Wednesday, August 29, 2007

NÝR BÍLL (FRÚ PIMP) OG CARINA....NORGE.

Babe og BMW

HALLÓ SÆTU ;)

BMW með kúl ökumanni.

Núna er ég semsagt að fara til Noregs á morgun og ég hlakka hvílíkt til. Vildi óska að ég gæti tekið frú Pimp með svo að ég gæti krúsað í Fredrikstad með Carinu við hliðina á mér. En jæja shti au.


BMW stýri og hnén á mér.

Ég er að sjálfsögðu byrjuð að vinna í löggunni í Rvk og það er rosa gaman en ROSALEGA MIKIÐ álag núna. Þetta er bara ekki orðið fyndið lengur. Og svo eru bara allir að hætta. Hmmmmm, tala um það meira seinna.

Ég er semsagt að fara til Carinu á morgun og ég hlakka svo mikið til að ég er að drepast. Þetta verður æði. Sævar ætlar að passa íbúðina, Eva gætir Frú Pimp og Gummi í Bozníu ætlar að uppfæra bloggið mitt þar sem að hann hefur ekkert betra að gera ;) thi hi hi.

BMW topplúgukíkjari....sem að heitir Maggý babe

Fór með trúlofunarhringinn í viðgerð í vikunni og það var ekki ódýrt. Djö. Steinarnir vilja bara ekki vera í hringnum. Ég skil þetta ekki. Carina á ekki við þetta vandamál að stríða. Annars var Carina búin að finna út hvers vegna þetta var. Ég er alltaf að lyfta lóðum og þá beygjist hringurinn. Hljómaði allaveganna trúlegt. Og ég lyfti lóðum.....ekki Carina......held ég.....

Nóg um það, Hérna eru myndir af stoltinu mínu þessa dagana. BMW, 3 línan, 1800 vél, sjálfskiptur MEÐ topplúgu. Carina....Frú Pimp bíður eftir þér.

BMW de lux.

Og ég og Eva sáum Astrópíu um daginn. Mjög skemmtileg og öðruvísi. Mæli með henni....þó það sé bara til að horfa á vöðvana á Ragnhildi. Jí hvað hún er flott.

Hún er bara babe hún Ragnhildur. Næstum því eins og rennilegur, stæltur BMW ;) hi hi.

Lov jú oll.

Þetta er Guðrún vinkona mín.............og já hún er stundum kölluð Rúna............ansans.....og litla gæludýrið hennar og dóttur hennar sem að heitir Birta. Dótturin heitir Birta ekki hamsturinn. Thi hi ömurlega skrifað.

12 comments:

Anonymous said...

Hæ Dagný. Long time no seen. Rakst fyrir algera tilviljun á bloggið þitt og verð að kasta á þig kveðju. Gaman að sjá hvað allt gengur vel og innilega til hamingju með allt saman. Bið að heilsa Carinu og Norge - mitt andre hjem :-) Bara í örstuttu til að öpdeita um mig: búin með skólann, flutt til kef, var líka að kaupa mér bíl og alltaf sama strákadramað, hehe. Knús og klem*** Linda sem var að vinna í Securitas

Anonymous said...

*hjúkk* þú settir inn rétta mynd af Astrópíu-beibinu .. soldið að verða þreytt hvað er verið að ruglast á okkur nöfnunum! Kannski ekki skrítið þar sem við erum ekki svo ólíkar .. alltaf að sprikla í ræktinni og sona!!! :-D tíhíhí
Góða ferð til Norge og hafið það rooooosa gott sætu turtildúfur. love&knús

Anonymous said...

Eigðu góða ferð til Carinu og knúsaðu hana frá mér. Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur aftur og þá hermi ég upp á þig loforðið um að mæta heim í uniforminu og taka krakkagríslingana í gegn:)
Risaknús frá mér

Anonymous said...

Bare 6 timer til jeg står i armene dine :) :) :) Jiiiiiiii; jeg gleder meg!

Fru P.I.M.P. er ganske så fin og jeg tror jeg vil kle henne. I mellomtiden får vi kruse rundt i min fine bil. tror ikke den har fått noe navn.?. Det var rart. Shame on us!
Ellers må jeg bare si at Gudrun og hamsteren lignet på hverandre... he he he :)

Takk til alle hilsner.

Klem til alle Carina, som skal kose seg med kjæresten i to uker. Deilig å være sååååå forelska etter snart 9 år sammen. Det kiler i magen Dagny :)

Anonymous said...

Vá!!! getur þú talað eitthvað meira um þennan bíl tihi :)

Góða skemmtun í Norge, bið að heilsa sætu þinni :)

Kv. Helga

Anonymous said...

Hey þú verður að taka runt á Laugarvatn og sýna mér bílinn. Vona að þú hafir það gott í Noregi. Knús á ykkur báðar

Anonymous said...

Ekki segja mér að þú hafir keypt þér BMW. Hver ruglaði þig svona í ríminu, er ekki allt í lagi. Það eina sem getur verið gott við BMW er topplúgan og útsýnið, allavega á myndinni. Annars dettur mér alltaf þú í hug þegar ég geng inn í Norska búð hér, í ísskáp við kassan er nefnilega snus. G.Fylkis

Anonymous said...

Hæ skvísa
Vá hvað við Randalína erum sætar! Og líkar, það er rétt hjá þér Carina, sérstaklega þó munnsvipurinn ;-)
Til hamingju með bílinn Dagný, hann er ROSA flottur, þú passar bara að hafa alltaf einhvern með þér til að stökkva út og tína upp steina sem eru of stórir fyrir hann að keyra yfir... hehe... og engar hraðahindranir!!!

Hafið það gott í fríinu og slappið vel af!

Kv
Rúna (Guðrún)

Anonymous said...

http://skyrr.is/um-skyrr/starfsfolk/allir-starfsmenn/persona/persona/69/1 þessi ekkert lík fyrirmyndinni eða hvað. Ég hef ekkert heyrt frá DSH til að uppfæra bloggið hennar, býst þó við að hún sé að skoða Noreg og styrkja norskt hagkerfi. G.Fylkis

Anonymous said...

Ertu ekki komin heim ??? blogga-blogga :)

Anonymous said...

Ég veit að hún er kominn heim, er að skoða möguleika á tölvutengingu í bílinn, fyrr verður líklega ekki bloggað.

Anonymous said...

Hey skví, vildi bara segja að þú ert flott gella.
Nenni ekki að vera lesa sálfræði.
Segi enn og aftur TAKK FYRIR SÖNGINN UM DAGINN, REDDAÐI DEGINUM.
Bið að heilsa í borgina