Saturday, September 16, 2006

Sauðárkrókur, hér kem ég :)

Halló girls and boys.......
Núna sit ég í "rólegheitum" hjá Selmu systur minni sem er rólegasta manneskja í heimi.................NOT!!
Ákvað að skutlast með Marín og Jakóbínu til að tína aðalbláber þar sem mig var byrjað að dreyma "bláa" drauma.......hmmmmmm....gæti misskilist. Og það fyrsta sem ég fékk þegar ég kom þangað var aðalbláber í rjóma með sykri. ÆÐI. Djöfull er það gott. En að tína bláber var ekki alveg að ganga þar sem við keyrðum úr sólinni í RVK (sem gerist ekki á hverjum degi) í rigninguna á Sauðárkróki. En mamma og Þórunn systir hennar voru nú samt úti í brekkunum að tína bláber i regnfötum......right þau eru nú svo góð. klikk klikk.

Fór í morgun og hitti Sæunni í ræktinni. Hver er Sæunn hugsið þið. Jú Sæunn er semsagt að koma til Sri þann 25 og er rosa skemmtileg týpa. Hún er kvenleg en samt meira butch en ég. Já einmitt er það hægt......já Sæunn er svoleiðis. Algjör nagli frá helvíti. Virkilega kúl kona. Gaman gaman. Byrjaði að snúa fugla úr hálsliðum þegar hún var átta ára, en ekki í gamni, kötturinn þeirra hafði limlest þá. Ég sagði henni þá frá þegar ég varð að snúa fugl úr hálsliðnum fyrir 4 árum og er ennþá að grenja yfir því. Hún hneykslaðist á mér og bætti um betur þegar hún sagðist vera nýbúin að selja "Hummerinn" sinn. COME ON!!!!! Nagli, nagli og nagli.

Nóg um þetta ætla að taka myndir af brjáluðu systur minni og fjölskyldu hennar í kvöld svo að þið getið kíkt á þau á morgun. Við erum ca 20 inn í húsinu þeirra. Shit.

Kús og lov.

6 comments:

Anonymous said...

oh mig langar í ber!

Anonymous said...

hæhæ ég ætlaði barRa að láta þig vita að ég hafi fundið bloggið þitt og hlakka til að fylgjast með þér á SrRRi.
kveðja Anna LáRRRRa :)

Fam/Fjölsk Borge said...

-ég er búin að gefa þér ber Eva.........með köku.
-Anna Lárrrra gott að heyrrrrra frrrrá þérrrrr. Vona að þú getir lesið íslenskuna þegarrrrrrrrrrr það errrrrrrrrrru svona fá rrrrrrrrrr í henni :) HE HE HE HE.....

Anonymous said...

Skulle önske jeg var der med dere :)
Hils alle fra meg.
Har hatt det superdeilig pá hyttetur. Gátt i fjellet, kjört bát og spist god mat.

Anonymous said...

Sæl skvísa, heyrðu ég vil endilega fá að skutla þér á völlinn eins og rætt var um í fyrrum bloggi hjá þér.

Ég myndi reyndar helst vilja skutla þér frekar á Rvk flugvöll með áfangastaði eins og Akureyri og Ísafjörð. Perlur þar sem ekki er gerð krafa á hluti eins og "sprengjunámskeið"!!!!!!!
Hugsaðu málið !

Jæja, ég mátti nú reyna.

Allaveganna, ég verð mjög ánægður ef ég fæ að keyra þig á flugvöllinn, jafnvel þó að það sé Keflavíkurflugvöllur. (Reykjavíkurflugvöllurinn býður reyndar upp á skuggalega gott kaffi)

Ég veit annars að þú átt eftir að fara varlega með þig og standa þig alveg eins og hetja þarna úti, eins og alltaf.

Ég er hreykinn af þér fyrir að fara út í þetta og með þetta skömmum fyrirvara, bara aðdáunarvert.

Cheers
BS

Fam/Fjölsk Borge said...

-Carina du er slem slem og slem á gá sánn hele tida :)
-Takk elsku sætastasti Binni minn :) u´re lovely.