Ég veit að ég hef ekki verið dugleg að skrifa undanfarið en það hefur sínar skýringar.
1. ég hef rosa lítinn tíma
2. rosalega mikil vinna
3. ég er dálítið löt
4. og ég er ekki sú duglegasta við að skrifa blogg.....
5. ég hef ekkert rosa mikið að skrifa um þessa dagana
En ég hef tíma til að fara í andlitssólbað eins og sést á þessari mynd ;)
101 afsakanir allavega......
En semsagt....það er búið að vera mjög mikið að gera hérna og ef að ég mundi skrifa um það sem að ég er að gera þá munduð þið bara rugluð í kollinum ykkar og ekki nenna að lesa meira en tvær línur hjá mér.
Átökin hérna á Sri Lanka aukast bara og núna um daginn sagðist stjórnin vera búin að ná yfirtökum á austurhluta eyjunnar. Það er búinn að vera harður slagur um Thoppigala seinustu mánuði og núna virðist sá slagur búinn. En...maður veit aldrei. Þar sem að ég er komin í starfsmannastjórn þá hef ég ekki eins mikið að gera með átökin og áður. Því miður. En starfið sem að ég er í er mjög krefjandi og ég er að læra helling af nýjum hlutum og ´stöffi´.
Helga var að fara heim til Íslands í fyrsta skipti í marga marga mánuði. Henni hlakkaði svo til að hitta alla...Gest, Baddý, Þóru og að sjálfsögðu blóðfjölskylduna ;)
Ég fer alveg að koma heim og ég hlakka rosalega til. Er að fara í brúðkaup þann 4 ágúst á Ísafirði þar sem að Sunna Dórudóttir er að fara að gifta sig. Jeminn hvað það verður æði. Svo er auðvitað gay pride helgina þar á eftir og það er aldrei að vita nema maður birtist í þeirri göngu allt í einu....kannski með Evu Maríu J
Ég hugsa mikið til ykkar á Íslandi og vill bara að þið vitið að mér þykir rosa vænt um ykkur.
Lene að hjálpa mér ´á bak´
Litla stúlkan mín í Noregi getur nú alveg líka fengið smá ástarkveðjur héðan frá Sri.
Bente og Lene að týna gras með konu frá Sri Lanka. (við vorum í hláturskasti að taka þessar myndir fyrir framan gám með mynd á)
P.s. er að reyna að vera dugleg að æfa svona seinustu vikurnar (3) og er búin að vera dugleg að fara í nudd líka. Og já er í eigin íbúð núna í Colombo. Risastór íbúð með 2 baði...með klósetti, einni sturtu.....með klósetti og einu klósetti. Vá getið þið talið.
12 comments:
Mikið var, var farinn að hafa áhyggjur, þú ekki þekkt fyrir að hafa hljótt og láta ekki í þér heyra. Njóttu síðustu daganna þarna og svo verða viðbrigði að koma aftur heim. Öfunda þig samt. G.Fylkis
kvitt-kvitt ........ gaman að heyra frá þér stelpa! :) Njóttu þess að fara í ódýrt nudd og smá dekur síðustu dagana í heita landinu :)
Takk for kjærlighetshilsen vakre jenta mi. Fine bilder. Jeg gleder meg sinsykt til å få deg litt nærmere i alle fall.
Love u :)
Gott að vita að ég sé ekki sú eina með Blogg afsakanir:)
Toggan.
Hæ, hæ sæta :)
Búið að vera geggjað frí hérna heima en hlakka til að koma og klára síðustu vikurnar :)
Kv. Helga
Kvitt frá Ísafirði :)
Svo ertu líka að fara í giftingu fyrstu helgina í október og mikið væri gaman af Carina kæmist líka með þér ;)
knús
Kolla og Lilja
Hææææææææ! Oh hvað er gaman að lesa nýtt blogg.. og takk fyrir að bjalla í mig um daginn.. elska þig sæta sæta!
p.s. já! við verðum saman í göngunni...
Gummi-
Hæ Gummi. Já ég hlakka sko til að fara heim en kvíði samt fyrir pínu líka. Ég skal reyna að láta meira í mér heyra á næstunni.
Raggý-
Ójá ég er sko að njóta seinustu daganna. En það versta er að ég verð að vinna líka. Au....En búin að fara nokkrum sinnum í nudd. Æði.
Carina-
Jeg elsker deg vet du.
Togga-
Jahá ég kvarta sko rosalega...en ég held að ég er líka löt.
Helga-
Hlakka til að sjá þig stelpa ;)
Rögnvaldur-
Hei við sjáumst þá kannski um verslunnarmannahelgi í leðjuslag.
Kolla og Lilja-
Hmmmmmm, er verið að bjóða manni í brúðkaup?
Eva María-
ÓJÁ.....lets do it baby.
Miss u :(
Hæ gella... jiii hlakka til að fá þig heim... bara nokkrir dagar, ég hlakka samt ennþá meira að fá þig í vinnuna...
verður bara stuð að fá þig til baka ert búin að vera burtu nógu andsk. lengi...
bestustu kveðjur, Martha speedy
Hæ hetjan mín!
Komin tími til að ég láti í mér heyra og vonandi hunskast ég til að hitta þig þegar þú kemur heim næst. Luv Tóta
Post a Comment