Monday, April 16, 2007

,,,,...,BÓNORÐ, SKÍRNARVEISLA......

Jahá hlutirnir gerast hratt á Íslandi.


Fyrst kom æðislegt bónorð frá Carinu.....ástarbók og kropið á hnén......og Já ég sagði JÁ. stórt stórt JÁ!! Elska þig Carina Borge :)
Þetta var æðislegt og ískalt...hringirnir voru næstum því of stórir þar sem að fingurnir okkar skruppu saman í kuldanum á Íslandi. En veðrið var æðislega fallegt. Á endanum fórum við bara í piknik inni ;) Og sjáiði hringinn....pling pling.
Og p.s. JÁ við skáluðum með orkudrykk. Árin 12 haldast ennþá óbreytt.
Og svo voru litlu sætu æðislegu yndislegu fallegu pissandi strákarnir skírðir Enok og Ísar/Ísar og Enok. OG ÉG VAR ANNAR SKÍRNARVOTTURINN :)

Allir á Helgalandi stóðu sig eins og hetjur þar á meðal Enok, Ísar, Hjörvar, Birgitta, Mamma, Katla og bara allir. Jiiiii hvað manni er orðið illt í andlitinu eftir að hafa brosað svona til strákanna og að þeim. Og hvað er þetta með að bíða alltaf með að pissa þangað til að bleyjan er farin af. Já sérstaklega þú Ísar :) Og pabbinn þinn svoooooooo stoltur af því að pissaðir svo ´langt´!! He he he....

Og Hjörvar og Birgitta eru bara Æðislegir foreldrar. Lov u all.

Og svo smá ball á sunnudeginum. Eiginlega bara smáatriði miðað við hitt en það var mjög gaman og ég og Eva dönsuðum eins og brjálæðingar....og svo heyrðist alltaf öðru hvoru.....Pling pling....Hringurinn minn glitraði og kallaði hástöfum á hinn hringinn.


Allaveganna ótrúlega fín ferð til Íslands núna um páskana. Og svo er það næsta stóra í mínu lífi......giftingin hjá Ingu og Raggý....Ji ég hlakka til. Það er bara svo mikið gott sem að ég er að upplifa að ég á ekki orð......eða....ég ekki orð....það passar bara ekki.....hmmmm.
LÍFIÐ ER BARA ÆÐISLEGT.

SAKNA YKKAR ROSALEGA......SÉRSTAKLEGA....... ÞIÐ VITIÐ HVER ÞIÐ ERUÐ......EN TVEIR GETA VÍST EKKI ENNÞÁ LESIÐ. (UNNUSTAN MÍN :), FJÖLSKYLDA MÍN, VINIR MÍNIR OG VINNUFÉLAGAR)

KÚS TIL ALLRA.

19 comments:

Anonymous said...

Elsker deg også forloveden min. Ringen min plinger også hele tiden for å få din hit til meg :)
Takk for en flott påske. Du er den beste!

Anonymous said...

Vi skålet i krystallglass da :) He he he....

Anonymous said...

Það var mikið. Til hamingju með allt. G.Fylkis

Anonymous said...

Elsku besta vina mín til lukku með allt, líka að vera komin út aftur. Nú er þetta fljótt að líða restin af tímanum. Ætlaru ekki annars að framlengja? Hafðu það rosa gott, heyrumst, sakna þín....
Carina líka til lukku með að hafa landað gellunni, góður kostur á ferð.
Kveðja Steinunn

Anonymous said...

JIMINNNNNNNN hvað Anna er GLÖÐ GLÖÐ GLÖÐ með ykkur endalaust Til hamingju með þetta LÖNGU LÖNGU komin tími;)Svo erum við alma að fara til tælands eftir 33 daga:)í 6 vikur BARNLAUSAR og bara að hafa það ljúft ljúft og já alveg sammála með að LÍFIÐ ER YNDISLEGT:)og þið sætastar......kveðja Anna Dögg

Anonymous said...

Æðislegt að fá að hitta þig elsku D mín og enn og aftur til hamingju með ykkur Carinu. Þið eruð yndislegar báðar tvær. Ísar var yfir sig hrifin af bótinni á buxunum;)

Anonymous said...

hæ sæta stelpa.. er enn í sælu vímu með þetta allt saman.. er svo ótrúlega glöð með ykkur.. sakna þín strax og get ekki beðið eftir að fá þig aftur heim..

Anonymous said...

Til hamingju aftur með þetta allt saman .... ánægð með Carinu að fara á skeljarnar og plana þessa fallegu stund fyrir ykkur :)

Hlakka svo til að fá ykkur heim í júní ... víííí :D

Anonymous said...

Ég vil sko fá stóra mynd af hringnum takk. Selma

Anonymous said...

TIL HAMINGJU elsku Dagný og Carina. Var ekkert smá glöð þegar Eva sagði mér frá bónorðinu :)
Takk fyrir síðast á Q bar..það var rosa gaman að hitta þig og taka sveifluna með þér :)
Hafðu það ofsa gott..
Knús frá Beggu

Fam/Fjölsk Borge said...

Carina:
Pling pling....elsker deg ogsá forloveden min.

Gummi:
Já alveg kominn tími hjá henni að fara á skeljarnar takk.

Steinunn:
Takk takk, við erum sko flottar saman. Er að hugsa um að framlengja um 2. HOM er búinn að biðja mig um það. Ætla að sjá til.

Anna Dögg:
Takk takk esskan. Skemmtið ykkur rosa vel í Thailandi. Bið að heilsa Ölmu. Kús kús. P.s. ég er komin með neglur.......ekki nagað síðan ég kom hingað. thi hihi.

Hanna:
OOOOOOOOOO, sömuleiðis gaman að sjá ykkur. Ísar er líka bara draumur í dós. Kús.

Maggý:
Takk elsku vinkona mín. Hlakka líka til að sjá þig aftur. Lov.

Raggý:
Já já já Júní kemur bráðum. Trallalallalallalal ég hlakka svo til.

Selma:
Ók elskan ég skal redda því á næsta bloggi. Lov u sys.

Anonymous said...

Til hamingju :p

-Berglind 0731-

Anonymous said...

Æði, æði, æði aftur til hamingju, þið eruð æði!!

Farðu svo að koma til Trinco!

Saknaðarkveðja, Helga

Anonymous said...

Til hamingju báðar tvær, yndislegar fréttir. Gaman að fá að sjá þig Dagný um daginn þótt stutt væri.

Anonymous said...

Innilega til hamingju Dagný mín! Gríðarlega ánægjulegur áfangi fyrir ykkur stöllur! Ég hef tekið gleði mína á ný eftir flugvallar "atvikið" ;)

kær kveðja, Gestur (HENNAR HELGU!!!!!!!!!!)

Fam/Fjölsk Borge said...

Berglind:
Takk fyrir þetta :) Vona að allt gangi vel í skólanum. Biddu að heilsa honum Árna frá mér.....honum með rauða pennann.

Helga:
ÉG VEIT!! Takk og já mig langar að kíkja til þín.....eða fá þig hingað.....úfffff.

Aldís:
Hæ flotta og takk fyrir það. Já það var rosa nice að sjá þig þarna um daginn. Þú lítur ROSALEGA vel út.

Gestur:
Hmmmmm.......uuuuu.....sorry!! En gott að þú sért búinn að jafna þig. Hjúkk. Takk fyrir það og hlakka til að sjá þig aftur. Ég skal reyna að þekkja þig þá ;)

Anonymous said...

Hæ elsku besta Dagný! Sakna þín svo mikið hérna!! Uffa!!

Takk fyrir dansinn, spjallið og allt!

Knús, EM

Anonymous said...

Til hamingju Dagný mín Og Carina. Komin tími til fallegu konur:)

Toggan.

Anonymous said...

Innilega til hamingju báðar. Og megi lukkan eltast við ykkur um allar trissur (hvar á kringlunni sem þið eruð/verðið staddar) nú og alltaf.
Bidda og Sigrún Steinaldarkellur.