Friday, September 29, 2006

......DJUPAR HUGSANIR.........

Hæ elskurnar mínar.

Hvað á ég nú að segja frá núna? Ég var "duty officer" í gær og það gekk nú bara alveg ágætlega. Fékk mjög góða hjálp frá norsku vinnufélögunum mínum. Núna er ég búin að læra að segja Halló "vannakamb" á Tamíl og er líka búin að skrifaþað niður á Shangri en þarf ekkert að nota það þar sem það eru bara hermenn hérna sem að kunna það. Hermennirnir sem við tölum við taka bara í hendina á okkur eins og gert er heima. Hérna er siðurinn að maður lætur lófana saman fyrir framan andlitið og segir "vannakamb". Fólk verður voða ánægt þegar maður segir þetta. Það er nú alveg ótrúlegthvað fólk er í grunninn ánægt hérna. Ótrúlegt.

Við tókum mynd af okkur og "local" starfsfólkinu þ.e.a.s. ökumenn, túlkar, kokkur, húshjálp o.fl. Reyni að láta myndinameð þessum pósti. Starfsfólkið vaaaaaaaaaaar svo ánægt og stolt að vera með á myndinni og tók þessu grafalvarlega. Það tók langan tíma í að sleikja hárið, laga föt, punta sig á meðan það eina sem við gerðum til að líta betur út var að halda inni maganum!!(sem að ég gleymdi by the way) Þau eru bara alger yndi.

Kíki á mbl.is inn á milli og sé að Ísland er ennþá í krísu yfir stórum og alvarlegum málum eins og venjulega. Auðvitað eru þetta stór mál fyrir okkur sem að búa á íslandi. Þetta er bara svo skrýtin pæling.......hvernig er hægt að breyta þessu svo að við getum hjálpað fólkinu hérna til að fá að lifa án stríðsláta og sprenginga. Við á Íslandi erum að rembast við að fá 100 % leikskólapláss fyrir börnin okkar á meðan foreldrar hérna þurfa að lifa í ótta við það að barnið þeirra verði "stolið" af þeim og byggt úr því hermann. ROOOOOOOOOOOOSAlega erum við á Íslandi heppin. Ogsamt erum við að ruglast í lífsgæðakapphlaupinu daginn út og inn.

Já já nóg af þeim pælingunum.

Sá mann áðan sem var umkringdur ca 15-20 köttum. Hann sat bara þarna á götunni með prikið sitt og kettina sína. Gamall einmanna maður......eða hvað. Hann var jú með fullt af kattavinum. Carinu og mömmu hennar höfðu alveg fílað þetta skal ég segja ykkur. Þær elska ketti de lux. Ég tók mynd af manninum, spurði að sjálfsögðu um leyfi, hann sagði já(held ég) en hristi neikvætt höfuðið. Hann leyfði mér allaveganna að taka af honum mynd og kettirnir réðust ekki á mig. Hjúkk. Hann er örugglega "hann sem talar við ketti". Ég gaf honum nú smá pening fyrir og hann varð voða glaður.....aftur hugsa ég um Maggý þar sem að tennur er nú ekki það mikilvægasta hjá fólki hérna. Maggý væri nú kominí rosa verkefni hérna í Jaffna.......ef fólk hefði nú bara efni á því.

Jæja stelpur......hvenær er næsta ball og partý.....júhú....klikk klikk....... Ætla líklegast á "barinn" í kvöld. Það er einn bar sem að selur bjór hér og þangað fara allir í "hjálparstofnunum". Það er örugglega ekkert dansgólf þarna. Ansans. Það verður nú gaman að segja frá hvernig það á eftir að ganga. Fyrsta vikan að verða búin, vinnum að vísu á laugardag frá 08-13 en shit au. Frí á sunnudaginn. Hvað á maður eiginlega að gera þá!!????? Hí hí hó.....

Sakna ykkar og elska, ykkar D á Sri.

P.s. Sprengjurnar dynja herna eins og venjulega.....bumm.....bumm......bumm.....

Og p.s.p.s. eg er buin ad reyna i 1 klst ad djoflast med tessar ansans myndir a tessarri ansans tolvu og tad er ad verda dimmt herna!!!! Verd ad fara heim. Utivistabann eftir 18 og klukkan er 2 min i sex. SHIT.

4 comments:

Anonymous said...

Frábært að sjá að þér gengur svona vel, var svo sem ekki við öðru að búast af þér. Haltu áfram að smita út frá þér góða skapinu. Gaman að fá að fylgjast með.
kv.
Aldís

Anonymous said...

Vet ikke helt om jeg hadde likt å se alle kattene der jeg dagny. Hadde synes så synd på dem at jeg ville tatt med alle 197 hjem til Norge....
Skal jeg komme å besøke deg vet jeg i allefall at jeg må ta med meg hundre kilo av kattemat.

Deilig å høre stemmen din i går (men litt ekkelt å høre bombingen. Synes de er litt for nærme deg.)
:)

Anonymous said...

Hæ gaman að fylgjast með þér. Stendur þig vel. Hvernig væri svo að fara að setja inn myndir, eða þannig:_)) Kveðja. Róbert

Anonymous said...

G.Fylk