Ísafjörður, Gay Pride og ÓMenningarnótt
Ég og Eva á Ísafirði með lið frá Mýraboltanum í Bakinu ;) Ég, Marín og Eva ókum saman til Ísafjarðar og fórum í brúðkaup. Það voru ekkert rosa margir í bænum en Mýraboltinn bætti nú úr því. Mig langar sko að vera með næsta ár. Fullt af drullu, konur í þröngum flottum stretch galla...bleikum.... og allir hreyfast rosa hægt, berjast, detta, faðmast og allt. Lesbíur sameinumst í Mýrabolta, við myndum RÚLLA þessu upp. ÓJÁ GIRL POWER.
Ég að ´pósa´á leið frá Ísó
Ég og Eva á mótórhjólinu í kjólum á Gay pride.
Og svo kom Gay Pride næstu helgi. Ó mæ good. Alltaf jafn gaman þar. Ég elska að vera íslensk og sérstaklega á þessum degi. Það er æðislegt að vera niður í bæ og upplifa þetta samfélag. Gamalt fólk, útlendingar, unglingar, börn, samkynhneigðir, gagnkynhneigðir, tvíkynhneigðir, fatlaðir, ófatlaðir, klikkað fólk, venjulegt fólk, óvenjulegt fólk, skrýtið fólk...allir saman, brosandi, hlægjandi, í góðu skapi að njóta dagsins. Æi...ég get bara ekki útskýrt hversu stolt ég er. Ég er svo stolt yfir því að vera alkahólisti, lesbía og svo hefur þjóðernissinninn í ´mér aukist um 200% seinustu ár útaf þessum degi. Áður ók ég niður Laugarveginn sem stolt samkynhneigð kona.....núna ek ég niður Laugaveginn sem stolt íslensk kona, partur af þjóðfélaginu. Æði. Ég elska ykkur ÖLL sem að voruð þarna niðurfrá að taka þátt í þessu með okkur.
TAKK ÍSLAND
Maja, Hildur, stráksi, Lilja og Una á bátnum að horfa á flugeldaÓmenninganótt kom og fór frekar friðlega. Við fórum á Q bar og ég var að brjálast þar sem að ég fílaði ekki músíkina mjög vel. Alveg ágæt til að hlusta á en ekki til að dansa. Common Q bar....er þetta gay bar með gay músík eða á þetta að vera ´hipp´bar. Please bring on the GAY MUSIC. MADONNA where are U?
Hinn yndislegi bróðir minn með ...........hmmm.................Enok............hmmmmmmmmm.........Ísar.......hmmmmmJá ég viðurkenni að ég þekki þá ekki alveg í sundur. Ef að þeir væru saman ók....en ekki saman...ekki alveg að ná þessu. Þeir eru bara yndislegastir af öllum og eiga æðislega foreldra. Birgitta og Hjörvar eiga sko hrós skilið fyrir uppeldi þeirra á strákunum. Þið eruð æði.
Annars er ég búin að kaupa bíl....BMW...já í alvöru. Ég ætla að taka mynd af honum og láta hana hérna bráðlega. Núna er ég Nike hóra og á pimp bíl. Shit Carina hvað er að gerast??? Drífðu þig hingað kona.
Og ég er að fara til Carinu 30 ágúst og verð í 13 daga. Jibbíjei og hei.
Helga og Jens eru komin til landsins...velkomin bæði tvö.
Love.