Wednesday, January 31, 2007

.....FRA NOGU AD SEGJA......

Hae fallega folk :)

Eg hef allaveganna fra einhverju ad segja nuna......en thad verdur ad bida thangad til a morgun eda hinn!!?? Nog ad segja fra =Nog/brjalad ad gera.
Heyrumst seinna og please ekki gefast upp a mer!!??

Dagny i Sri

Sunday, January 28, 2007

........Á LEIÐINNI TIL JAFFNA........

Hæ darlings

Það er lélegt internet samband hérna á hótelinu inn á milli svo að stundum virkar það ekkert.

Ég er að fara til Jaffna eftir nokkra klukkutíma og verð þar þangað til á fimmtudaginn.

Reyni að skrifa meira í kvöld eða á morgun.

CIAO

Thursday, January 25, 2007

.........STAÐAN Í DAG.......


Jæja elskurnar...... Ég verð greinilega að útskýra fyrir ykkur hvað ég er að gera hérna núna og hvar ég er.

Því miður þá verð ég að segja ykkur að það eru ennþá nokkuð miklir bardagar í gangi hérna á Sri Lanka. Ástandið er bara búið að versna. Við verðum bara að sjá til hvað gerist á næstunni. Ég get samt ekkert sagt um það hvernig það verður.

Allaveganna.....núna er ég á hóteli rétt hjá Colombo með öllum öðrum SLMM meðlimum, nema þeim sem að eru að vinna í HQ (headquarters) Við verðum hérna í einhvern tíma núna að vinna með hvernig við eigum að haga vinnunni okkar í framtíðinni.
Hótelið er alveg ágætt, hlaðborð á morgnanna, hádeginu og kvöldin. Ég er mjög dugleg að notfæra mér það. Ég held ég sé búin að borða eitt tonn af ananas hérna seinustu 2 vikur. Ananasinn er ROSALEGA góður hérna. Æði.

Áfram að útskýra. Ég er að fara til Jaffna í næstu viku sem PID (Precence In District) lið með Abdel. Og það er æði þar okkur kemur mjög vel saman. Í dag er ég í nokkru sem að heitir RRT (Rapid Response Team) með Aðalbirni.....sem er líka mjög gott þar sem okkur kemur líka mjög vel saman. Og á morgun er ég með Sæunni í RRT........... sem er líka mjög gott þar sem okkur kemur líka mjög vel saman......thi hi hi hi....

Þetta er kannski dálítið erfitt, já dálítið erfitt semsagt, að vera alltaf á þessu hóteli...all the time. Úffffffff, maður er kannski dálítið vitlaus að segja að þetta sé erfitt en það er það þar sem að maður er ekki að gera það sem maður ætlaði að gera. Við erum ekki alveg í ´contacti´ við fólkið á ´svæðinu´ okkur, eða svoleiðis. En við gerum okkar besta og vonum það besta.

Ég er búin að fá samþykkt að vera hérna í 3 mánuði í viðbót svo að ég verð hérna þangað til í júní. En þá ætla ég að koma heim og fara í rosaflott brúðkaup þar sem að tvær yndislegar konur/stelpur eru að fara að láta gefa sig saman. Ég hlakka rosalega til, jibbíjei.

Ég vona að þið skiljið aðeins meira það sem að ég er að gera núna. Vildi óska að ég gæti verið meira í sólbaði en það er bara ekki tími til þess. Æsj. Ansans. En er að fara til Maldivene bráðum með Carinu. Jei jei jei.......

P.s. myndir komnar en eru í dálítilli óreiðu. Sorry en betra en ekkert. Er það ekki??
P.s.P.s...Gummi passa sig!!!!

Tuesday, January 23, 2007

......ÚT MEÐ GÆRUNA.......ÞAÐ ER LYKT AF HENNI!!!

Hæ darlings.....

Trallalala, Helga, ég og Jens.....út með gæruna....
Ég verð bara að segja ykkur frá því að ég er að planleggja að Carina komi hingað. OOOOO ég hlakka svo rosalega til ;)
Og núna eru örugglega einhverjir að hugsa og búin að vera að hugsa lengi....´heyrðu voru þær ekki hættar saman´ Jú það er rétt að við reyndum, já við reyndum, en það tókst bara ekki alveg. Og svo getið þið pælt í því hvort að við séum vitlausar og heimskar að halda svona í hvora aðra.....en verði ykkur bara að góðu!!!! Þið græðið ekkert á því.
Ég og Carina erum búnar að gera plan, mjög gott plan, sem að við erum báðar sáttar við. Og hananú nóg um það.
Ég hlakka allaveganna rosalega til að hún komi hingað. Júhú og hei.

Við erum að fara til Maldivene í 5 nætur og 6 daga.....

......SJÁIÐI EYJUNA.....EMBUDU VILLAGE.....

jeiiiiiiii.....förum svo til Colombo á Cinnamon hótel og endum á Beach hótel. Í millitíðinni ætlum við að heimsækja litla og stóra munaðarlausa fíla, já fíla, rétt hjá Kandy gömlu höfuðborginni á ´Ceylon´.

En nú er það stóra spurningin í kvöld ´tekst mér að setja inn myndir´??? Er að reyna vona að það takist vegna þess að þið verðið að sjá myndirnar frá Colombo og þá sérstaklega af henni Helgu þegar hún var að reyna að vera SEXY!!!!!!

.......JEEEE HELGA BABY YOU ARE SOOOOO SEXY.....
Ég læt þá mynd bara á bloggsíðuna hvort sem að ég get látið fleiri myndir eða ekki. Thi hi hi.....

Það var mjög fínt í Colombo en súrt að við gátum ekki fengið að fara að dansa.....ansans. Ég er ennþá pínu svekkt útaf því. En jæja.

Fór á viktina í gær og fékk sjokk. Ég taldi upp um það bil 5 afsakanir á því hvers vegna viktin fór svona langt upp og var byrjuð að sjá fyrir mér svona dagbók eins og Bridget Jones var með. Váááá, mér finnst bara svo gott að borða og að vera með hlaðborð stanslaust er alveg að fara með mig. SHIT.

Aftur nóg um það, best að kíkja á einn Gray´s Anatomy......Váááá hún hélt á sprengju í gær....ætlaði aldrei að geta hætt að horfa á. Shit maður hvað maður er klikkaður.

Hí hí hí hí frá Sri
P.S. Sorry tókst ekki ad láta inn myndirnar.

Sunday, January 21, 2007

........HÆ DÚLLUR NÆR OG FJÆR.......

TÚ TÚ
Hæ dúllur nær og fjær

Jæja eins og þið hafið kannski tekið eftir þá hef ég ekkert verið neitt rosalega flink við að skrifa að undanförnu og það á sínar náttúrulegu skýringar.

Nr. 1
Greys anatomy. Ók, ég veit eiginlega ekki hvort ég eigi að þakka Evu og Maggý fyrir að koma mér í þessu tímaeyðslu. Gæti verið að gera eitthvað annað en þetta. Hei hei ekki tala illa um þáttinn um flottu skurðlækningarkonunemann!!!??? Hei hver ert þú......hei.....ók Dagný nr 2 farðu að leggja þig aftur.....klikk klikk......
Það var mynd hérna af Gray´s Anatomy en hún hvarf??!! Arg.
Hún er nú ekki ljót hún Meredith í Grey´s A.

Nr. 2
Listin að gera ekkert á sem lengstum tíma. Ég held að ég verði bráðum nýkrýndur heimsmeistari í þessarri grein sem er iðkuð af iðjuleysingjum um heim allan og þeir urðu nú ekki hrifnir þegar ég kom og geispaði af þeim titilinn
.

Og svo átti að vera önnur mynd hérna, letingjamynd, en nei....tókst bara ekki!!??

Nr. 3
Horfa á sjónvarpið í 2-3 klst án þess að vera horfa á nokkuð sérstakt?!!! Hvernig er þetta hægt. Ég svissa ca 100 sinnum á milli stöðvanna og er að eyðileggja liðina í þumalputtanum mínum. Ááááááiiiii.......

Nr. 4
Hugsa um að ég hafi eiginlega ekki verið að gera neitt og sjá eftir því í rosalega langan tíma. Hvað er málið?? Eftirsjá mæ ass. Nota marga tíma í eftirsjá og svo nota ég marga tíma í að sjá eftir eftirsjánni.......Bla bla bla........

Heyriði mig, djöfulls rugl. Ég var semsagt í Colombo um helgina og það var rosa stuð þó að við fengum ekki að fara að dansa. Segji ykkur frá allri Colombo á morgun eða hinn. Það fer eftir því hvað ég nota mikin tíma í númer 1, 2, 3 og 4. OOOOOOOg reyni að láta inn myndir. Já já......

Jæja núna get ég farið að sofa með góðri samvisku, Gummi getur ekki skammað mig núna og sagt að ég sé eins og Jens í skrifum ;) Thi hi hi, hæ Jensi.......

Takk til allra sem að voru með mér um helgina.

Wednesday, January 17, 2007

HVAÐ ER AÐ FRÉTTA HJÁ MÉR.......TJA??!!

Halló halló......
Jæja ;) Svolítið skrýtið að eiginlega ekki hafa hugmynd um hvað ég á að skrifa. Maður er nú ekki að upplifa neitt rosalega mikið lokaður inná hóteli.

Dagurinn á hótelinu.
Ég fer á fætur kl ca 06.30 og hleyp, ef ég nenni, fer í sturtu og borða morgunmat kl 08.30. Svo byrjar alvaran kl 09.00 með morgun´briefing´ og svo förum við í ´current affair´ sem að eru okkar svæði þ.e.a.s Jaffna í mínu tilfelli. Við fylgjumst mjög vel með öllum svæðunum okkar þó að við séum ekki þar.

Morgunverðarhlaðborð á hótelinu. Við erum ÓGEÐSLEGA hress alltaf..........NOT.

Kl. 10-10.30 förum við yfir verkefni dagsins og byrjum að vinna með þau til hádegis. Hádegi og ´svæðin´okkar frá 12.00-14.00. 14.00-17.00 áfram með verkefnin og kynnum þau með ´power point´.Hópurinn að vinna að einu verkefninu í vikunni.

Frá 17.00 er það æfing, afslöppun, blak, dvd, spjall eða bara eitthvað sem að okkur langar til að gera. Nema auðvitað ef að maður er duty officer og þarf að senda DSR (daily situasjon report)
Það er bar hérna og svoleiðis en það er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég verð eiginlega að taka mynd af æfingasalnum......geri það næst.
Hérna er mynd af mér og Helgu töffara með einhverja stæla við sundlaugina.

En ók maður verður bara að taka þessu eins og þetta kemur. Ég ætla allaveganna ekkert að vera að kvarta yfir því að vera á þessu hóteli og ég verð bara að segja að mér fannst þetta alveg rétt ákvörðun hjá yfirstjórninni að taka okkur frá ´svæðunum´.

Annars lenti ég í smá vandræðum hérna um daginn þar sem yfirmaður okkar skammstafaður ´HOM´ er kallaður ´homminn´ BARA útaf skammstöfuninni. Og ég, Dagný óheppna með meiru, var að tala við einhvern norðmanninn um daginn og sagði, að sjálfsögðu, já ´HOMSEN´er veldig fin???!!!! Norðmanninn rak í rogastans og þá sagði ég......´look in to my eyes, look in to my eyes, not around my eyes, look in to my eyes, look in to my eyes. Glem det jeg sa.....NÁ. Og þetta var gleymt og grafið ;) Thi hi hi........

Kús kús fra meg i solen og varmen pá hotellet.

P.S. Carina kemur eftir um það bil 28 daga jeiiiiiiei.

Saturday, January 13, 2007

Halló þið í snjónum frá mér í hitanum ;)


Carina, Dropi og mamma.

Halló elskurnar aftur J

Gaman að sjá að það eru nokkrir sem að hafa ekki gefist upp á að kíkja á síðuna mína.

Ég hef pínu áhyggjur af því hvað ég á að skrifa á næstunni því að það á ekki mikið eftir að gerast hjá mér næstu tvær vikur. Við eigum að fara á ´námskeið´og eigum að halda okkur á hótelinu. Jæja það sem að er jákvætt við það er að ég nota ekki mikla peninga hérna.
Þetta hótel er ekki nærri því eins flott og Cinnamon sem að við höfum verið á áður. Maturinn slakari (sem að er kannski allt í lagi þar sem að maður borðar þá kannski minna), W C er ekki til hérna bara ótrúlega léleg eftirlíking með heilu einu, já einu hlaupabretti sem að við eigum eftir að rífast um eins og kettir og hundar.
Og þjónustan.....það er nú bara eitthvað að tala um. Jannike sem að er með mér í Jaffna var að borða hádegismat í gær og var eitthvað að hlægja þá kemur ein konan í ´kjól´eða þið vitið svona sharong eða eitthvað, og segir við hana ´þú átt að borða fyrst og ´öskra´ eftir matinn´!!!????? Hallóóóó....og ekki batnaði það um kvöldið þegar Jens, eða CB (Care bear) eins og hann er kallaður af norðmönnunum fékk átölur frá Manager á barnum um að hann mætti ekki vera í hlýrabol!!!???? Hallóóóóó aftur.....hvað er málið?? Ég ætti kannski að fara að ´lessbíast´og sjá hvað þau segja þá. Thi hi hi hi.

Ég og Maggý í smá leik.

Góðar fréttir: Carina er búin að panta sér far til Sri Lanka og kemur þann 11 febrúar ;) Jibbíjei. Það verður æði. Ég ætla að sýna henni aðeins Colombo, panta auðvitað á Cinnamon, og svo förum við til suður Sri Lanka og jafnvel til Maldive eyjanna (man ekki hvernig þetta er skrifað, Maldivene?) Váááá, þetta verður algjört æði.

Smá djók frá síðunni hjá Raggý og Ingu.

Er Elmar eða skráma?

Er Jóhann eða hún?

Er Jafet eða meter?

Er Sóley eða drangi?

Er Þórarinn eða út?

Er Einvaldur eða orsök?

Er Þorsteinn eða hnullungur?

Er Heiðar Lár eða hár?

Er Bryndís eða dúr?

Er Guðjón eða rafeind?

Er Elmar eða blettur?

Er Bergsveinn eða stúlka?

Er Vilhjálmur eða hanski?

Er Ingibjörg eða klettur?

Er Bergljót eða viðbjóðsleg?

Er Sveinlaug eða pottur?

Er Hlédís eða drottning?

Er Eyvindur eða rok?

Er Valtýr eða Þór?

SLMM lið að slappa af á laugardegi eftir vinnu.

Love frá mér til ykkar í snjónum á íslandi og í Noregi.

D.

Thursday, January 11, 2007

ÁN FARANGURS..................AFTUR

Án farangurs aftur.....sá hlær best sem síðast hlær. Eins og ég hló að Sæunni þegar hún fékk ekki farangur sinn til
Íslands. Thi hi hi.......

Jæja þá er ég komin aftur til Sri í hitann og æsinginn. Og já ég verð að byrja á því að lísa/lýsa yfir óánægju minni
með farangursafgreiðsluna í tengiflugum. Andsk, helvít.....já þau eru búin að týna/tína farangrinum mínum aftur. Er
þetta hægt?? Ég var svo uppgefin í Colombo, með Sæunni, að ég nennti ekki að rífast. Ég fékk 4.500 rúbíur (ca 3.000
kr ísl) til að kaupa mér föt, sjampó, tannbursta, nærbuxur og fleira fyrir. Þetta á eftir að nægja mér í langan
tíma......NOOOOOOT. Hallllllló ég er íslensk og vön lúxus takk fyrir. Annars var par þarna sem að hafði ekki helduð
fengið farangurinn sinn og brúðarkjóllinn hennar var í töskunum!!! Úps örvænting og panik hjá þeim greyjunum. Og
bara til að toppa þetta þá lánaði hún Sæunn mer nærbuxur.....einhverjar blúndu hálfgegnsæjar netabærbuxur frá
helvíti. Ó my good, ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að hún væri að reyna að aflessa mig. Það er hægt að nota
ýmsar leiðir til þess......eitt er að láta trukkinn mig í netanærbuxur. Úffffff.
Bara smá djók með. Gat ekki sett inn myndir, sorry.

Annars er búið að vera æðislegt í fríinu. Ég ætla sko ekki að kvarta yfir því að vera skipað að vera í tvær vikur í
viðbót í fríi á launum. Ó NEI HVÍLÍK VANDRÆÐI.
Búin að vera hjá mömmu, hjá Maggý og Evu, heimsækja fullt af fólki og
djöflast í ræktinni svo að ég gat étið eins og svín meðan ég var á Íslandi, sem og ég gerði. O MY gooooood. Mamma
Birgitta og Hjörvar voru sko með matinn í lagi. Takk fyrir það.

Fór til Selmu systu líka og hitti hennar fjölskyldu sem að mér þykir svo óendanlega vænt um :)

Og já halllllóóóóó þið sem vissuð ekki af því þá kom hún Carina mér gjörsamlega á óvært og birtist daginn eftir að
ég kom til Íslands. Vá hvað mér hreinlega brá. Hún tók mig gjörsamlega í sænginni og það var æðislegt. Mamma var
rosa hneiksluð á henni að segja henni ekki frá þessu en mamma......þú kannt ekki að þegja yfir svona hlutum. Hún
væri búin að segja mér frá þessu + öllu öðru sem að gæti haft eitthvað með einhver leyndarmál að gera. By the way,
bara svo þið vitið það, mamma er æði. Hún hélt áfram uppteknum hætti að tala við mig þó að ég væri hvergi nálægt og
það versta er að ég var byrjuð að gera það sama eftir smá tíma. Verð að passa mig á þessu. Tala í eitt sett án þess
að nokkur sé nálægt. Já já þetta er víst í ættinni.

Löggukellingapartýið á mánudagskvöld var með eindæmum árángursríkt og nældi ég mér í nokkrar sögur til að hafa með
hingað til Gunna, Jens og Helgu. Frábært stelpur, takk Dóra mín.

Heyrðu jæja þetta er nú meira ruglið í manni. Nóg í dag, skrifa meira seinna. Verð samt að segja bless við hann
Gumma Fylkis sem er að fara til Bosníu þann 15 jan. Það er eins gott að það sé gott netsamband þarna svo að hann
geti haldið áfram að kvitta fyrir sig. (og takk aftur fyrir besta súkkulaðið á Íslandi)

Við verðum semsagt bara hérna á hótelinu til að byrja með og förum í ferðið út í ´distriktin´. Ég segji frá meiru
þegar ég hef frá einhverju meira að segja.

P.S. get ekki látið inn myndir þar sem að tengingin frá myndavélinni í tölvuna er í farangrinum mínum sem er
einhverstaðar áfram í ferðalagi. Ansans aftur.

lov jú all, kossar frá mér, aftur á Sri.