Tuesday, May 15, 2007

......THAI EÐA EKKI......EÐA BARA EITTHVAÐ.....

Helga, Jens og Aðalbjörn á Hotel Hilton. Jei. Rosa gaman.
Blessuð og sæl öll sömul.
Eins og þið vitið þá er ekkert frá svo rosalegu miklu að segja þessa dagana. En.....það gerðist dálítið fyndið hérna um daginn þegar Helga kom hingað til Colombo. Við ákváðum semsagt a gista á Hilton hóteli ég, Jens, Helga og Aðalbjörn. Hilton hótelið var rosa töff og ekkert meira um það að segja. Eða jú við fengum það svaka ódýrt þa er að segja 55 dollara nóttina fyrir mig og Helgu. Við ákváðum að sofa í sama herbergi til að geta kjaftað......sem að varð svo að því að Helga talaði en ég á meðan ég gat ekki haldið uppi augunum af þreytu....en hún sofnaði víst líka að lokum. (p.s. Helga hefur ekki vakað framyfir 12 2 x á seinasta hálfa ári, að meðtöldu gamlárskveldi)

ANYWAYS.....

Við komum á R and B ca kl hálf eitt og jú jú kvöldið var að vísu dálítið ´dökkt´en það þarf ekkert að vera verra. (mikið Sri lankan búar, lítið um International)
Svo tók ég eftir að ein Thailensk var eitthvað að horfa á mig en ég leiddi það bara framhjá mér. En svo kom hún til mín og bauð mér að dansa......J, H og A ætluðu ekki að halda vatni af hlátri....Ég roðnaði og sagði ´No no I just came, need to drink a little´og hélt orkudrykknum hátt á lofti til að sanna fyrir henni að ég væri ekki að ljúga. Hún hélt bara áfram að brosa og sagði bara ´tú dansi medur my leiter´? Ég hélt áfram að vera dálítið geðsjúklingarleg og hristi bara hausinn..jes jes....

.......OG ÞETTA VORU ÞÆR.....
Ok....J, H og A voru núna orðin sveitt af áreynslu. Ég leit á þau hristi hausinn og sagði....shit maður hvað þær Thailensku eru allar eins....þær minna mig allar á nuddarana í Angus (Cinnamon nudd) Jiiiii hvað maður er klikkaður. Þetta batnaði svo ekkert þegar 2 aðrað Thai löbbuðu alltaf bakvið mig og voru eitthvað að koma við axlirnar mínar. Ég tók þessu bara eins og sönn súper kúl nýtrúlofuð lesbía og lét eins og ekkert væri og leit bara í hina áttina.
En leikurinn héldur áfram....allt í einu birtast þær allar 3 fyrir framan mig og segja við mig ´Ú dónt nów oss´?? We all have massasge u!!!!!! ......Þær byrjuðu bara að nuddamig..... He he he he he he he og svo byrjuðu þær að nudda á mér axlirnar og voru þarna bara 3 og hlógu og djókuðu og J, H og A voru fyrir löngu lekin undir borð útaf geðsýkislegum hlátri sem var byrjaður að breytast í smá öfundshlátur þar sem að fólk var farið að stara á stóru hvítu konuna sem að var umkringd af litlum sætum Thailenskum nuddurum. Ég leit út eins og stór hórumamma. Í alvöru. Frekar fyndið. Þetta var allaveganna upplifun sem að ég get skrifað um í blogginu……í sannleika sagt þá var það það eina sem að ég hugsaði um þegar þetta gerðist ´YES núna hef ég EITTHVAÐ til að skrifa um´ Hjúkk. Ting, Tang, ég og Túng.....eða ég man ekki alveg.
Við fórum aftur á Hilton, með ´threewheler´(túkk túkk) kl ca 0230hrs og vorum stoppaðar 4 SINNUM á leiðinni af löggunni. Þetta er bara að versna sjáið þið til. Ég sé bara ekki hvernig þetta á eftir að enda.

Núna er ég stödd á stað sem að heitir Habarana og er á miðju Srí Lanka. Við erum að fá ALLT National staffið hingað og hafa ráðstefnu. ÆÐISLEGT. Meira að segja gátum við fengið staffið frá Jaffna hingað.....þó að það var sko ekki auðvelt. Greyið litla Anu sem að vann með mér í Jaffna er rosa veik þar sem að hún er ólétt og hún er sú eina sem að er ekki ánægð með það. Hún er þrjóskari en asni og ÆTLAR sér á þessa ráðstefnu (skiljanlega)

Ég er að skipuleggja allt þetta praktíska í kringum þetta þ.e.a.s. hótel, mat, bilferðir, Jaffna flugið og svoleiðis. Búið að vera rosalega mikið að gera en maður hefur haft gott fólk að hjálpa sér ( takk Susanthie og Jens) þetta er æðislegt hótel þó að 2 stórir kakkalakkar hafi ákveðið að deila herbergi með mér. Einn fór í sundferð (klósett) og hinum var sparkað út um útidyrnar. Svona er það bara. Og já það fyndna er að núna kemur reynslan sér vel frá því að hafa verið að skipuleggja atriði í gay-pride nokkrum sinnum. Alveg að virka J Jens og Helga í VILLTUM dansi.
Carina sagði við mig um Júróvisíon ´Ók Noregur vann ekki, Ísland vann ekki en það var allaveganna lesbía sem að söng vinningslagið´ he he he....talandi um að sjá eitthvað jákvætt í öllu.....dálítið langsótt en ók ´við´unnum allaveganna. (We are familie, systir mín vann)
BÆÓ HÆÓ

8 comments:

Anonymous said...

Så fint at du har blitt så god til å planlegge da. Da kan du ta deg av alt det praktiske rundt bryllupsforberedelsene våre. Det var kjekt:)LOL

Anonymous said...

Bara snilld :)

Verðum að gera eitthvað svona aftur og þá verður þú að halda þér vakandi yfir óggislega skemmtilegu sögunum mínum, mannst að ég var að koma frá Trinco :)

Sjáumst!

Helga

Anonymous said...

Sæl elsku systa.
Gaman að lesa góðar sögur og ertu eitthvað hissa á að þær muni eftir þér? Hver man ekki eftir þér. En ég skil ósköp vel að það hafi verið farið að fara um þig.
Ps. Notaðu einhvern annan lit en bláan undir myndirnar. þú veist ég er orðin svo gömul og sjóndöpur að ég á erfitt með að sjá þetta.
The big drösl.

Anonymous said...

G.Fylkis
ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha

Anonymous said...

Ég er bara sammála gumma: hahahahhahhahahhah !!
Þú ert alveg yndisleg Dagný! ;) *knús&kram*

Fam/Fjölsk Borge said...

Carina:
Neida neida....det er din tur da ;) men greit jeg skal ´hjelpe´.......thi hi hi.
Helga:
Ó mæ gooood já ég var sko alveg að sofna þegar þú varst að segja mér ROSALEGA spennandi sögur...held ég...sorry. Næst Helga, næst.
Big drusl:
Já fólk virðist bara muna eftir manni...úffff er það gott eða vont...spurning??!! OOOO núna man ég að ég er 36 ára....ég á systur sem að þarf að láta athuga sjónina sína..........thi hi hi..mátti til með að stríða þér smá.
Gummi:
Hvaða hvaða....gott að ég get ennþá fengið þig til að hlægja ;)
Raggý:
Takk fyrir það Raggý sæta.

Anonymous said...

Þú ert náttúrulega bara STJARNA hvert sem þú ferð Dagný mín...

Takk fyrir spjallið um daginn.

Elska þig sæta

Anonymous said...

Þetta hefur verið skemmtileg lífsreynsla... Þú vonandi hefur það gott á ráðstefunni:-)
Heyrumst