Monday, April 30, 2007

OG LÆTIN HALDA BARA ÁFRAM.

FULLT AF MYNDUM......EN BARA HÉRNA.....NENNI EKKI HINU.....
Ansans...ég er alltaf í sama bolnum..... Ég, Toril og Jannike..strike a pose.
Þetta er orðið svakalega skrýtið hérna þar sem að tígrarnir halda áfram að færa stríðið niður til vestur Sri Lanka þ.e.a.s Colombo og nágrenni.

Það gerðist aftur á aðfaranótt sunnudags að ég allt í einu heyrði svaka læti þar sem að ég lá í rúminu og horfði á Nikita (am þættina).....og by the way hún Nikita er GEORGEUS.
Nammi namm Nikita....úffff Carina ég sakna þín....
Ég fór út að glugganum mínum og sá svona starwars ljós koma yfir hótelið.......vá vá....ég hljóp út í ganginn, í náttfötunum (og já ég sef í náttfötum stundum), og að hinum glugganum sem að snýr að flugvellinum. Þaðan var verið að skjóta rauðum leitarljósum á fullu og ljóskösturum var beint út í loftið í leit að litlum máluðum ´cessnum´. En......þeir fundu ekkert og enn einu sinni komust tígrarnir upp með það að ráðast á GoSL (stjórnina) og valda skaða án þess að missa flugvél. Úfffffamæ.
Ég er svo hrædd um að stjórnin verði að svara þessu og reyna að granda þessum ´cessnum´en núna eru þeir búnir að reyna í margar vikur og þeir finna þær bara ekki!! Enda er svakalega erfitt að finna þessar vélar þar sem að þær þurfa engan flugvöll til að hefja sig til flugs...samanber í Fljótavík.

Annars er ég alveg í góðu formi hérna á Sri Lanka nema að ég sé rosaleeeeega eftir að hafa keypt svona mikið nammi á Íslandi þegar ég fór þaðan. Helga var að segja mér að fela það......ég reyndi það um daginn en ég fann það bara alltaf aftur??!!! Skil ekkert í þessu??!!
Ég reyni nú að æfa alltaf reglulega en stundum tekst það bara ekki því miður. Ekki það að viljinn sé ekki fyrir hendi...ó jú.... en það er stundum bara svo mikið að gera og við erum auðvitað í vinnunnni frá 0800-1700 og komum því oft ekki á hótelið. Er samt byrjuð að synda smá á morgnana og það er rosa fínt. Það fyndna er að Carina byrjaði að jogga á morgnana samtímis og ég byrjaði með sundið. Þetta er eiginlega mjög furðulegt þar sem að hún syndir venjulega (hún HATAR að jogga) og ég hleyp venjulega (ég HATA að synda.....og jogga) STRANGE........


Uuuuu ég Ísland
Uuuuu Kristján Ísland
Ein stelpa sem er að vinna hérna átti afmæli í dag (30 apríl) og við borðuðum saman í því tilefni. Þetta var alveg frábært og ég, Kristján, Linda og afmælisbarnið hún Kristín hlógum svo mikið að okkur (sérstaklega mér) varð flökurt. Vá.....ástæðuna sjáið þið hérna. Myndirnar útskýra hlutina alltaf best.
Á móti
Iiiiii Kristin, Norge
Iiiiii Linda, Norge líka
Ég sakna ykkar voðalega mikið alltaf og hlakka til að koma heim til Íslands aftur.....og ekki verra ef að Carina verður þar líka ;) Jei.

P.s. seinustu fréttir núna, óstaðfestar, eru að tígrarnir hafi skotið niður eina MIG 27!! Það er bara allt að gerast núna.
Lov u.......og kyss kyss til allra.....og knús til litlu sætu strákana Enok og Ísar. ARG......klikk klikk.....

10 comments:

Anonymous said...

Farðu bara að drífa þig heim stelpa!!Ástæðulaust fyrir ykkur að missa nætursvefn útaf hávaða þarna ytra. Það er miklu meira fjör hérna, kosningar og júróvisjon á næstunni og svo er þessi rjómablíða.

Anonymous said...

maður verður bara að "skamma" þig smá og þá fær maður fréttir :D

hlakka til að fá ykkur Carinu heim .. *knús&kram*

birtumamma said...

Heyrðu, ég skal fórna mér!
Ég ætlaði að hætta að borða nammi og fara að æfa GEÐVEIKT mikið, á morgun sko... en ég fresta því þar til eftir að þú ert komin heim svo þú verðir miklu mjórri en ég og þér líði betur. Ok ?
Kv
Rúna ;-)

Anonymous said...

Hæ, hæ!

Hrikalega góð hugmynd að fela nammið :)

Nei!!! ég hef þá falið það hér! Vei best að fá mér hehehe...

Ég er með aðra hugmynd: Kláraðu það bara allt í dag!!

Kv. Helga

Anonymous said...

Hæ skvísa, fáðu einhvern annan til að fela nammið þitt. Alltaf gott samt að fá sér smá, sem reyndar vill verða svolítð mikið...
Bið að heilsa Kristjáni.
Hafðu það gott, búið að vera alveg 2ja stiga hitatölur upp á síðkastið hér. Hafðu það gott.

Fam/Fjölsk Borge said...

Inga-
oooooooo júróvisjón...oooooo.....vildi óska að ég væri þarna með ykkur ;)
Raggý-
Já mér veitir ekki af smá ´pushi´inn á milli. Þú verður bara að sparka í mig svona öðru hvoru.
Guðrún-
Guðrún....þú ert sko sannur vinur!!! Takk fyrir þetta. En ekki vera að fórna þér fyrir mig. Byrjaðu bara að æfa...ég veit að þig langar svo rosalega til þess ;)
Helga-
Djö....Jens skildi eftir rúsínur á skrifstofunni og ég ´fann´þær!!!! Andskotans. Allt honum að kenna...ég varð auðvitað að borða þær.
Steinunn-
Ég skal sko biðja að heilsa honum ´Krissa´í Kili. Hann var flottur hérna um helgina. Hi hi hi.... Kús kús

Anonymous said...

G.Fylkis. Dagný, búðu bara til áætlun um það hvernig þú ætlar að klára nammið og haltu þig við áætlunina. Veit ekki alveg hvort það sé betra að vera með oft og lítið eða sjaldan og mikið, þú finnur út úr því. Þér hefur ekki dottið í hug að gefa tígrunum endurskinsmerki til að setja á flugvélarnar........

Anonymous said...

Farðu varlega stelpa og komdu þér heim!!!!!!!!!!!


Toggan.

Anonymous said...

Kan vi ikke bytte tilbake den treninga æ Dagny min?.... Jeg begynner å svømme igjen, og du jogger. Fasikern, jeg blir jo bare kvalm!!! Virkelig HATER det.
Ellers synes jeg snart du skal takke for deg der nede nå når det skjer så mye. KOM HJEM !!! Litt redd for deg jeg. Savner deg så veldig også. Hør på Inga!

Vi ses om en mnd tid :) :) :)

Anonymous said...

já og by the way.....Gillette rakvélafyrirtækið hringdi og vildi nota þig í auglýsingar!! Fannst þú svo vel rökuð í andliti að þeir trúðu ekki að þú værir Dragkóngur Íslands:) Til hamingju með að vinna keppnina:)