Jæja á morgun er ég, Aðalbjörn og Trude að fara til Batticaloa. Við erum semsagt að fara í okkar frægu PID (Presence In Districts) ferðir.
Fyrsta ferðin okkar var auðvitað til Jaffna. Ég og Abdel fórum þangað og hittum fólkið sem er að vinna hjá okkur, lögregluna, herinn og að sjálfsögðu hinn fræga og huggulega kattamann sem að ég gaf smá pening og ennþá meiri pening frá Carinu.
I´m the Catman.
Það gerðist svosem ekkert sérstakt í Jaffna fyrir utan hið fræga flugvallaratriði. Allaveganna yfirgnæfir það atriði allt annað sem að gerðist. En eitt get ég sagt að ástandið í Jaffna fer alls ekki batnandi. Fólk fær ekki nægan mat og svo eru mannrán og dráp daglegt brauð. Óþolandi. Ég verð nú að segja löggunni heima að lögreglan í Jaffna getur ekki rannsakað mál hérna ekki aðeins vegna tungumálaörðugleika heldur líka af því að þeir geta ekki farið inn í hverfin nema í fylgd hermanna. Löggan hérna eru uppáhaldsskotmörk ýmissa manna og kvenna. Jæja jæja, heia Rvk.
Hann var ROSALEGA stoltur með lögguhúfuna sína. Jei jei....
Hérna sit ég á hóteli, hlaðborð 3svar á dag, engar sprengjur og læti. Ég kvarta ekki en það væri allt í lagi að hafa meira að gera. Ég reyni að æfa á hverjum degi og berst á hverjum degi harðri baráttu á móti súkkulaði græðgi og eftirréttaborði. Ó mæ goooooood hvað ég þjáist hérna í Negombo. Hmmmm....
Þjónustufólkið á hótelinu er byrjað að venjast okkur og er bara orðið kurteist og brosir meira að segja inn á milli. Váááááá mjög nice tilbreyting.
Leiðinlegar fréttir......ég og Carina förum ekki til Maldivene....anskotinn. Ömurleg þjónusta hjá ferðaskrifstofunni. Þeir gáfu mér tilboð, ég tók því, þeir sögðu fínt, en svo sendu þeir mér skilaboð 5 dögum seinna þar sem að þeir höfðu tvöfaldað upphæðina. Mér fannst 250.000 kr alltof dýrt fyrir 5 nætur. Takk fyrir það svo að ég pantaði rosa flott hótel í Galle sem að heitir Lighthouse hotel og er á suður Sri Lanka. Æðislega flott og frábær strönd.
Ég spjallaði við Raggý á sunnudagsmorguninn á MSN og það tókst bara mjög vel. Ég á í smá erfiðleikum með að ´tala saman´ við einhvern á MSN. Jú jú, Carina, Selma og Gummi eru fín og svo koma sumir inn á milli sem að tekst að fá mig til að tjá mig. Erfitt samt...verður svo ópersónulegt.
Jæja nóg um það. Carina kemur eftir 5 daga og ég hlakka alveg svakalega til. Það verður svo gaman að sýna henni hvar ég vinn og hvernig Sri Lanka er. Jibbijei J
Hugsa til ykkar allra........held ég, veit ekki nákvæmlega hverjir kíkja á síðuna mína.
Kús.
12 comments:
Alltaf gaman á "trúnó" með þær sæta .. takk fyrir spjallið :) Gott að finna e-rn þarna úti sem er vakandi á mínum ókristilega sunnudagsmorguntima :D
ohhhhh það verður svoooo næs í fríinu ykkar og nýja hótelið er stórglæsilegt :)
*knús&kram* til ykkar Carinu sem er örugglega farin að telja klukkutímana ef ekki mínúturnar ;)
Den lille hesten passer jo til meg :)
Ja, nå er det ikke mange dagene igjen å telle ned, så nå teller jeg snart timer som Raggy sa :)
Jeg har pakket alt klart og har bare igjen å fortelle mormor at jeg skal bli borte i to uker :( De nyhetene kommer ikke til å bli godt mottatt.
Men men sånn er det.
Fikk spørsmål fra Steinerhøyskolen i dag om å være sensor for 3. klasses avgangseksamen. Jeg skal bedømme en hovedoppgave og vurdere denne personens muntlige fremleggelser i mai. Det er litt skummelt men de hadde vel ikke spurt hvis de ikke hadde trodd at jeg ville klare det.
Ha en fin uke frem til jeg ser deg Dagny min.
Shit! Er farin að kvíða að reyna að standast freistingarnar á eftirréttahlaðborðinu, en nú er það bara ræktin þegar ég kem til baka á meðan þið Carína missið ykkur í ruglinu á suður Sri. tíhí.. Ég tók þann pakka hérna í Ams :)En mikið var það gaman!
Sjáumst svo á fimmtudaginn!
Kv. Helga
G.Fylkis
bleeeeesssuð Dagný...ég bið kærlega að heilsa þér og Jenna..farðu varlega en djarflega...sjálfur er ég enn í írak...í fyrrverandi landi saddams...
kveðja þórir mainó
We ciao! Bara að kíkja í smá heimsókn.. ohh verður æði hjá ykkur Carinu.
Stórt knús,
Bli med du også da Eva søte :)Møter deg i Dubai der jeg mellomlander.
Raggý-
Takk Raggý og já þetta verður algjört æði og lúxus á háu stigi. Jibbijei. Og trúðu mér að Carina byrjaði að telja dagana fyrir um það bil 1 og 1/2 mánuði og pakkaði öllu fyrir 2 vikum. Klikk klikk.
Carina-
OOOOO, stakkars mormor. Ja ja shit au du kommer snart jibbijei og hei...... Gratulerer sáááááá mye med á være bedt om á bedomme for skolen. Driiiit kult. Lov u.
Þórir-
Hei stóri strákur farðu varlega þarna í stríðinu!!! Hvað ætlar þú eiginlega að vera lengi þarna úti??? Shit.
Gummi-
Kvitt kvitt.....
Helga-
Og þú ert komin til Sri núna. Gaman fyrir okkur sem að söknuðum þín, ömurlegt fyrir greyið hann Gest.
Eva-
Alltaf gaman að fá þig í heimsókn elskan. Hugsa til þín......mundu það. Lov og kús.
Er flutt!!!!!! Líður rosalega vel hér:) Hlakka til að fá þig í heimsókn hingað. Vonandi leikur lífið þig ljúft þarna úti. Bið rosalega vel að heilsa Carinu:)
Blessuð, langaði bara að kvitta fyrir kíkið.
Finnst alveg frábært að kíkja hérna við og lesa það sem hefur á daga þína drifið :)
Kalla þeir "þetta" hesta?
kv. Grafarvogs Dísa
I will not agree on it. I think warm-hearted post. Especially the appellation attracted me to be familiar with the sound story.
Well I to but I about the post should acquire more info then it has.
Post a Comment