Sunday, March 04, 2007

...........ÓHEPPIN EÐA............

Bolurinn

Núna ætla ég að segja ykkur sögu um stelpu.............eða eiginlega er hún bara næstum því miðaldra kona!!!!!!!!!......Arg.......... Jæja allaveganna þessi kona er stundum dálítið óheppin í sumum hlutum sem að hún finnur upp á.
Hún, við skulum bara kalla hana fyrir DS ;), var að vinna sem friðargæsluliði í óþekktu heitu landi sem að er ekki langt frá Indlandi og nafnið á landinu byrjar á ´Sri Lanka’. Í landinu voru tvær stríðandi fylkingar (aðallega) sem að voru ekki beinlínis vinir. Önnur fylkingin notaði ljón sem táknið sitt og hin notaði tígrisdýr. Það sem að er MJÖG mikilvægt í svona friðargæslu er að maður verður að gæta fyllsta hlutleysis í öllu sem að þú gerir.

Allaveganna var DS að borða morgunmat í fína skrautlega bolnum sínum sem að hún hafði keypt í H og M í Noregi fyrir ca einu ári síðan og sem að hún var búin að nota þónokkuð oft frá því að hún byrjaði. DS var mjög ánægð og stolt þar sem að hún notaði yfirleitt dökk föt og þarna var hún faktískt að brjóta upp hefðina og lífga upp daginn og tilveruna.

Allt í einu kemur HOM (head of mission sem að er æðsti yfirmaður DS), lítur á hana og segir.....´jæja hvaða bol ert þú í dag?? DS var algjörlega clueless og leit á hann ánægð að hann hafði á annað borð tekið eftir henni og sagði ´tja ég keypti hann í heimalandi þínu í H og M´og DS brosti feitt og smart að HOM. HOM hreyfði sig ekki í burtu og DS byrjaði að finna fyrir angist í beinum sínum þar sem að hún skildi ekki alveg hvað í andskotanum hann vildi eiginlega?? HOM hélt áfram að stara á marglita bolinn hennar DS með áhuga sem að var ekki jákvæður á nokkurn hátt. Hvað í ansanum vildi hann eiginlega?? Þá leit DS niður á marglita bolinn sinn og sá að hann var marglitur vegna þess að það stóð eitthvað síendurtekið með mismunandi stöfum og litum en það stóð alltaf það sama.


Og hvað stóð........................jú það stóð ´JOIN THE TIGERS´
HALLLLLOOOOOOOOOOOOOOOOO, HOW CLUELESS GETUR ÞÚ VERIÐ.

Guði sé lof að þetta var ekki ég maður. Ég hefði farið algjörlega í klessu ;)


Ég og Yoko sveittar og sælar í Jaffna. Við skipulögðum partý....jei jei....



Love frá Sri.


P.s. skrifa um jaffna og sýni fleiri myndir síðar.

19 comments:

Anonymous said...

OMG .. hvernig á maður að fatta sona hluti!!! að bara venjulegur bolur úr HM gæti orðið e-r stríðsyfirlýsing! hehehe

DS litla pínu óheppin :)

jeminn hvað þetta var fyndið msn-spjall. Eða þú spjallaðir og ég pikkaði .. og pikkaði!! held ég þurfi smá pikk-pásu núna :)

Knús til þín ...

Anonymous said...

G.Fylkis

Anonymous said...

Úff Dagný, ég skil vel að þú kveiktir ekki á með bolinn því ég sá bara litina og fannst hann sætur eins og þú. gott að yfirmaður þinn sá það áður en þú lentir í einhverjum vandræðum.
Flott hótelið hennar Selmu og alltaf gott að koma til hennar ekki satt:)
Kveðja Marín

Anonymous said...

Ótrúlega óheppin þessi kona sem lenti í þessu, hefði nú ekki viljað að þetta hefði komið fyrir þig.
Heyrumst skvísa

Anonymous said...

Hehe...og frábært að HOM tók eftir þessu af öllum :)

Komdu til Trincomalee!!!!

Anonymous said...

Hun DS er litt uheldig ja, men jeg har hørt at hun er veldig snill, søt og vakker :)

Anonymous said...

GO TIGERS!!!!!!!!!!

togga....ekkialvegeinsmisheppin...

Anonymous said...

Ohhh er Ísar Daði búin að fá nafna:) Falleg nöfn bæði tvö, til hamingju strákar.

Þú ert nú bara kostuleg Dagný mín. þetta geta fáir jafnað.
ísar Daði er búin að missa stóru framtönnina og er núna eins og lítið tröllabarn. Alveg hreint hryllingur.)

Sendi þér e-mail sem þú verður að lesa sem fyrst skvísa.
LovU Hanna

Anonymous said...

hahaha góð saga...

ég var að koma frá DK áðan, ótrúlega ánægð að hafa skellt mér... og hvað ætlar þú ekki að koma heim fyrr en í haust?

kv. martha

Gunnan said...

Þetta kemur bara fyrir þig Dagný!!

Kv. Guðrún

Anonymous said...

Hmm... hvernig er eiginlega valið í þetta friðargæslulið ????? Eins gott að þú ert þarna til að koma viti fyrir svona kjána ;-) ;-)

En mikið ROSALEGA eru þeir miklar dúllur þessir nýju frændur þínir, innilega til hamingju og til hamingju Hjöbbi, Birgitta, Bára, Katla og allir !!!

Kær kv
Rúna klaufi (sem datt niður stiga um helgina og er eins og gigtveikt gamalmenni eftir það :-/ )

Anonymous said...

Hverjar eru samt líkurnar!!! Múahahaha

Fam/Fjölsk Borge said...

Raggý-
Dálítið óheppin já!! Og shit hvað þú ert flink að pikka.

Gummi-
Kús kús

Marín-
Þú og litir Marín.........he he he....

Steinunn-
Hjúkk já...........

Helga-
Hann er bara snillingur

Carina-
Lov u.

Togga-
He he he...þú ert stundum óheppin góða mín...

Hanna-
Búin að tala við þig sætust.

Martha-
Velkomin heim ;)

Guðrún umfó-
Já takk segðu.

Rúna-
UUUUUUUUU, óheppin. Tala við þig seinna.

Eva M-
Líkurnar fyrir mig...............80 á móti 100.

Looooooooooov u all.

Anonymous said...

Bara svo að það sé á hreinu þá er stelpan að standa sig svakalega vel hérna á Sri. En þið þekkið hana Dangý og vitið það að sjálfsögðu!

Megið alveg vera montin af henni, ég er það svo sannarlega!

Áfram Dagný!!

Kv. Helga

Anonymous said...

Kjempestolt av deg Dagny min :)

Anonymous said...

Eftir á að hyggja, ég er feginn að þetta varst ekki þú því ég hefði ekki lánað þér hjólið þegar þú kemur heim.......

Anonymous said...

Varstu að fá stöðuhækkun????? Til hamingju með það, húrrahúrrahúrra.
kv. Steinunn

Fam/Fjölsk Borge said...

Hæ sætu
Ég held að mér þyki bara rosa vænt um ykkur öll ;)
Takk fyrir hamingjuóskirnar frá ykkur.

Lov frá mér

Fam/Fjölsk Borge said...

Hæ sætu
Ég held að mér þyki bara rosa vænt um ykkur öll ;)
Takk fyrir hamingjuóskirnar frá ykkur.

Lov frá mér