Sunday, May 06, 2007

…..LOKSINS SMÁ SÓLBAÐ…..

ALLÓ ALLÓ

Hæ góða fólk á Íslandi og víðar.

Eins og sumir vita er búið að vera kolbrjáluð fossandi dúndur rigning hérna á Sri Lanka svo að allt er í klessu hérna. Það er búið að flæða út um allt, fólk er búið að deyja vegna flóða.....og svo virkar ekkert á skrifstofunni hjá okkur. Internetið er farið fyrir nokkrum dögum síðan en er komið aftur...guði sé lof. ...Ég og Lars vorum að keyra frá skrifstofunni að hótelinu þegar ég tók þessa mynd...
Það er búið að vera rosa mikið að gera í vinnunni og ég var orðin rosa þreytt í gær eftir vinnuvikuna. Og sú næsta verður sko ekkert betri svoleiðis en ég fæ allaveganna smá ´break´þarna á milli þar sem að ég er að fara til Jaffna í vikunni. Jei. Það er æðislegt að fara þangað en ástæðan er ekkert rosa góð ;( segi ykkur það næst.

Ég var í sólbaði í morgun með Kristinu, Janniku og Anne. Okkur veitti sko ekkert af. Maður er orðin grár á því að sitja inni á skrifstofu og bara vera við símann og tölvuna...alltaf. Úfffff. En svona er þetta bara núna en ég vona að þetta fari að breytast.
....Sól sól skín á mig....
Eins og ég var búin að segja við ykkur áður þá vinnum við 08-17 alla virka daga (yfirleitt lengur) og svo á laugardögum frá 08-12. Við erum samt alltaf í vinnunni ef þið skiljið hvað ég meina.

Ástandið hérna hefur ekkert batnað að undanförnu nema að núna voru bretarnir að stimpla sig inn í leikinn. Getur verið spennandi að sjá hvað gerist þá.

Af mér að frétta er það bara seimó seimó....rembist við að æfa...nenni því samt ekki....og get ekki hætt að éta óhollustu. Ég held að ég sé að verða háð þessu strögli með æfingu og áti. Og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég var þung um daginn.......ÓNEI..... það verður að bíða betri tíma þegar ég get sagt að ég VAR svona þung en NÚNA er ég léttari. En eins og ég segi SEINNA.
Annars er Helga lögga í Trinco að standa sig eins og hetja í bæði vinnunni og svo hörkuprógramminu sem að hún er í. Algjör nagli dauðans. Allir sem að koma frá Trinco segja þetta en ég sé hana aldrei og er farin að sjá hana fyrir mér sem einhverja henglu..en ég VEIT að Helga verður aldrei hengla. Og hananú. Og svo er Gestur kærastinn hennar að koma í heimsókn til hennar í ´Júní´? Held ég.

Hjöbbi brósi átti afmæli 05.05, Atli 15.04, Jóna Bj 01.05 og ég óska þeim til hamingju með það. Gleymdi að hringja í Atla og J B....sorry!

Og Christin, vinkona hennar Carinu, eignaðist heilbrigða fallega stúlku þann 04.05....jei og hurra...Gratulerer Christin, Stian og Isabel.´The happy family'

Love ya all....

smá hérna til að leika sér með ;)

14 comments:

Anonymous said...

Kvitt
Kv.Beta

Anonymous said...

G.Fylkis. grunsamlega nálægt Betu í tíma.......

Anonymous said...

Hæ, hæ

Ekki trúa öllu sem að þú heyrir :)

Hlakka til að sjá þig

Kv. Helga

Anonymous said...

*kvitt*kvitt*

pínu andlaus á mánudagsmorgni eftir góða helgi ... hafðu það gott sæta ;)

Fam/Fjölsk Borge said...

Beta:
Góður...ég skamma þig fyrir að hafa ekki heilsað og þá ertu bara fyrst að kvitta. Góð.
Gummi:
Já....hmmmmm...skrýtið.....
Helga:
Ég trúi öllu sem að ég heyri um þig.....væna.
Raggý:
Allt í lagi, ég er það líka. Kús kús.

Anonymous said...

Eh, var bara að kíkja á síðuna þína í þessum leiðingarpróftíma og hvað sé ég? Afmæliskveðja! En gaman að þú skulir nú hafa munað eftir afmælinu mínu sæta skvísa! Njóttu dagsins snúlla, JB

Anonymous said...

Babyen har fått navn. Hun skal hete PERNILLE og det kler henne veldig godt. Hun er bare så vakker. Hørte at eggstokkenen mine klinga i takt med klokka når jeg holdt henne.
pratet jo med deg i sta så det er ikke noe nytt å melde, bortsett fra at jeg savner deg innmari mye om dagen. Klarer nesten ikke vente med å se deg.

Anonymous said...

Sjáumst á laugardaginn :)

Kv. Helga

Fam/Fjölsk Borge said...

Jóna B.:
Auðvitað man ég eftir afmælinu þínu........Bið að heilsa öllum.
Carina:
Æsj.....spark litt i henne fra meg. Kyss kyss
Helga:
Hlakka til að sjá þig á laugardaginn líka...úfffff, æfa og ekkert nammi.

Trine Beate said...

Hallo, søta!
Vær forsiktig på Sri - gleder meg masse til å se deg og Carina i juni, det er jo ikke lenge til! Randi er også spent:-) Kos til dere begge

Anonymous said...

hæ systa nýjar myndir komnar af tvibbunum
kv
hjörvar

Anonymous said...

Jæja skvís .. nú er alveg kominn tími á meiri skrif hér :D

Anonymous said...

Hæ hæ skvís eða smali nr.1 thíhí. Ertu ekki enn í ströngu aðhaldi, eins og við öll? Er það ekki óleikur að vera senda þér nammi???
Vona að þú hafir það gott, gaman að fá Helgu til þín- strangur agi framundan, verður að drífa þig í að éta allt nammið þitt í dag svo hún hendi því ekki....
Kær kveðja SE

Fam/Fjölsk Borge said...

Trine:
Oooooooo, jeg gleder meg sá til á se dere i Juni. Jei
Hjörvar:
Myndirnar voru svo rosalega sætar...úffffff ég klikkast hérna á Sri....Klikk klikk....
Raggý:
Arg....ég veit þetta sko alveg, það er bara svo rosalega mikið að gera núna.....úfffff. Verður vonandi betra eftir svona 2 vikur.
Steinunn:
Takk Steinunn ;) alltaf styður þú mann takk fyrir. Kús.