Hæ elskurnar
Þetta verður bara stutt í dag þar sem að ég er eitthvað lasin og slöpp.
Ég er semsagt búin að fá nýja stöðu í SLMM. Þessi staða heitir ADC og þetta er rosalega spennandi fyrir mig.
Þar sem að ADC segir ykkur absoulutely EKKERT þá ætla ég að reyna að útskýra þetta aðeins. Ég verð semsagt aðstoðarmaður yfirmanns okkar hérna á Sri Lanka. Hann er norskur og heitir Lars Sölvberg. Mjög fínn maður.
Ég verð í því að skipuleggja fyrir hann fundi, ferðir og eiginlega bara allt. Svo mun ég einnig þvælast með honum hvert sem að hann fer. Er búin að upplifa mjög spennandi hluti strax fyrstu vikuna svo að ég hlakka mikið til að takast á við þetta starf. Jibbí.........
Ég verð að viðurkenna að ég varð frekar stolt af þessu og svo kom þetta líka mér ROSALEGA á óvart. Vá hvað lífið kemur skemmtilega á óvart inn á milli.
Annars er systir mín Selma og hennar ´flokkur´(Tommi, Raggi, Diddi, Hannes og Marta....+2 hundar) búin að kaupa gistiheimilið Miklagarð á Sauðárkróki. Æðislegt og ég mæli með að fólk kíki til þeirra ef að þið eruð að þvælast þarna í flottu sveitinni.
.......Gistiheimilið Mikligarður......Mamman hennar Carinu var í aðgerð á þriðjudaginn til að reyna að laga mjöðmina hennar. Hún á frekar erfitt með gang. Þegar hún fæddist þá voru lærleggirnir ekki inn í mjaðmafestingunum og það fattaðist ekki fyrr en hún ætlaði að byrja að labba um eins árs gömul. Þá varð hún að vera með gifs í, að ég held, 1 1/2 ár. Vá allt í klessu. En við vonum að þetta fari vel.
Mamma brjálaða er á Kúbu með Sævari og Dóru. Djí hvað það hlýtur að vera gaman hjá þeim maður.
Helga litla í Trinco hrósaði mér svo vel í seinasta bloggi að ég verð víst að segja eitthvað fallegt um hana hérna núna ;) Helga.......ég vildi óska að ég væri að koma til þín. Þetta er það EINA neikvæða við nýju vinnuna. Ég fer ekki til Trinco. Ansans.

Nóg um það.............Helga er frábær........... þarf ég að segja eitthvað meira. Thi hi hi.
Með ástarkveðju frá Sri.
Dagný veika og slappa
Og P.s. bara svo að þið vitið það þá er ég orðin frænka ;)