Saturday, January 13, 2007

Halló þið í snjónum frá mér í hitanum ;)


Carina, Dropi og mamma.

Halló elskurnar aftur J

Gaman að sjá að það eru nokkrir sem að hafa ekki gefist upp á að kíkja á síðuna mína.

Ég hef pínu áhyggjur af því hvað ég á að skrifa á næstunni því að það á ekki mikið eftir að gerast hjá mér næstu tvær vikur. Við eigum að fara á ´námskeið´og eigum að halda okkur á hótelinu. Jæja það sem að er jákvætt við það er að ég nota ekki mikla peninga hérna.
Þetta hótel er ekki nærri því eins flott og Cinnamon sem að við höfum verið á áður. Maturinn slakari (sem að er kannski allt í lagi þar sem að maður borðar þá kannski minna), W C er ekki til hérna bara ótrúlega léleg eftirlíking með heilu einu, já einu hlaupabretti sem að við eigum eftir að rífast um eins og kettir og hundar.
Og þjónustan.....það er nú bara eitthvað að tala um. Jannike sem að er með mér í Jaffna var að borða hádegismat í gær og var eitthvað að hlægja þá kemur ein konan í ´kjól´eða þið vitið svona sharong eða eitthvað, og segir við hana ´þú átt að borða fyrst og ´öskra´ eftir matinn´!!!????? Hallóóóó....og ekki batnaði það um kvöldið þegar Jens, eða CB (Care bear) eins og hann er kallaður af norðmönnunum fékk átölur frá Manager á barnum um að hann mætti ekki vera í hlýrabol!!!???? Hallóóóóó aftur.....hvað er málið?? Ég ætti kannski að fara að ´lessbíast´og sjá hvað þau segja þá. Thi hi hi hi.

Ég og Maggý í smá leik.

Góðar fréttir: Carina er búin að panta sér far til Sri Lanka og kemur þann 11 febrúar ;) Jibbíjei. Það verður æði. Ég ætla að sýna henni aðeins Colombo, panta auðvitað á Cinnamon, og svo förum við til suður Sri Lanka og jafnvel til Maldive eyjanna (man ekki hvernig þetta er skrifað, Maldivene?) Váááá, þetta verður algjört æði.

Smá djók frá síðunni hjá Raggý og Ingu.

Er Elmar eða skráma?

Er Jóhann eða hún?

Er Jafet eða meter?

Er Sóley eða drangi?

Er Þórarinn eða út?

Er Einvaldur eða orsök?

Er Þorsteinn eða hnullungur?

Er Heiðar Lár eða hár?

Er Bryndís eða dúr?

Er Guðjón eða rafeind?

Er Elmar eða blettur?

Er Bergsveinn eða stúlka?

Er Vilhjálmur eða hanski?

Er Ingibjörg eða klettur?

Er Bergljót eða viðbjóðsleg?

Er Sveinlaug eða pottur?

Er Hlédís eða drottning?

Er Eyvindur eða rok?

Er Valtýr eða Þór?

SLMM lið að slappa af á laugardegi eftir vinnu.

Love frá mér til ykkar í snjónum á íslandi og í Noregi.

D.

9 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ og gleðilegt ár. Hann Vagn var að byrja að vinna hjá okkur í Borgarnesi og sagði mér frá síðunni þinni alveg frábært að geta fylgst með þér og þvílíkt ævintýri sem þú ert að upplifa. Héðan er allt gott að frétta eða þannig okkur vantar mannskap eins og vanalega en þetta gengur. Allt á kafi í snjó, rosalega flott veður núna eins og á póstkorti. Vildi bara láta þig vita að við fylgjumst með þér, Trausti biður að heilsa við verðum að vinna í kvöld. Kv. Laufey

Fam/Fjölsk Borge said...

Laufey;
Æi en gaman að heyra frá þér, ykkur ;) Hvernig gengur með húsið eiginlega?? Og hvernig gengur body pumpið :) Thi hi hi. Bið rosa vel að heilsa öllum þarna í flottu ´sveitinni´. Brosi alltaf þegar ég hugsa til ykkar. Takk fyrir frábæran tíma með ykkur þarna.

Kússsssssssssssssss.

Anonymous said...

Hæ og takk for sist.
Ekki margir gestir sem koma í heimsókn,leggjast í sófann og hrjóta en við vitum að þú slappar alltaf vel af heima hjá okkur :)
Við hittum Palla í ræktinni,hann kom og afsakaði misskilninginn á mér og hinni ingu-nni. Þá er það allt á hreinu:) Hér snjóar enn meira sem betur fer segi ég, hægt að jepplingast aðeins og svo styttist í sumarið!!! Erum búnar að panta Lanzarote 17 júní 2007 kl 14:15 takk fyrir pent!!!! :)

Anonymous said...

G.Fylkis

Anonymous said...

Sri Lanka here I come :)
Viiiiiiiiiiiiiiiiii!

Anonymous said...

Gott að heyra að þú ert komin út og allt í góðu...

Frábært hjá Carinu að ætla að skella sér út til þín...

hafðu það gott kella...

kv. martha

Fam/Fjölsk Borge said...

Inga:
Æði æði og æði. Frábært að allt sé á hreinu núna :) Já það er bara æði með afslöppunina heima hjá ykkur. Takk fyrir það.

Carina:
YYYYEEEEESSSSS, du kommer om ikke sá lenge...........

Martha:
Kella???? Hvað meinar þú eiginlega litli speedy gonsales!? Ég verð víst að taka þig aftur í gegn þegar ég kem heim aftur. Og já það er æði að C sé að koma hingað. Jibbijei.

Anonymous said...

Hæ, hæ

Komin tími til að kviita!!

Gott að fá þig aftur!

Kv. Helga

Anonymous said...

Já gott að heyra að þú ert komin heil á höldnu þangað út aftur...ætli ég verði ekki að kvitta svona einu sinni fyrir mig. Þú kemst sem sagt ekki í boozt með kókosi þarna úti? Hehe:)

Kveðja Katrín.