Wednesday, January 17, 2007

HVAÐ ER AÐ FRÉTTA HJÁ MÉR.......TJA??!!

Halló halló......
Jæja ;) Svolítið skrýtið að eiginlega ekki hafa hugmynd um hvað ég á að skrifa. Maður er nú ekki að upplifa neitt rosalega mikið lokaður inná hóteli.

Dagurinn á hótelinu.
Ég fer á fætur kl ca 06.30 og hleyp, ef ég nenni, fer í sturtu og borða morgunmat kl 08.30. Svo byrjar alvaran kl 09.00 með morgun´briefing´ og svo förum við í ´current affair´ sem að eru okkar svæði þ.e.a.s Jaffna í mínu tilfelli. Við fylgjumst mjög vel með öllum svæðunum okkar þó að við séum ekki þar.

Morgunverðarhlaðborð á hótelinu. Við erum ÓGEÐSLEGA hress alltaf..........NOT.

Kl. 10-10.30 förum við yfir verkefni dagsins og byrjum að vinna með þau til hádegis. Hádegi og ´svæðin´okkar frá 12.00-14.00. 14.00-17.00 áfram með verkefnin og kynnum þau með ´power point´.Hópurinn að vinna að einu verkefninu í vikunni.

Frá 17.00 er það æfing, afslöppun, blak, dvd, spjall eða bara eitthvað sem að okkur langar til að gera. Nema auðvitað ef að maður er duty officer og þarf að senda DSR (daily situasjon report)
Það er bar hérna og svoleiðis en það er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég verð eiginlega að taka mynd af æfingasalnum......geri það næst.
Hérna er mynd af mér og Helgu töffara með einhverja stæla við sundlaugina.

En ók maður verður bara að taka þessu eins og þetta kemur. Ég ætla allaveganna ekkert að vera að kvarta yfir því að vera á þessu hóteli og ég verð bara að segja að mér fannst þetta alveg rétt ákvörðun hjá yfirstjórninni að taka okkur frá ´svæðunum´.

Annars lenti ég í smá vandræðum hérna um daginn þar sem yfirmaður okkar skammstafaður ´HOM´ er kallaður ´homminn´ BARA útaf skammstöfuninni. Og ég, Dagný óheppna með meiru, var að tala við einhvern norðmanninn um daginn og sagði, að sjálfsögðu, já ´HOMSEN´er veldig fin???!!!! Norðmanninn rak í rogastans og þá sagði ég......´look in to my eyes, look in to my eyes, not around my eyes, look in to my eyes, look in to my eyes. Glem det jeg sa.....NÁ. Og þetta var gleymt og grafið ;) Thi hi hi........

Kús kús fra meg i solen og varmen pá hotellet.

P.S. Carina kemur eftir um það bil 28 daga jeiiiiiiei.

9 comments:

Anonymous said...

Get skilið að þig hafi ekki hlakkað til að fara út,þegar dagurinn fer nánast bara í að bíða eftir að honum ljúki..og að þú komist heim til Íslands. Held það væri nær að eyða peningum skattborgara í betri laun fyrir lögreglu og menntun fyrir þá hér heima en í friðargæslu á hóteli í Sri Lanka með homma !! Híhí

Fam/Fjölsk Borge said...

Inga:
Bara strax búin að commenta??!! Vá þetta kalla ég fljótt. Já takk hlakka til að koma heim en ég ætla samt að sækja um 3 mán í viðbót en það er auðvitað ekkert víst að það verði samt samþykkt :)
Kús og kysstu Raggý frá mér.

Anonymous said...

Hæ sæta! Bara að fylgjast með.. kvitt kvitt. Knús frá Napoli

Anonymous said...

Hæ hæ og takk fyrir spjallið!

Það er satt maður er komin í bloggklemmu af því að vera hérna, ekkert merkilegt að gerast!

Við verðum að fara að segja hvað var í matinn og svo framvegis með þessu áframhaldi tíhí.....

Myndavélinna í ræktinna á morgun!

Kv. Helga

Anonymous said...

G.Fylkis. Spurning um að skiptast á hitastigum, hvernig líst þér á það. Ég sendi þér frostið mitt og þú 1/3 af hitanum ykkar. Farinn út af hótelinu og kominn með íbúð. Lenti undir konu, svona ekkert svona, er með konu sem yfirmann og því ekki sjálfur yfirmaðurinn. Ég fæ bíl en líklega er ökumenningin svipuð hér og hjá þér. hver er sinnar gæfu smiður og einn á ferð, aðrir skulu passa sig.

Anonymous said...

Varð bara að þakka fyrir commentið, Takk!!

Anonymous said...

Hei ég er að fá fullt af efni í bloggið mitt hérna í Jaffna...... :) Hlakka nú samt til að sjá ykkur vitleysingana mína á morgunn......

Kv.Jenni

Anonymous said...

Ha det koselig i Colombo i helgen jenta mi :)
Jeg har ennå vondt i armen etter sprøytene jeg fikk for å reise til Sri Lanka :( Auuuuuuuuuu! Går vel over snart. Det er i alle fall verdt det :) Viiiiiiiiiii!

Anonymous said...

Kv. G.Fylkis. Dagný, heilir 4 dagar og þú hefur ekki sagt orð, hvað er í gangi eiginlega.