Wednesday, March 14, 2007

..........Á MORGUN ER ÞAÐ VAVUNIA, KILI OG TRINCO........

HALLÓ ELSKURNAR

Jæja þá ætla ég bara að láta ykkur vita að ég er búin að skipuleggja þessa líka rosa ferð sem að ég, PIO, Jannike og HOM erum að fara í á morgun. Við förum til Vavuniya, Kili og Trincomale. Og já ég fæ að hitta LTTE(tígra) í fyrsta skipti og já það er búið að spyrja mig hvort að ég geti ekki fengið lánaðan tígra bolin sem að ´stelpan óheppna´var hérna í um daginn ;)

Ég er búin að vera svo upptekin seinustu daga að augnlokin á mér voru byrjuð að síga grunsamlega mikið niður á hné. Þau eiga það nú til að hanga aðeins, eins og gengur og gerist en þetta var nú alveg óþarfa hangs á þeim.


Annars er ég líka að skipuleggja ferð fyrir mig heim svo að ég geti fengið að sjá litlu prakkarana tvo í Helgalandi. Ég hlakka óskaplega til að sjá þá. Ég heyrði í Enok í dag............æsj...........þá varð mér smá bumbult........thi hi hi.... Hjörvar sagði að þeir væru orðnir ansi sætir og krúttlegir. Ég kem til Íslands á áætlaðan fæðingardag þeirra þ.e.a.s 29 mars. JEI.

Þá verður dansað og tjúttað og kjaftað og dúllað sér. Og svei mér þá ef að ég skelli mér ekki bara í ræktina líka.......heia World Class.

Og svo ætlar Carina líklegst að kíkja í nokkra daga.....þ.e.a.s ef að mamma hennar verður orðin betri eftir uppskurðinn. Vonandi.

Ég sendi hérmeð link á mynd sem að var frumsýnd í Noregi í gær. Hún fjallar um Black Tiger stelpur. Kíkið á slóðina. P.s. ég er að fara þangað á morgun.


http://www.snitt.no/mdtt/prints/movie.htm

Lov u all og sakna ykkar.

D.

12 comments:

Anonymous said...

spennandi öll þessi ferðalög og það sem þú ert að upplifa. Svoooo dúlleg í nýja djobbinu! ;)

jeeemin hvað þetta er sæt mynd af litla krúttinu. Og litlu frændur þínir á barnasíðunni eru bara adorable!! ;)

Farðu varlega m/Tígra-stelpunum :D

Anonymous said...

Hæ hæ skvísa farðu nú varlega í ferðinni og passaðu þig á að Tígrastelpunum líki nú ekki OF vel við þig, svona dæmi eins og á flugvellinum um daginn thíthí:-)Hlakka til að hitta þig þegar þú kemur í heimsókn. Vona að Carina komist líka til þín.
Og já til lukku með frænkuhlutverkið.

Anonymous said...

júhú hæ Dagný, gaman að heyra að þú ásamt Carinu kemur fljótlega.
Scary þetta myndbandsbrot kannski vegna þess að það sýnir eitthvað sem er manni framandi. úff farðu nú varlega elskan mín og hafðu það gott á ferðalaginu sem hlýtur að vera spennandi.
Marín systa

Anonymous said...

Tralalala......

Anonymous said...

G.Fylkis. Bara svo þú vitir þá verð ég líklega heima í lok apríl, þá helgi.

Trine Beate said...

Hei, Dagny!

Vær forsiktig på tur - grusomt klipp du hadde lagt ut.... Og ikke bekymre deg over øyelokkene - det finnes støtteanordninger (fyrstikker o.l.) du kan bruke vettu:-) PS - nå har jeg lagt ut bilde av Randi på bloggen min (men med lue!) klem klem

Anonymous said...

Hæ sæta :) Til hamingju með nýja starfið! Ekkert smá glæsilegt hjá þér. En frábært að þú ætlir að koma heim um páskana :) Væri ekki leiðinlegt að hitta þig/ykkur með Evunni okkar :) En líklega ansi margir sem vilja hitta á þig á stuttum tíma :)
Knús til þín og gangi þér vel...kv.Begga

Anonymous said...

Bleiki pappírinn skilaði sér frá Sri í gær .. takk fyrir eiginhandaáritunina! :) Ekki alveg hröðustu póstsamgöngur á milli þessara landa :D
Farðu vel með þig ... góða helgi skvís ;)

Anonymous said...

Hei vakre :)
Ville bare sende deg en hilsen før jeg reiser til Hamar på stevne i helgen. Gleder meg.
Jeg har sendt ned 1000000 kilo ris til Sri Lanka litt sånn for å bestikke Tigrene så de er snille med deg, men allikevel:
VÆR FORSIKTIG der nede. Vi snakkes :)
Elsker deg

Anonymous said...

Blessuð Dagný..kannski að við hittumst í the world class...það vill svo skemmtilega til að ég verð á klakanum á sama tíma...take care and be safe...fly low and fast..lol

þórir ...still in iraq

Fam/Fjölsk Borge said...

Raggý-
Hæ takk fyrir að segja hvað litlu frændur mínir eru sætir.... Frábært að bleika blaðið skilaði sér.Rosa gaman að ferðast um Sri og æði í þyrlunni. Kú kú.

Marín-
Hlakka líka til að hitta þig elsku systa.

Steinunn-
Öllum stelpunum líkar vel við mig.....ekki bara tígra....mjáááá....Jísus hvað maður er nú hallærislegur.

Helga-
Góðan daginn frú mín góð fræknir syngjum við fyrir þig óð......takk fyrir fimmtudagskvöld ;)

Gummi-
Ooooooo ég vildi að ég væri þá líka á landinu...ansans. Ég fer til ísl 29 og verð til 12.

Trine E-
Du....drit....fyrstikker....helvete...háper at dere kommer i Juni. PLEASE ;)

Begga-
Ég kem því örugglega inn að hitta ykkur með Evu ;) kús kús og takk fyrir ....hei???hvað skrifar maður aftur???árnaðaóskirnar....hvað er það???halló.....????núna er ég að verða of ´útlensk´....he he he he

Carina-
Jeg var forsiktig og alle var snille. De snakket om en gærn norsk jente som hadde ringt de...var det deg?? he he he

Þórir-
Hei ;) Það væri ROSA gaman að hitta þig í ræktinni. Endilega sendu mér skilaboð. # 690 3613 Verð að pumpa þig um hvernig gengur hjá þér í útlandinu.

Anonymous said...

Svei mér Dagný ef þú ætlar að djöflast í World Class þegar þú kemur þá er ég skoooooo rétta manneskjan til að tala við. Búin að vera þar pungsveitt 5 sinnum í viku í heillangan tíma. Tek þig eflaust í bekk og upphífingum já og öllu bara. Það held ég nú, við mæðgur biðjum að heilsa,

Eva og litli farþeginn.