Thursday, January 25, 2007

.........STAÐAN Í DAG.......


Jæja elskurnar...... Ég verð greinilega að útskýra fyrir ykkur hvað ég er að gera hérna núna og hvar ég er.

Því miður þá verð ég að segja ykkur að það eru ennþá nokkuð miklir bardagar í gangi hérna á Sri Lanka. Ástandið er bara búið að versna. Við verðum bara að sjá til hvað gerist á næstunni. Ég get samt ekkert sagt um það hvernig það verður.

Allaveganna.....núna er ég á hóteli rétt hjá Colombo með öllum öðrum SLMM meðlimum, nema þeim sem að eru að vinna í HQ (headquarters) Við verðum hérna í einhvern tíma núna að vinna með hvernig við eigum að haga vinnunni okkar í framtíðinni.
Hótelið er alveg ágætt, hlaðborð á morgnanna, hádeginu og kvöldin. Ég er mjög dugleg að notfæra mér það. Ég held ég sé búin að borða eitt tonn af ananas hérna seinustu 2 vikur. Ananasinn er ROSALEGA góður hérna. Æði.

Áfram að útskýra. Ég er að fara til Jaffna í næstu viku sem PID (Precence In District) lið með Abdel. Og það er æði þar okkur kemur mjög vel saman. Í dag er ég í nokkru sem að heitir RRT (Rapid Response Team) með Aðalbirni.....sem er líka mjög gott þar sem okkur kemur líka mjög vel saman. Og á morgun er ég með Sæunni í RRT........... sem er líka mjög gott þar sem okkur kemur líka mjög vel saman......thi hi hi hi....

Þetta er kannski dálítið erfitt, já dálítið erfitt semsagt, að vera alltaf á þessu hóteli...all the time. Úffffffff, maður er kannski dálítið vitlaus að segja að þetta sé erfitt en það er það þar sem að maður er ekki að gera það sem maður ætlaði að gera. Við erum ekki alveg í ´contacti´ við fólkið á ´svæðinu´ okkur, eða svoleiðis. En við gerum okkar besta og vonum það besta.

Ég er búin að fá samþykkt að vera hérna í 3 mánuði í viðbót svo að ég verð hérna þangað til í júní. En þá ætla ég að koma heim og fara í rosaflott brúðkaup þar sem að tvær yndislegar konur/stelpur eru að fara að láta gefa sig saman. Ég hlakka rosalega til, jibbíjei.

Ég vona að þið skiljið aðeins meira það sem að ég er að gera núna. Vildi óska að ég gæti verið meira í sólbaði en það er bara ekki tími til þess. Æsj. Ansans. En er að fara til Maldivene bráðum með Carinu. Jei jei jei.......

P.s. myndir komnar en eru í dálítilli óreiðu. Sorry en betra en ekkert. Er það ekki??
P.s.P.s...Gummi passa sig!!!!

7 comments:

Anonymous said...

Passa sig

Anonymous said...

Det høres ut som om du er en skikkelig matgris og tenker på mat hele tiden. he he he :)
Vær endelig forsiktig i JAFFNA!

Anonymous said...

Allt gott að frétt af mér og mínum bara alltaf það sama vinna skóli borða hugsa um krakkana og allt það:)annars er anna panna komin í stjórn kmk og alltaf að gera eitthvað þar svo það er voða gaman:)alma biður að heilsa þér líka knús knús.....

Trine Beate said...

Ta vare på deg selv, vennen! Kos til alle jeg kjenner som er inne og besøker deg og tenker på deg:-)

Anonymous said...

DSH Tölvupósturinn þinn er fullur, var að reyna að senda þér 8 mb. póst og fékk hann til baka. Taktu til stelpa eða fáðu þér gmail en ekki g streng.

Anonymous said...

já í júní kemuru líka heima að VINNA!!! er þaggi??

Anonymous said...

Blessuð systir góð. Var að velta fyrir mér, hvernig fékkstu svona góða vinnu? Liggja á ströndinni, slappa, éta og allt það sem því fylgir!
Japp, lífið er réttlátt. Hérna er góður vetur, hefur verið niðurí 20 mínusgráður og allt þakið snjó. Fer á gönguskíði og skauta (erfitt á þínum slóðum geri ég ráð fyrir...). Alltaf að bíða eftir þér og Carinu i kaffisopa og æfintýri. /Kveðja stóri brói