Sunday, July 01, 2007

......CARINA OG MAGNI :).......

Halló halló
Jæja hérna kemur sagan um Carinu og Magna í Á móti sól.
Þannig er mál með vexti að síðan við heyrðum í Á móti sól í Galtarlæk (verslunarmannahelgi 2005...held ég) og síðan þá hefur Carina verið MIKILL aðdáendi þeirrar hljómsveitar og sérstaklega fannst henni Magni FRÁBÆR. Og svo þegar Magni tók þátt í Rock Star þá varð hún ennþá hrifnari af honum. Tralla la la la.......

Allaveganna þá keypti hún safndisk með Á móti sól þegar hún kom í brúðkaupið um daginn.

Þann 17 júní síðastliðinn vorum við heima hjá mömmu, Hjörvari, Birgittu og fallegu tvíburunum þeirra. Hún elskan mín hélt á einum fallega tvíburanum og byrjaði að söngla með lagi sem að hún heyrði. Hún sagði við Hjörvar...´bara rosa partý við hliðina á, þeir eru að spila Á móti sól´. Þá svaraði Hjörvar því örlagaríka svari ´nei nei þetta eru ekki nágrannarnir.....Á móti sól er að spila á 17 júní hátíðinni við Hlégarð.
Carina mjööööög leið.

Ó MÆ GOOOOOD. ÞÁ BYRJAÐI ÞAÐ.

Carina trompaðist alveg og byrjaði að hrópa og öskra og dró mig áfram á hárinu út í bíl. (kannski smá ýkt) Við keyrðum á fullu til Hlégarðs, settumst niður í brekkunni, og þá var lagið búið og Magni segir ´takk fyrir í kvöld þið voruð frábærir áheyrendur´!!!! Þið hefðuð átt að sjá vonbrigðarsvipinn á henni litlu sætu kærustunni minni. Hún reyndi svo að fá mig til að fara með henni að taka mynd af henni með Magna en hann var umkringdur 50 krökkum og mér fannst það pínu vandræðarlegt að fara að kasta þeim í burtu. (já ég var pínu vandræðaleg...so be it)

Magni umkringdur ungum aðdáendum
Við fórum að bílnum aftur og þá sé ég bíl aka framhjá sem að ég var pottþétt á að var bíll hljómsveitarinnar og að þeir væru á leiðinni í annað ´gigg´. Ég sagði það við Carinu og þá kom vonarglampi í augun hennar og hún kastaði sér í framsætið lét á sig beltið og öskraði ´follow that car´. Hmmmm ég stökk í viðbragðsstöðu og hljóp inn í bílinn og skransaði af stað. Ég geri að sjálfsögðu það sem mér er sagt.
....The car is beiing followed....
Við eltum bílinn.....( ók hérna er partur þar sem að ég get ekki skrifað neitt um þar sem að ég er lögga og á að vera til fyrirmyndar).... við skulum bara orða það svoleiðis að ég hefði pottþétt stoppað rútuna ef að ég hefði verið í vinnunni að mæla bíla. En það þýðir að sjálfsögðu ekki að ég hafi gert eitthvað rangt...eða hvað.....shit.....

Allavega eltum við rútuna til Kópavogs og mikið rétt þeir voru að fara að spila þar. Sko hana brosandi

Carina fékk að hlusta á Á móti sól og svo náðum við í strákana þegar þeir voru nýfarnir af sviðinu og Carina fékk líka þessa fínu mynd af sér og ´the band´. Magni og gengið umkringdir ´gamla´aðdáendanum...Carinu ...sem að elti þá frá Mosó til Kópó (og ég með...djö)

Það fyndna var að henni finnst Magni svo mikið æði að svona hálftíma seinna var hún alveg að sleppa sér yfir því að hún hafði ekki sagt neitt við hann þegar ég tók myndina. Hún var búin að sjá þetta fyrir sér þar sem að hún myndi vera rosa kúl á því og segja ´hei´og hann myndi svara ´hei´á móti.....og svo framvegis.
Carina ánægð með kærustuna sína ;)
Ég vill hérmeð biðja Carinu um að skrifa spurningarnar sem að hún ætlaði að spyrja hann um hérna á ´comment´. Please.

Þetta var löng saga. Takk fyrir að nenna að lesa.

15 comments:

Anonymous said...

Það var mikið....... að þú hafðir tíma........ til að skrifa eitthvað
G.Fylkis

Anonymous said...

heyrðu þú þarna.. komdu bara heim.. ég nenni ekki að hafa þig ekki hérna sko!

Anonymous said...

Love you litlle drösl.
Big drösl

Anonymous said...

Jeminn hvað þetta var krúttlegt :))) brosi alveg í hringi ;) Enda skil ég svooo vel ad eiga sona "idol" hahahahah Say no more!! :D

ohhh hvað er gott að vera komin heim í hreina loftið og vatnið! jájá alltaf sama klisjan. Gott ad fara af skerinu en alltaf gott að koma heim :)

*knús&kram* sæta okkar

Anonymous said...

Hæ, hæ

Frábær saga :)

Kv. Helga

Anonymous said...

hæ góð saga og fínt ævintýri til að lenda í.

Anonymous said...

Hehe... orðnar grúppíur bara !!
;-)

Kv
Rúna

Anonymous said...

Hæ Dagny, Þetta er hreinasta snilld þessi saga :)jæja eg er farin að telja þangað til u kemur heim dúddírúddí :)langaði bara að kasta smá kveðju á þig :) knúuss

Fam/Fjölsk Borge said...

Gummi-
Já það er gott. Ég skal reyna að vera duglegri.

Eva M-
Já rétt hjá þér. Og veistu hvað....Carina og vinkona hennar voru á tónleikum með scisser sisters....arg...mig langar líka.

Selma-
Og ég elska þig líka stóra systir ;)

Raggý og Inga-
Bon Jovi....Bon Jovi....Bon Jovi.... Gaman að ´sjá´ykkur aftur. kús kús.

Helga-
Ooooooo og þú ert að fara til Íslands. Það verður gaman hjá þér og genginu þínu.

Steinunn-
Takk fyrir það. Vona að það gangi vel hjá þér...hendinni.

Rúna-
Alltaf verið grúbbíur...he he he...allaveganna litla Carina.

Mæja-Haltu bara áfram að telja niður. Jei hlakka til að koma heim. kúl.

Anonymous said...

Frábær saga og myndirnar sem fylgdu líka. Ég þekki sko grúppíuhlutverkið. Þarf ekki að leita nema 3 ár aftur í tímann þegar ég gerðist stalker á goðið mitt þegar hann kom hingað til lands:) Hann mun aldrei gleyma mér...hmmmm.....

Anonymous said...

Kanskje jeg ville spørre om han kunne synge i bryllupet vårt ???

Anonymous said...

Farðu vel með þig, þetta er alveg að verða búið.

Anonymous said...

Frábær saga !!! hlakka til að fá þig heim....

Unknown said...

-.-

Anonymous said...

Brilliant saga :)