Thursday, January 11, 2007

ÁN FARANGURS..................AFTUR

Án farangurs aftur.....sá hlær best sem síðast hlær. Eins og ég hló að Sæunni þegar hún fékk ekki farangur sinn til
Íslands. Thi hi hi.......

Jæja þá er ég komin aftur til Sri í hitann og æsinginn. Og já ég verð að byrja á því að lísa/lýsa yfir óánægju minni
með farangursafgreiðsluna í tengiflugum. Andsk, helvít.....já þau eru búin að týna/tína farangrinum mínum aftur. Er
þetta hægt?? Ég var svo uppgefin í Colombo, með Sæunni, að ég nennti ekki að rífast. Ég fékk 4.500 rúbíur (ca 3.000
kr ísl) til að kaupa mér föt, sjampó, tannbursta, nærbuxur og fleira fyrir. Þetta á eftir að nægja mér í langan
tíma......NOOOOOOT. Hallllllló ég er íslensk og vön lúxus takk fyrir. Annars var par þarna sem að hafði ekki helduð
fengið farangurinn sinn og brúðarkjóllinn hennar var í töskunum!!! Úps örvænting og panik hjá þeim greyjunum. Og
bara til að toppa þetta þá lánaði hún Sæunn mer nærbuxur.....einhverjar blúndu hálfgegnsæjar netabærbuxur frá
helvíti. Ó my good, ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að hún væri að reyna að aflessa mig. Það er hægt að nota
ýmsar leiðir til þess......eitt er að láta trukkinn mig í netanærbuxur. Úffffff.
Bara smá djók með. Gat ekki sett inn myndir, sorry.

Annars er búið að vera æðislegt í fríinu. Ég ætla sko ekki að kvarta yfir því að vera skipað að vera í tvær vikur í
viðbót í fríi á launum. Ó NEI HVÍLÍK VANDRÆÐI.
Búin að vera hjá mömmu, hjá Maggý og Evu, heimsækja fullt af fólki og
djöflast í ræktinni svo að ég gat étið eins og svín meðan ég var á Íslandi, sem og ég gerði. O MY gooooood. Mamma
Birgitta og Hjörvar voru sko með matinn í lagi. Takk fyrir það.

Fór til Selmu systu líka og hitti hennar fjölskyldu sem að mér þykir svo óendanlega vænt um :)

Og já halllllóóóóó þið sem vissuð ekki af því þá kom hún Carina mér gjörsamlega á óvært og birtist daginn eftir að
ég kom til Íslands. Vá hvað mér hreinlega brá. Hún tók mig gjörsamlega í sænginni og það var æðislegt. Mamma var
rosa hneiksluð á henni að segja henni ekki frá þessu en mamma......þú kannt ekki að þegja yfir svona hlutum. Hún
væri búin að segja mér frá þessu + öllu öðru sem að gæti haft eitthvað með einhver leyndarmál að gera. By the way,
bara svo þið vitið það, mamma er æði. Hún hélt áfram uppteknum hætti að tala við mig þó að ég væri hvergi nálægt og
það versta er að ég var byrjuð að gera það sama eftir smá tíma. Verð að passa mig á þessu. Tala í eitt sett án þess
að nokkur sé nálægt. Já já þetta er víst í ættinni.

Löggukellingapartýið á mánudagskvöld var með eindæmum árángursríkt og nældi ég mér í nokkrar sögur til að hafa með
hingað til Gunna, Jens og Helgu. Frábært stelpur, takk Dóra mín.

Heyrðu jæja þetta er nú meira ruglið í manni. Nóg í dag, skrifa meira seinna. Verð samt að segja bless við hann
Gumma Fylkis sem er að fara til Bosníu þann 15 jan. Það er eins gott að það sé gott netsamband þarna svo að hann
geti haldið áfram að kvitta fyrir sig. (og takk aftur fyrir besta súkkulaðið á Íslandi)

Við verðum semsagt bara hérna á hótelinu til að byrja með og förum í ferðið út í ´distriktin´. Ég segji frá meiru
þegar ég hef frá einhverju meira að segja.

P.S. get ekki látið inn myndir þar sem að tengingin frá myndavélinni í tölvuna er í farangrinum mínum sem er
einhverstaðar áfram í ferðalagi. Ansans aftur.

lov jú all, kossar frá mér, aftur á Sri.

11 comments:

Anonymous said...

Blessuð skvísa...úff en leiðinlegt með töskuna þína ..vonandi færðu hana sem allra fyrst...
Það var ofsa gaman að ná að hitta þig meðan þú varst á landinu..
Hafðu það sem allra best,
knús frá Beggu

Anonymous said...

Hæ àstin min :)
Du har skikkelig flaks med den baggasjen din gett :) He he.
Nå er du sikkert fin i netting truser :)
Sier det for tusende gang: VÆR FORSIKTIG :)

Anonymous said...

Ég vona að þú fáir töskurnar þínar sem fyrst.
Rosalega gaman að sjá þig og Carinu. Komuð mér skemmtilega á óvart. Svo frétti ég að þú hefðir hitt Ívar í ræktinni. Held að honum hafi ekki leiðst lessukvennafangsið þar;)
Hafðu það sem allra best vinkona
Þín Hanna
ps. fæ afhent á mánudaginn og tek 2 vikur í að láta lagfæra íbúðina. Hlakka mikið til

Anonymous said...

þú ert sú heppnasta í heimi:-/ Gaman að hitta þig og hlakka til í hæsta hihtting
Hafðu það gott
Steinunn

Anonymous said...

G.Fylkis. Þér leiðist nú ekki að komast í annarra nærbuxur :=))

Anonymous said...

G.Fylkis. Þér leiðist nú ekki að komast í annarra nærbuxur :=))

BirtuMamma said...

Hæ skvísa, takk fyrir síðast á sunnudaginn ! Aftur á næsta sunnudag ?? ;-)
Hafðu það eins gott og hægt er að hafa það farangurslaus í ókunnugum nærbuxum !
Kv
Rúna

Fam/Fjölsk Borge said...

Begga:
Knús á móti. Rosa gaman á föstudaginn, takk fyrir það. Búin að fá töskuna, guði sé lof allaveganna ekki Sri Lankan airlines. Arg, 2svar núna á stuttum tíma. Lov.

Carina:
Nei ikke fin i nettingstruser for helvete........og du skal komme hit snart.......jibbijei og hei. Gleder meg masse masse.

Hanna:
Til hamingju fagra mey :) Já hitti hann og sagði hæ.......virkar nice. Vona að þið hafið það fínt saman.....kysstu litla trölla frá mér.

Steinunn:
Takk sömuleiðis Steinunn ;) rosa gaman og frábært að þú gast slitið þig frá honum ´Leifunum´ þínum....hehe he he. Sjáumst í næsta ´Lessupartýi´ a la Dóra.

Gummi:
Common......hvað er þetta heyri ég smá öfundsýki hérna....hehehehe.

Guðrún:
Jú hittumst á sunnudaginn. Sama stað á sama tíma......hehehehehehehe.

Ég er bara alltaf hlægjandi sé ég hehehehehehhehehehehehehehehehehehhehehehehehehe.

Loooooov.

Anonymous said...

Nedtellingen er i gang :)
29 dager!!!!!!!!!!!!! Viiiiiiiiiiiii

Anonymous said...

frábært að heyra að taskann hafi ratað aftur til þín enda ekki við öðru að búast hjá svona lukkudýri eins og þér sæta systa. Allir biðja að heilsa þér héðan úr Helgalandinu og er Selma ásamt gengi í heimsókn þannig að það er þéttsetið hérna á þessu Helga landi.
Atli er byrjaður að vinna hjá securitas og líkar vel að því virðist og mamma bætir sig ef eitthvað er í eldamennskunni, oh my god ef ég verð hér mikið lengur þá verð ég að illfæranlegu kjúklingafjalli en mmmmmgóður matur hér.bið að heilsa í bili krúttið mitt og gerðu nú eins og hún carina segir og farðu varlega Marín

Fam/Fjölsk Borge said...

Takk sæta Marín systa :)