni(Vavuniya) þar, Aðalbjörn (Batticaloa), Jens löggu, Helgu löggu og svo héld ég að María komi þangað á sunnudaginn. Það verður næstum því íslendingahelgi þarna. Og ég verð semsagt í Colombo þegar hann vinur allra landsmanna, Prabhakaran, heldur ræðuna sína frægu á mánudaginn. Spennandi. .....Bara svo þið vitið af því......
Ég hugsa að ég nenni ekki að hafa svo miklar áhyggjur af blogginu mínu á meðan ég er í Colombo og ég get heldur ekki tekið tölvuna mína með þar sem að við megum bara hafa 15 kíló með okkur tilbaka. Shit maður, annar skórinn minn er 15 kíló....æi þið vitið hvað ég meina. Ég verð að kaupa mat líka, allt smjör búið og sulta og svoleiðis. Jæja jæja, shit au þetta reddast líklegast bara allt er það ekki.
Nóg í bili, ég vona bara að EINHVER hafi nennt að lesa allt þetta rugl, vá hvað maður verður ruglaður stundum. Thihihihi.......
Lov u all og hlakka geðveikt mikið til að koma til Noregs og Íslands um jólin.
Kús, kos, kram, klem, faðmlag, allt frá mér til ykkar.




Monday, November 20, 2006

DAUÐI, SVARTIR TÍGRAR OG GRÁ HÁR


Hæ sæta fólkið mitt á íslandi og víðar

Hvað er títt, jú það er nú margt að gerast hérna á Sri Lanka, eins og venjulega. Ég veit eiginlega ekki hvar ég á byrja og hvar ég á að enda. Það er allaveganna allt að fara á annann endann hérna(nei núna er ég aðeins að ýkja).......á laugardaginn voru 5 stúdentar drepnir og 10 aðrir voru fluttir á sjúkrahús. Þau voru fyrir, það er ekkert annað að segja um það. Svona eru mannslífin metin sumstaðar.Það er bannað að drepa hundana á götunni þó að þeir séu að drepast úr hungri eða einhverju öðru, en það má drepa næsta mann, ekkert mál gjörðu svo vel.Ég skil þetta bara ekki. Allir hérna eru svo yndislegir og góðir eða er ég bara svona HRIKALEGA bláeyg og tralalalalal íslensk. En ég skil hvers vegna svörtu tígrarnir eru til.

Svörtu tígrarnir eru sjálfmorðsveitin hans Prabhakarans. Ef að fólk byrjar að meta lífið svona lítið hlýtur að vera auðveldara að deyja fyrir einhvern ákveðin málstað!? Eða.....hvað haldið þið?
Mér er byrjað að þykja ofsalega vænt um fólkið hérna. Það er búið að búa við hrikalegar aðstæður í rosalega langan tíma en samt finnur það alltaf fram brosið. Ótrúlegt og ég er alltaf að undra mig yfir þessu. Getur maður virkilega vanist svona lífi? Kannski þegar maður þekkir ekki neitt annað. Og svo er ekki eins og íbúar Jaffna eigi marga möguleika. Það fær ekki mat, ekki bensín, ekki að fara með bát burtu héðan, né flugvél og já A9 þjóðvegurinn, sem er vegurinn út úr Jaffna er lokaður og á ekki eftir að opna á næstunni. Nema.....eru til kraftaverk....ég vil gjarnan trúa á þau akkúrat núna og fá eitt hingað sent með hraðboða á fráum hesti takk.

Núna eru 6 dagar í afmælið hans Prabharkaran og 1 vika í hina árlegu ræðuna hans sem að allir bíða eftir með öndina í hálsinum. Ég skil ekki hvernig nokkur þorir að vera forseti þessa lands með hann Prahbarkaran á móti sér. Maðurinn virðist eiga 101 líf, svörtu tígrana og þykir ekkert rosalega vænt um stjórn þessa lands. Úúúú, scary, not for me.
Ég er búin að finna einn yndislegan strák hérna sem að er ´bróðir minn´........thi hi hi. Við töluðum endalaust um strákana hans og stelpuna mína á meðan við hlupum hring eftir hring á lóð hjá yfirgefnum háskóla. Það var æði. Hann sagðist hafa fattað mig útaf tattóinu......svei mér þá ef ég verð bara ekki meira kvenleg þegar árin fara að síga inn...thi hi hi.
Árin já....ÉG ÞARF AÐ LITA Á MÉR HÁRIÐ....Ég sé grá hár...for helvete. Ég sem var í góðum litunargír og sá aldrei gráu hárin og trúði því stanslaust að ég væri 26!! Ég fann bara brjóstin detta niður og rassinn seig niður á hæla við þessa gráu sjón. HJÁLP!!??
Sko, núna er ég byrjuð að kvarta um einskisverða hluti, aldur, brjóst og rass, þá er tími til að slútta þessu held ég.
Nota sætu kveðjuna hennar Evu, CIAO ;)

Saturday, November 18, 2006

.........ÉG FANN LYKILINN......


Lykillinn er fundinn og ég stórfallin!!!
Súkkulaðið var alveg ógeðslega gott og ég skammast mín gífurlega........ekki. Þið megið ekki spyrja hvar ég fann lykilinn en ég var búin að fela hann alveg gífurlega vel og bjóst bara ekkert við að finna hann aftur. Svona getur maður haft rangt fyrir sér.
Nammi namm súkkulaði de lux
Annars er bara allt ágætt að frétta héðan. Ég er búin að vera dugleg að æfa og verð þá líka í betra skapi og vinn betur (held ég allaveganna)
Greyið Sæunn er veik og er í Colombo á sjúkrahúsi......eða hún á að vera á sjúkrahúsi en heimtaði að vera á hóteli.....týpískt hún kannski. Vantar ekki að hún sé ákveðin.
Gunnar góði er í Kilinoche, aleinn, með fullt af Tamíl tígrum og hann segir að hann hafi það bara rosa gott.
Helga og Jens eru að koma á mivikudaginn til Colombo og ég ætla að reyna að hitta þau þar. Við höfum alltaf afsökun að okkur vanti mat og kannski ég geti bara keypt hann í Colombo, akkúrat þegar þau eru þar. Nei, nei, ég tek mér bara tveggja daga frí. Vona að það takist.

Jæja ég ætla að fara að drulla mér að æfa þar sem að ég klikkaði í gær. Æfði að vísu í hálf tíma í morgun en það nægir víst ekki......er það.......

ég er svona að æfa.....og öryggisverðirnir skilja ekkert í mér hvað ég sé að gera....svitna eins og grís.....

Kús kús frá mér.

Wednesday, November 15, 2006

....BARNARÁN OG MICHAEL ´GÓÐI´JACKSON....

Halló darlings........

Börn eiga ekki að taka þátt í stríði............en það er alltaf að gerast!! P.s. enginn á að vísu að taka þátt í stríði en þið vitið hvað ég er að meina.
Það er mikið talað um barnarán hérna í Sri Lanka eftir að kanadamaðurinn Allan Rock var hérna í seinustu viku til að athuga ástandið hérna í landinu. Hann kom með beitta kritík á stjórn Sri Lanka og það er jammen ekki vel liðið. Vona bara að það komi eitthvað jákvætt út úr þessu og að barnaránum minnki hérna. Við styðjum það hopp og hei.

Og í öðru lagi varð ég bara að senda þessa litlu ´skýtlu´ til ykkar þar sem að hann Michael er kominn aftur á sjónarsviðið með ótrúlegt ´comeback´.

Og hann prófar sig örugglega aftur og enginn lærir af reynslunni.

Lov u all

D ;)

Tuesday, November 14, 2006

......EGG OG PENINGAR....

Halló litlu eggin mín.

Já egg eru jammen dýrmæt. Ég er/var orðin ógeðslega þreytt og leið á eggjum útaf því að við fengum þau alltaf í morgunmat. Núna er næstum því ómuglegt að finna egg og þá sakna ég þeirra alveg rosalega. Hvar eru eggin. Jú eggin eru nærri því búin af því að hrísgrjónin eru nærri því búin vegna þess að þá geta eigendur hænanna ekki keypt hrísgrjón fyrir þær svo þær fái mat og verpi EGGJUM. Svo að nú er spáð að það verði eitthvað af hænsnakjöti á markaðinum á næstunni en engin egg. DJÖF.........

Fyrir 3 mánuðum þá kostaði eitt egg ca 8 rub (sem gerir ca 5 kr). Núna kostar eitt egg 45 rub (sem gerir ca 30-35 kr) EITT einasta egg.

Það voru rosa sprengjulæti hérna í gær og ég svaf ennþá minna en venjulega.

EN, ég hef verið dugleg að æfa seinustu daga og haldið lyklinum af skápnum leyndum fyrir mér og sjálfri mér. Thi hi hi. Ég verð víst að koma mér í form til að halda í við Evu, Maggy og Gullu. Annars verður mér bara strítt um jólin.......endalaust. Svo núna er ég í strangri megrun sem byggist á að borða bara hrísgrjón og engin egg.........JE líklegt. Glætan spætan. Borða rosa óhollan innlendan mat, allt steikt upp í olíu, en æfi líka. Það er gott er það ekki. Ekki segja Orra (í World Class) frá þessu takk ;)
Ég í gær eftir æðislegan rigningadans, smá flipp í myndatöku, en samt týpiskt ég.....(segir Gummi)
Nóg um það, ætlaði bara að segja ykkur frá egginu........
LOVE

Sunday, November 12, 2006

.........BÚMM BÚMM OG RIGNING........

........Búmm búmm búmm.......
Það var svo hljótt í gærdag, engin læti í fallbyssunum, svo þægilegt. En um kvöldið gátu þeir ekki haldið lengur aftur að sér og urðu að leika sér smá með baunabyssurnar og héldu fyrir manni vöku hálfa nóttina. Og svo í þokkabót byrjuðu einhverjar kirkjuklukkur að hringja kl 04.15 í nótt. HALLÓÓÓÓÓ..........ARG.

Núna rignir eins og það sé helt úr tunnu og þá er bara eitt að gera, halda sig inni. En, eitt vandamál, maður verður pínu leiður á að vera alltaf með sama fólkinu, og ekki er ég svo skemmtileg að ég geti skemmt sjálfri mér í tíma og ótíma. ‘What to do’??
.....i´m boured.......
Búin að skemmta mér SVAKALEGA vel í dag við að skoða risastóra kakkalakka, fullt af maurum, skjaldböku sem kom allt í einu í heimsókn (þá getið þið ímyndað ykkur regnið) og hlusta á smá íslenska tónlist. Tónlistin var best af þessu held ég bara.

Fór í partý í gær og ætlaði að dansa ´my ass off´en þá var einhver sérstök sendinefnd, með sérstöku ívafi, í sérstöku verkefni, með sérstökum erindreka Kanada, ennþá hérna og þá varð þetta alveg sérstaklega leiðinlegt partý þar sem að við gátum ekki slegið út hárinu. Sérstaka nefndin átti nefninlega að fara í gær en varð svo föst hérna, okkur til mikillar skemmtunar.

Eins og þið vitið örugglega þá eru hlutirnir ekkert að róast hérna og núna bíða allir spenntir eftir ræðu sem að leiðtogi LTTE heldur einu sinni á ári, þ.e.a.s. á afmælisdaginn sinn. Ég held að hann sé 26 eða 27 nóvember. Það verður spennandi að heyra hvað hann segir. Ég er að lesa bók um hann og þetta er ótrúlegt að honum tókst að byggja upp þennan her af Tamílum. Mjög spennandi bók. Já ég er að lesa og reyna að horfa ekki bara á sjónvarpið. Drepa tímann smá ;)

Annars bið ég bara að heilsa ykkur öllum, konum og körlum, og verð að bæta því við að ég er dálítið hneyksluð á þjóðinni að láta hann ´yndislega Árna J, komast aftur á þing. HALLÓÓÓÓÓÓ............

Lov frá Sri.


Ég varð bara að hafa hana með, hún er jú bara rosalega flott!!!!


We must conquer war, or war will conquer us.

Friday, November 10, 2006

.....SHIT OG SKÖMM....ARG

......Íslendingahelgin....OFF!!....

Helga og ég. Helga er að koma til Sri Lanka eftir 12 daga. Jens líka...á ekki mynd af Jens því miður.

Ó my good hvað á ég að gera!!??? Ég var gersamlega komin í stuð að hitta íslendingana á Beach Hotel. Úfffffff.......
En svona getur bara gerst. En dagurinn í gær og í dag eru smá smitaðir útaf þessu.

Ákvað í gær að koma mér aftur í gírinn að hætta að borða svona mikið súkkulaði (sem að mér tekst alltaf að redda mér, er með lager inn í skápnum mínum) Svo ég læsti súkkulaðið inn í morgun og lét sjálfa mig fá lykilinn þar sem að ég treysti engum öðrum fyrir honum. Thi hi hi hi, allaveganna ekki rottunum.

Ég og nammið sem að ég keypti í Colombo. Sælgætisgrís dauðans. Arggggg, af hverju þarf allt sem er gott að vera svona rosalega óhollt.

Svo ætla ég líka að reyna að plana daginn betur svo að ég geti æft. Við erum í vinnunni til svona 17.15 og svo borðum við um 18.00 og það er rosalega erfitt að koma sér að æfa, í litlu horni, alein, seint um kvöldið.....soooooo what to do......(Sri Lankar segja þetta alltaf.....so what to do) Ef að þið eruð með einhverjar frábærar uppástungur þá tek ég gjarnan á móti þeim.

Ætli herinn taki mark á þessu merki sem er á hurðinni minni? NEI, greinilega ekki. Best að hringja í lögguna......frá Reykjavík.


Annars seimó seimó.......alltaf læti hérna. Verð að reyna að sofa betur....for helvete.

Kossar og knús frá mér

Wednesday, November 08, 2006

.....SAKNA YKKAR ROSA ;).....

Litla barnið hans Sudah kokkisins okkar, Cashon, búið að fá mjólkurduft.

Hæ elskurnar mínar.

Núna er mjög langt síðan ég hef skrifað almennilegt blogg. Það er búið að vera brjálað að gera hérna og maður er bara gjörsamlega uppgefinn eftir langan dag á skrifstofunni eða ´hoppandi´í bifreið eftir vegunum hérna. Ég þarf svo rosalega á nuddi að halda þar sem ég lít út eins og kroppinbakur eftir að vera búin að vera með axlirnar upp að eyrum í eina viku.

Alveg rétt ég ætlaði að segja ykkur um ´hvítu sendiferðabifreiðina´frægu á Sri Lanka. Málið er að það er mikið um mannrán hérna á Sri Lanka. Þetta er hræðilegt fyrirbæri sem að hefur verið lengi við líði hérna í landinu. Þetta eru báðar stríðandi fylkingarnar sem að eru að þessu og segji ég ekki neitt meira um það. Allaveganna, þetta er orðin mikil ´goðsögn´hérna og fólk fyllist skelfingu og hrylling þegar það heyrir minnst á ´hvítu sendiferðabifreiðina´. Það skrítna við þetta allt saman er að fólk er kannski að segja frá því að náskylt ættmenni þeirra hafi verið tekið af fólkinu sem að er á ´hvítu sendiferðabifreiðinni´. Svo segir það að enginn hafi séð skráninganúmer bifreiðarinnar(sem er ekki skrýtið þar sem það er orðið kolsvartamyrkur hérna kl sex og svo er ´skammtað´rafmagn hérna). Svo. óvart, spyr maður ´og hvernig er svo bifreiðin á litinn´og áður en maður gat leiðrétt sig þar sem að maður vissi að hún var hvít þá svarar sá sem er spurður´BLÁR´!!???? Ha??!!! Svo maður spyr aftur ´Ha er hvíta sendiferðabifreiðin hroðalega´BLÁ´ á litinn. JÁ, einmitt......... Akkúrat. Þá veit maður það.....og hvenær varð hún svo allt í einu blá? Nei við vitum það ekki........

Shitturinn titturinn eins og Gunni Góði segir alltaf.

Ég svaf samfleytt í 6 tíma hérna um daginn.....af hverju, jú það voru þrumur og eldingar þegar ég sofnaði og ég held að heilinn minn hafi platað mig um nóttina og látið mig halda að fallbyssuóhljóðin sem að heyrast um næturnar og kvöldin væru þrumur. Váááááá´, sofa í 6 tíma samfleytt........ Þegar ég var í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, þá fannst mér æðislegt að vera komin í kyrrð og ró. He he he he he.....maður er nú ekki alveg heill. Og svo vill ég heldur ekki nota eyrnatappa þar sem ég vill vakna ef að eitthvað alvarlegt gerist. U Cí??

Ég held í vonina að það verði íslendingahelgi í lok nóvember og að maður geti hitt hina vitleysingana hérna, rifjað upp Colombo tíma með Sæunni og Aðalbirni og heilsað upp á Jensa flotta skólafélaga sem er að koma hingað og Helgu hestatöffara og löggu með meiru sem er einnig að koma hingað :) Ætli þau geri sér grein fyrir hvað þau eru að koma sér útí.......he he he, nei nei djók. Ég hefði aldrei viljað sleppa þessu tækifæri að kynnast einhverju öðru en Íslandi og Noregi......Takk Kristín E., utanríkisr. og að sjálfsögðu yfirmenn mínir í löggunni sem að ´leyfðu´mér að fara...thi hi hi.
Reyndi að setja inn brosandi mynd af mér en það tókst ekki.

Jæja, var þetta enn einn kvörtunarpósturinn? Vona ekki :) Ekki gefast upp á mér, ég skal ekki gefast upp á ykkur, thi hi hi hi....klikk klikk.

Lov og kús frá mér sem er rosalega þreytt í hausnum og milli herðablaðanna, en held í alla von um allt gott alltaf :)

Monday, November 06, 2006

.......HAPPY BIRTHDAY CARINA 07/11....

Hérna er hún þessi elska ásamt tveimur óþekktum ´konum´(held að þetta séu konur, talandi um butch)
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Carina........hún á afmæli í dag!
Til hamingju með afmælið fallega stúlka í ´Norge´

Hun har bursdag i dag, hun har bursdag i dag, hun har bursdag hun Carina.....hun har bursdag i dag!
Gratulerer med dagen vakre jenta i Norge.
Kveðja frá SRI
P.s. Gunnar Góði í Vavuniya(hann sem var samferða mér) á einnig afmæli í dag!!!! Til hamingju :)

Saturday, November 04, 2006

……..EKKI FYRIR VIÐKVÆMAR SÁLIR……

Hallóóóóó...........





Ók, núna haldið þið að ég ætli að tala um stríðið en nei, alls ekki, nóg komið af því núna. Núna ætla ég að vera svo óforskömmuð og djörf að tala um klósettFERÐ og hversu oft maður rakar sig þegar maður er á svona stöðum……

Ég var semsagt á lögreglustöð um daginn og var alveg að drepast (kannski ekki rétta orðið til að nota hérna en shit au) af því að mig vantaði svo rosalega á klósettið. Svo ég bað túlkinn minn um að spurja hvort að ég mætti nota salernisaðstöðuna þeirra. Það kom dálítið vandræðalegt blik í augun á lögreglumönnunum og þeir sögðu að þeir væru ekki með neina kvenlögreglumenn á staðnum vegna þess að það væri ekki aðstaða fyrir þær hjá þeim.

Ók……hugsaði ég með mér…..og hvað……kvenremban kom upp í mér og ég tjáði mig að sjálfsögðu um það að það væri nú jammen gott og blessað að hafa blandað lögreglulið…..já já ég varð að segja eitthvað. Þá litu þeir bara upp til mín, þar sem að ég er ca helmingi stærri en þeir í alla enda, og bentu mér á bakdyrnar og sögðu um leið að hundarnir hjá þeim væru ekki agressívir. Je right.

Ég labbaði út um bakdyrnar og jújú mikið rétt ég sá ‘klósettkofa’ framundan…..EN HVAR VAR KLÓSETTIÐ!!!??? Íííííí, arg loksins kom að því að ég þurfti að pissa í holu…..ók ekkert mál. Maður hefur nú pissað oftar en einu sinni út í náttúrinni á Íslandi. En og aftur en, ég var búin að gleyma sri lanka flugunum. Þegar ég labbaði inn í litla ‘klósettkofann’ þyrlaðist upp ca 2578 litlar bítandi ljótar flugur. Þær biðu í ofvæni eftir að ég mundi girða niður um mig og setjast niður algjörlega varnarlaus með bláæðarnar tútandi þrútnar út, tilbúnar til stungu og ætis. ARG.
En hvað átti ég að gera…….ég varð að pissa, ég sá fyrir mér blæðandi sár á innri ………læri og fleira…… (carina, ekki lesa meira núna, vont fyrir sálina þína, he he he)

Og nú koma upplýsingarnar um raksturinn. Ég hef ekki verið svo rosalega aktív í að raka mig ‘allstaðar’ síðan ég kom hingað þar sem að ég er augljóslega ekki að sýna neinum neitt…… svo að við getum sagt að sumir séu með ‘loðnar lendur’, eða háruga búska, eða loðna rottu/mús…..já já þið skiljið hvað ég meina.

Og þar sem að það tekur bítandi flugu ca 15 sek að komast í gegnum ‘skóginn’ þá reif ég niður um mig buksurnar og settist á húk(3 sek), reyndi að pissa(3 sek), pissaði(7 sek) og stóð upp aftur og dró samtímis upp buxurnar(1 og ½ sek) =14 ½ sek og bjargaði þarmeð mínu mjúku lendum og bláæðum. Hjúkkídúkkí……….. Húrra fyrir letinni í þetta skipti, vei fyrir loðnum konum….sem að ætla að pissa í holu í útlöndum. Annars vill ég líka sannfæra ykkur um það að ég skal vera dúgleg(thi hi, dúgleg) í að raka mig í kaldari landi en Sri Lanka.

Ég vona að Carina hafi ekki lesið þetta með raksturinn þar sem að hún er mjög viðkvæm fyrir svona J og ef að hún hafi gert það að hún sé með manneskju við hlið sér til umönnunnar og aðstoðar.

Annars er allt ók hjá mér, skrifa um ‘hvíta sendiferðabifreiðina’ næst J

Kús og faðmlag frá mér á Sri.

Wednesday, November 01, 2006

........STRÍÐSYFIRLÝSING........



......ÉG SEGI HÉRMEÐ STRÍÐINU FRIÐI Á HENDUR....

Peace is not something you wish for; it's something you make, something you do, something you are, something you give away.
Robert Fulghum, takk Togga

Ók, ég vona að sem flestir séu sammála mér með þetta. Það er svo skrýtið að stundum finnur maður bara að eitthvað liggur í loftinu.....guði sé lof þá hefur maður ekki alltaf á réttu að standa og ég vona að þetta sé eitt af þeim skiptum.

Ég/við vorum á ‘Maria´s’(pínu bar hérna) í gær þar sem að okkur var boðið í afmæli hjá ítölskum manni sem að vinnur hjá einni hjálparstofnuninni. Mjög nice, gaman að hitta annað fólk en samstarfsfólk sitt. Ætlum að spila blak í kvöld, ef að það rignir ekki, og tvö partý um helgina. Jibbíjei.


Það minnir mig á það að maðurinn sem að kallaði mig ‘butch’ hérna um daginn er farinn en þau hin ákváðu að halda millinafninu mínu og var ég því nokkrum sinnum kölluð ‘butch’ í gær. Shit au. Er ég bara ekki pínuokkulítið butch? Verð ég ekki bara að viðurkenna það....he he he...

Ætla bara hafa þetta stutt í dag þarsem seinasti póstur var ALLTOF langur.


Kús frá Srí.......ekkert stress.... bara hress...