Friday, February 16, 2007

..........TIL HAMINGJU..........



Þeir eru komnir sætu strákarnir sem að ég hef að sjálfsögðu ekki séð ennþá. Við Carina öskruðum hérna á ströndinni í dag þegar við fengum skilaboð frá Hjörvari og Selmu. ´Þeir eru komnir út úr bumbunni strákarnir, hressir og kátir´ Pattaralegir held ég að Selma hafi skrifað. Þetta þýðir það að þeir verða rosa prakkarar í framtíðinni. Jeiiiiiii, ég og Carina erum orðnar frænkur!!!! And we are loving every second of it!!!

Annars höfum við það eins og drottningar hérna á Sri. Við búum á Lighthouse hóteli sem að er lúxus hótel af bestu gerð. Við höfum hvorugar verið á svona flottu hóteli áður. Æðislegt.
Við erum orðnar pínu brúnar og líka pínu rauðar og líka pínu spoiled.......það er næstum því tyggður maturinn fyrir mann hérna, þetta er alveg svakalegt. Þjónar til hægri og vinstri.
Og fylgisveina höfum við líka....ójá...um leið við förum út af hótellóðinni þá birtast þeir. Pínu litlir og ákafir. Einn bauð Carinu heim til að skoða skeljarnar hans og hann er búinn að bjóða henni á hverjum degi heim til sín. Hann er bara ekki að gefast upp. En hann fer samt þegar ég segi við hann mjög kurteisislega að við viljum bara vera einar takk. Guði sé lof.......eða búddha.....eða bara eitthvað.....

P.s. eg er bara svona rosalega brun :) myndin er ekkert dokk.


Við bíðum að sjálfsögðu með öll ´atlot´þangað til við erum algjörlega einar á herberginu okkar. Maður verður víst að virða það að þetta sé ekki MJÖG algengt hérna á Sri. Nema auðvitað á herflugvöllum......thi hi hi.....kannski ég ætti bara að fara með Carinu til Jaffna......það yrði örugglega mjög áhugavert.
Annars eru orðnar breytingar í vinnunni svo að ég er að fara til Trincomale og fer þaðan til allra átta ef að maður getur orðað það svoleiðis. Með mér í liði verða Abdel (minn góði yfirmaður), Helga, Sæunn,Gunni, María og svo einhverjir fleiri norskir. Jens er orðin ´head´ í Vavunia svo að hann verður áfram á Taj hóteli. Úffamæ.......
Jæja nóg um það.....allaveganna til HAMINGJU með strákana aftur!!!! Váááááááá´, þetta er algjört æði.

Hjörvar og Birgitta RULE!!!!!!!!!!!!
Lov frá D og C frá Sri.

17 comments:

Anonymous said...

TIL HAMINGJU flottu frænkur!!! en æðislegar fréttir! :))))
Greinilega mikið stuð og lúxuslíf á ykkur sætu .. njótið þess í botn!! ;)

*knús&kram*

Anonymous said...

Til Hamingju með frændurnar!!!!!

Toggan.

Anonymous said...

Ég er strax komin með hugmyndir að nöfnum. Örn & Örlygur(einsog bókaútgáfan), Dagfari og Víðir (næstum einsog Dagblaðið og Vísir), Baugur Group og Dagur Group (af þvi þeir eru hlutir af group sem tvíburar...og eiga líka svo stóra og yndislega fjölskyldu), já eða Jón Oddur og Jón Bjarni.....þú gætir verið frænkan Dagný sófus (af því þú sofnar í sófanum hjá mér í heimsóknum). Þetta eru nú bara góðar og gildar hugmyndir og þú lætur mig vita ef þig vantar fleiri :)

Anonymous said...

Hæ elsku fallegu! Takk fyrir að hringja í mig.. dásamlegt að heyra í ykkur! Innilega til hamingju með litlu bumbubúana.. meiriháttar ;-)

Njótið lífsins í botn og passið ykkur á sólinni.

Anonymous said...

Hæ, hæ innilega til hamingju!

Þið eruð alveg frábærar, takk, takk, takk :)

Hlakka til að sjá ykkur

Kv. Helga

Anonymous said...

Til lukku með tvibbana. Hafið það ógeðslega gott í fríinu mig langar ekkert að vera þarna, einmitt.

Kv. Dís

Anonymous said...

G.Fylkis.
Til hamingju og njótið daganna saman. Kveðja úr snjó og rigningu og þoku og sól, allt á meðan ég var að skrifa þetta.

Anonymous said...

Hæ sætu til hamingju með nyju frændurna :) vonum að þið haldið áfram að hafa það æðislegt í fríinu :) af okkur er allt gott að frétta kv mæja og hildur :) P.S dagny ert að verða jafn brún og ég?? hehe :)

Trine Beate said...

Till hamungju Hjörvar og Birgitta! Så hyggelig å høre at dere har fått tvillinger (hvis jeg forstod islandsken riktig?!?). Til Carina og Dagny; kos dere skikkelig, nyt luksuslivet og hverandre! Vi snakkes snart! Hilsen ei som svever på en rosa sky og er lykkelig forelsket:-)

Anonymous said...

Dagný og Carina, ég veit að þið hafið það gott þar sem þið eruð saman á brúnkubleiku skýji. Allt gott að frétta héðan, allir í fjölskyldunni í sæluvímu með sætu strákana og að öllum heilsast vel.
stórt KNÚS KNÚS OG AFTUR KNÚS þetta er einfaldlega FRRRRRRRRÁBÆRT
Marín

Fam/Fjölsk Borge said...

Hæ þið sæta fólk á íslandi og noregi ;)
Við höfum það rosa fínt hérna á Sri, vorum á fílsbaki í dag.....vááááá, en það sem að stendur samt hæst er að við vorum að eignast flotta og heilbrigða frændur sem að heita......................thi hi hi....við vitum það við vitum það.
Kveðja frá okkur til ykkar.

LOVE............

Anonymous said...

Hæ skvísur, til lukku með strákana. Hér er ömulegt veður, ógeðslega kalt. Væri til í sólina sem er hjá ykkur...
Kveðja Steinunn E

Anonymous said...

ég sendi þér sms, vona að það sé rétt númer hhmmmmm.
láttu mig vita darling.
kveðja Marín

Anonymous said...

til hamingju með að vera orðnar frænkur:)

njótið þess að vera í fríi...

bestu kv. frá klakanum:)

Anonymous said...

TIl lukku með litlu frændur!!!! Nú eru Hjörvar og Birgitta búin að eignast barnapíur fyrir komandi ár. Þið eruð bara næstar....er það ekki?:)
Kveðja Hanna og co

Anonymous said...

Hvenær komið þið eiginlega???

Ykkar er sárt saknað!!

Kv. Helga

Anonymous said...

JÆJA .. erum við ekkert að fara fá smá fréttir, sögur úr sælunni og MYNDIR af sætu tvibbunum ????? ;)