Friday, February 23, 2007

......LANGT Á MILLI BLOGGA......JÁ....

Jæja þá er ég komin aftur ein og pínu leið yfir því að Carina var að fara. Ömurlegt. En það var rosalega gaman að fá hana í heimsókn hingað til mín. Og það er svo gaman að hún hefur séð núna hvar ég er að vinna.

Eru þau ekki sæta A eða B og Birgitta. Þarf bara eina mynd þar sem að þeir eru alveg eins....thi hi hi.....
Núna hlýja ég mér við það að brósi og Birgitta eru búin að eignast tvíbbana, a og b. Ég veit hvað þeir heita og ég elska nöfnin. Flott hjá ykkur Birgitta og Hjörvar.
Það er búið að vera rosa gaman hjá okkur Carinu. Við erum bara búnar að gista á rosalega flottum hótelum þar sem að þjónarnir hafa næstum því tuggið í okkur matinn. Æði. það er næstum því skrýtið að vera komin á ´venjulegt´hótel aftur. Thi hi. Dálítið frábrugðið Jaffna.
Við fórum á fílsbak um daginn. Frekar áhugavert og ég mæli með því að prófa.
segji meira frá því seinna og læt inn myndir. Ég baðaði meira að segja einn fílinn.

Og svo varð ég að setja eina mynd af Carinu og Aðalbirni þar sem að þau sátu við sundlaugina í dag. Carina brún eins og kaffibaun og Aðalbjörn eins og sannur íslendingur. Hvítur. Takk fyrir það. Spurninginn er eiginlega bara hvort þeirra er að vinna á Sri Lanka og hver er leikskólastjóri í köldu landi???

Eins og ég sagði þá skrifa ég meira seinna þar sem að klukkan er 0200 hérna á Sri og ég er að fara á fund kl 0900 á morgunn.

P.S. Selma systir og co voru að kaupa Miklagarð Gistiheimili. Til hamingju með það ;) Ætlaði að bæta við mynd af Miklagarði en fann hana ekki. Geri það bara seinna eins og svo margt annað.

Love u all.

10 comments:

Anonymous said...

Hæ sæta! Gaman að "heyra" frá þér aftur .. var komin með pínu fráhvarfseinkenni :D
jeminnn hvað litli frændi er sætur (og hinn auðvitað líka!) .. pinkupons litlir :)
Frábært að þið Carina áttu yndislegt frí saman .. verður ekki langt þar til þið hittist aftur. Bíð eftir fleiri myndum! ;)
*knús&kram*

Anonymous said...

G.Fylkis. Gott að þið áttuð gott frí saman, ég kom heim í veikindi barnanna og náði mér líklega sjálfur í flensuna. Börnin að verða hress. Hef að sjálfsögðu getað hjólað.

Anonymous said...

Hæ hæ skvísa, frábært að það var gaman hjá ykkur, væri alveg til í að prufa fílsbak:-)

Anonymous said...

hæ systa, hvernig komust þið upp á fílinn? Var notast við stiga eða þyrlu thihi hann virkar frekar stór hmm.Frábært að heyra frá ævintýrum ykkar Carinu og sjá ykkar sætu brosandi fés saman.
Vonandi verður meira gera hjá þér núna svo að það verði minni tími til að finna fyrir söknuði, það hjálpar oft. Góðar kveðjur með fullt af luv í farteskinu.
Marín

Anonymous said...

Var að komast að því að það sem ég hef sett á vefinn hjá þér lenti alltaf langt aftur í rassgati. Svona er það, tekur tíma að komast upp á lagið með nýja máta í samskiptum. Með öðrum orðum, hafðu það sem best í villidýralandinu / stóri brói

Anonymous said...

Hæ gullið mitt! Uh gaman að fá fréttir... hlakka til að sjá myndir frá fríinu ykkar.

Sakna ykkar mikið! Knús,

Anonymous said...

Raggý-
Hmmmmm, bíður eftir fleiri myndum.....já verð víst að fá 123.is á þessa tölvu líka ;)

Gummi-
Æi greyið. Allir veikir!! En jæja þú náðir allaveganna smá rúnt. Kús kús.

Steinunn-
Já þú mundir sko fíla það...........he he he.....

Marín-
Já takk Marín flotta systa ég vona sko að það verði meira að gera. Gaman að heyra alltaf í þér. Þú ert svo flink að skrifa hérna ;) ánægð með þig.

Stóri Brói-
Ók þegar þú skrifar stóri brói þá verður þú að muna að ég á 2 flotta stóra bræður!!! Einn í Svíðþjóð og annan á Íslandi. Ég held að þú sért Sævar.....en ég er ekki alveg viss. Og hvar meinar þú með að allt lenti aftur í rassgati.......Elska ykkur báða samt ;)

Eva M-
OOOOO myndir aftur. Já ég verð að redda 123.is. Hef svo mikið að gera núna. Lesa yfir 5 ára skýrsluna og svoleiðis. Thi hi hi. Í alvörunni....það er mikið að gera.....KÚS.

Anonymous said...

Savner deeeeeeeeeeeeeeeeeeg !
Takk for en fantastik ferie. Alltid like deilig å være sammen med deg.
Elsker deg.

Anonymous said...

Tehtta var staersti bródirinn, kvedja Lóa

Fam/Fjölsk Borge said...

Carina-
Love u 2

Lóa og Bjöggi-
Ha ha ha, er svo vön að þú skrifir fyrir Bjögga stóra brósa