Ég, Helga og Gunni fórum á Kajak um daginn og það var rosa gaman. Við þurfum auðvitað að æfa okkur fyrir sjómannadaginn....er það ekki??!! Row, row, row.
Tuesday, February 27, 2007
....FRÍIÐ, NÚNA OG ÞAÐ SEM ER FRAMUNDAN....
Ég, Helga og Gunni fórum á Kajak um daginn og það var rosa gaman. Við þurfum auðvitað að æfa okkur fyrir sjómannadaginn....er það ekki??!! Row, row, row.
Friday, February 23, 2007
......LANGT Á MILLI BLOGGA......JÁ....
Og svo varð ég að setja eina mynd af Carinu og Aðalbirni þar sem að þau sátu við sundlaugina í dag. Carina brún eins og kaffibaun og Aðalbjörn eins og sannur íslendingur. Hvítur. Takk fyrir það. Spurninginn er eiginlega bara hvort þeirra er að vinna á Sri Lanka og hver er leikskólastjóri í köldu landi???
Eins og ég sagði þá skrifa ég meira seinna þar sem að klukkan er 0200 hérna á Sri og ég er að fara á fund kl 0900 á morgunn.
P.S. Selma systir og co voru að kaupa Miklagarð Gistiheimili. Til hamingju með það ;) Ætlaði að bæta við mynd af Miklagarði en fann hana ekki. Geri það bara seinna eins og svo margt annað.
Love u all.
Friday, February 16, 2007
..........TIL HAMINGJU..........
Þeir eru komnir sætu strákarnir sem að ég hef að sjálfsögðu ekki séð ennþá. Við Carina öskruðum hérna á ströndinni í dag þegar við fengum skilaboð frá Hjörvari og Selmu. ´Þeir eru komnir út úr bumbunni strákarnir, hressir og kátir´ Pattaralegir held ég að Selma hafi skrifað. Þetta þýðir það að þeir verða rosa prakkarar í framtíðinni. Jeiiiiiii, ég og Carina erum orðnar frænkur!!!! And we are loving every second of it!!!
Annars höfum við það eins og drottningar hérna á Sri. Við búum á Lighthouse hóteli sem að er lúxus hótel af bestu gerð. Við höfum hvorugar verið á svona flottu hóteli áður. Æðislegt.
Við erum orðnar pínu brúnar og líka pínu rauðar og líka pínu spoiled.......það er næstum því tyggður maturinn fyrir mann hérna, þetta er alveg svakalegt. Þjónar til hægri og vinstri.
Og fylgisveina höfum við líka....ójá...um leið við förum út af hótellóðinni þá birtast þeir. Pínu litlir og ákafir. Einn bauð Carinu heim til að skoða skeljarnar hans og hann er búinn að bjóða henni á hverjum degi heim til sín. Hann er bara ekki að gefast upp. En hann fer samt þegar ég segi við hann mjög kurteisislega að við viljum bara vera einar takk. Guði sé lof.......eða búddha.....eða bara eitthvað.....
P.s. eg er bara svona rosalega brun :) myndin er ekkert dokk.
Annars eru orðnar breytingar í vinnunni svo að ég er að fara til Trincomale og fer þaðan til allra átta ef að maður getur orðað það svoleiðis. Með mér í liði verða Abdel (minn góði yfirmaður), Helga, Sæunn,Gunni, María og svo einhverjir fleiri norskir. Jens er orðin ´head´ í Vavunia svo að hann verður áfram á Taj hóteli. Úffamæ.......
Jæja nóg um það.....allaveganna til HAMINGJU með strákana aftur!!!! Váááááááá´, þetta er algjört æði.
Hjörvar og Birgitta RULE!!!!!!!!!!!!
Lov frá D og C frá Sri.
Friday, February 09, 2007
BIRGITTA, HJÖRVAR OG BUMBUBÚARNIR ERU KOMIN Á SJÚKRAHÚSIÐ
Þau eru farin á sjúkó en Birgitta var stoppuð af. Ég held í vonina að hún fæði ekki fyrr en á sunnudaginn því að þá er Carina komin og ég get fagnað og grátið með einhverjum sem að ég þekki. Ég táraðist bara í dag eftir að ég talaði við Hjöbba og var að segja samstarfsfélaga mínum frá þessu.....svo að hvernig verður þetta þegar bumbubúarnir skríða út úr skjólinu.
Sjáið þið til. Ég man nefnilega eftir því þegar Selma systir mín eignaðist fyrsta barn þeirra Tomma þ.e.a.s. Ragnar. Þá var ég au pair í Californíu og það var hringt í mig og mér sagt þetta. Ég hljóp eins og bandbrjálaður vitleysingur út um allt húsið og öskraði og hvíaði........EIN.....Þetta var ekki eins gaman þegar maður er einn skal ég segja ykkur. Svo að Birgitta viltu GJÖRA SVO VEL AÐ HALDA Í ÞÉR TAKK!!!!
HVA SJÁLFSELSK......ÉG....HVAÐ MEINIÐ ÞIÐ EIGINLEGA?????
P.s. i will keep u posted
Tuesday, February 06, 2007
........HALLÓÓÓÓ......IS ANYBODY OUT THERE.....
Jæja á morgun er ég, Aðalbjörn og Trude að fara til Batticaloa. Við erum semsagt að fara í okkar frægu PID (Presence In Districts) ferðir.
Fyrsta ferðin okkar var auðvitað til Jaffna. Ég og Abdel fórum þangað og hittum fólkið sem er að vinna hjá okkur, lögregluna, herinn og að sjálfsögðu hinn fræga og huggulega kattamann sem að ég gaf smá pening og ennþá meiri pening frá Carinu.
I´m the Catman.
Það gerðist svosem ekkert sérstakt í Jaffna fyrir utan hið fræga flugvallaratriði. Allaveganna yfirgnæfir það atriði allt annað sem að gerðist. En eitt get ég sagt að ástandið í Jaffna fer alls ekki batnandi. Fólk fær ekki nægan mat og svo eru mannrán og dráp daglegt brauð. Óþolandi. Ég verð nú að segja löggunni heima að lögreglan í Jaffna getur ekki rannsakað mál hérna ekki aðeins vegna tungumálaörðugleika heldur líka af því að þeir geta ekki farið inn í hverfin nema í fylgd hermanna. Löggan hérna eru uppáhaldsskotmörk ýmissa manna og kvenna. Jæja jæja, heia Rvk.
Hann var ROSALEGA stoltur með lögguhúfuna sína. Jei jei....
Hérna sit ég á hóteli, hlaðborð 3svar á dag, engar sprengjur og læti. Ég kvarta ekki en það væri allt í lagi að hafa meira að gera. Ég reyni að æfa á hverjum degi og berst á hverjum degi harðri baráttu á móti súkkulaði græðgi og eftirréttaborði. Ó mæ goooooood hvað ég þjáist hérna í Negombo. Hmmmm....
Þjónustufólkið á hótelinu er byrjað að venjast okkur og er bara orðið kurteist og brosir meira að segja inn á milli. Váááááá mjög nice tilbreyting.
Leiðinlegar fréttir......ég og Carina förum ekki til Maldivene....anskotinn. Ömurleg þjónusta hjá ferðaskrifstofunni. Þeir gáfu mér tilboð, ég tók því, þeir sögðu fínt, en svo sendu þeir mér skilaboð 5 dögum seinna þar sem að þeir höfðu tvöfaldað upphæðina. Mér fannst 250.000 kr alltof dýrt fyrir 5 nætur. Takk fyrir það svo að ég pantaði rosa flott hótel í Galle sem að heitir Lighthouse hotel og er á suður Sri Lanka. Æðislega flott og frábær strönd.
Ég spjallaði við Raggý á sunnudagsmorguninn á MSN og það tókst bara mjög vel. Ég á í smá erfiðleikum með að ´tala saman´ við einhvern á MSN. Jú jú, Carina, Selma og Gummi eru fín og svo koma sumir inn á milli sem að tekst að fá mig til að tjá mig. Erfitt samt...verður svo ópersónulegt.
Jæja nóg um það. Carina kemur eftir 5 daga og ég hlakka alveg svakalega til. Það verður svo gaman að sýna henni hvar ég vinn og hvernig Sri Lanka er. Jibbijei J
Hugsa til ykkar allra........held ég, veit ekki nákvæmlega hverjir kíkja á síðuna mína.
Kús.
Friday, February 02, 2007
.....KYNFERÐISLEG ÁREITNI.....EÐA HVAÐ......
........Aldrei hefði ég trúað að ég myndi lenda í þessu hérna á Sri Lanka.....Landinu þar sem að ég er inn í skápnum......
Jei jei we rule
Ókei, ég ætti nú að byrja að segja ykkur frá Jaffna ferðinni og svona en ég get bara ekki beðið eftir að segja þessa sögu!! Ég grenjaði af hlátri og verð að deila þessu á meðan þetta er ferskt í minningunni.
Við, ég og Abdel, vorum búin að vera 2 daga í jaffna og vorum á leiðinni heim. Eins og mínir traustu lesendur vita þá verðum við að ferðast með herflugvél til og frá Jaffna. Áður en við förum í flugið erum við grandskoðuð frá toppi til táar og farangurinn okkar grandskoðaður. Maður er nú bara orðinn vanur þessu og tekur þessu bara brosandi. Venjulega er ein hermannakona að tjékka mig inn í litlu herbergi en allt í einu voru the soldier girls orðnar tvær. Ekkert mál hugsaði ég, bara kammó að vera þrjár inn í litla heita herberginu.
Ég kannaðist við aðra þeirra en þessi nýja.....tja hvað á ég að segja, hún kom ansi sterkt inn í þetta litla partý okkar sem að á örugglega eftir að vera í minnum haft þarna á flugvéllinum í Jaffna.
Þessi nýja, sem var ´hraustleg í laginu´eins og ég, nema með miklu stærri brjóst, horfði á mig mjög einkennilega og tja mér fannst eiginlega eins og hún væri að reyna við mig. Já já það eru til lesbíur á Sri Lanka en HALLÓ. Ég lét eins og ekkert væri og hélt kannski bara að ég væri að ímynda mér þetta. En eins og Carina allaveganna veit þá fatta ég ekki að það sé verið að reyna við mig fyrr en ég er byrjuð á föstu með manneskjunni.
zzzzzzzz, þær voru nú ekki alveg svona tilbúnar en jæja
Ég vissi hvað ég átti að gera við mig þegar hún byrjaði að flagga augnhárunum til hægri og vinstri og vagga sér fram og til baka í hermanna pilsinu sínu. Og hin hermannakonan horfði bara á og fannst þetta greinilega gaman. Ég byrjaði að hlægja móðursýkislega og þær hlógu þá bara með mér og byrjuðu svo að leita í farangrinum mínum. Þessi eldri í faginu leitaði í gegnum farangurinn og hin gerði ekkert annað en að fylgjast með mér og henni og hallaði sér MJÖG ákveðin upp að mér og nuddaði og já ég meina nuddaði brjóstunum á sér upp að mér. Ég hló bara geðveikislega mikið af öllu sem að var að gerast og byrjaði að svitna svakalega mikið út af öllum látunum og hitanum þarna inni. Ég sagði þá ´hot in here´ og þá horfði þessi ákveðna á mig og sagði ´yes hot´ og blikkaði mig. ARG..........
Og bara til að gera þetta aðeins skemmtilegra þá stóðu um það bil 60 hermenn og yfirmaður minn fyrir utan þetta litla herbergi sem að það bara hreinlega kom gufa útaf á vissum augnablikum. Þeir skildu ekkert í þessu en ég get lofað ykkur því að þeirra ímyndunarafl var komið á fleygiferð og ekki af ástæðulausu. Það komu hreinlega bara píkuskrækir frá okkur þarna.........en í góðri merkingu.
Allt í einu hallar hermannakonan sér að mér og spyr ´what is your name´? Ég sagði með lágri músarrödd....´Dagný´ mér fannst mér eins og peð við hliðina á henni sjáið þið til. Ég reyndi að halda haus og held að mér hafi tekist það að sumu leyti.
Dagný sagði ég með sterkri bassarödd....einmitt..... þá tók þessi kona pennann minn, hægt, úr brjóstvasanum mínum og ætlaði að skrifa þetta í lófann sinn. Þá sá ég að það stóð ´i love you´ og eitthvað nafn fyrir neðan í lófanum hennar. Ég benti konunni kurteisislega á þessa staðreynd og hún missti sig alveg.......hljóp út úr herberginu, kom inn aftur og hélt þá lófanum út að mér svo að ég sá ´i love you´og svo hélt hún fyrir nafnið. Og ég hugsaði...ætli hún sé að reyna við mig....thi hi hi hi hi....vitið þið að ég hló svo mikið að mér var illt í maganum á eftir. Og svo kom áframhaldið.....hún kom þétt upp að mér og lét pennann mjakast niður í brjóstvasan hjá mér.....mjjjöööööög hægt og hún stóð ca hálfan cm frá mér. Við vorum þarna allar þrjár, mjög sveittar, heitar og .....hi hi hi þetta er orðin einhver klámsaga hjá mér. Við komum allaveganna útúr herberginu, allar saman, glaðar , sveittar og hlægjandi, bara til að sjá 20 menn standa alveg uppáþrengdir upp að dyrunum inn að herberginu. Í alvöru.....common.....ég á eftir að vera einhver klámstjarna hjá þessum gaurum í nokkra daga ásamt tveimur öðrum. Vááá, lífsreynsla dauðans. Hvar væri maður eiginlega ef að maður upplifði ekki þessar ógleymilegu stundir. Ég bara spyr?
Tja ef að hún hefði stoppað mig þá hefði ég verið kærð fyrir kynferðislega áreitini
Það er allaveganna pottþétt að við erum sko allstaðar og gefum lífinu hjá hvoru öðru fallegan regnbogalit öðru hverju.
Shit hvað ég er búin að skrifa mikið. Og bara um eitt sem að gerðist. Shit shit.
Ég nenni ekki að lesa þetta yfir svo að ef að einhver ritskoðar þetta (þá meina ég selma systa) þá verður þú lamin.
Og Carina.......þú hefðir hlegið ennþá meira en ég...he he he.....9 dagar þangað þú kemur. Ó mæ gooooooood hvað ég hlakka til.
Sakna ykkar og hugsa mikið til ykkar.
Sexý.... i dont think sooooo....
P.s. þær vildu því miður ekki leyfa mér að taka mynd af þeim. Og niðurstaðan er sú að ég held ég kæri þær bara ekki. Held ekki. Thi hi hi.....