Tuesday, July 31, 2007

.....2 DAGAR Í BROTTFÖR.....

Hæ hæ hæ hæ hæ hæ, garg, klikk
Jæja núna er ég alveg að fara yfirum með taugaáfall og í sjókki og með skjálfta. Já ég er að fara heim bara á fimmtudaginn. Jeminn eini. Ég er bara með í maganum af spenningi og eftirvæntingu og öllu.
Kveðjupartý á laugardaginn
Það eru búin að vera eitt kveðjupartý á laugardaginn og svo var National staffið með hádegismat í dag.

Stund á milli stríða hjá Helen, mér og Helgu.
Kveðjupartý/matur hjá National staffinu. Þessar elskur bjuggu til þennan líka fína mat. Það er ekki dimmt úti það er bara eitthvað að stillingunni á myndavélinni.
Ég og Helga að Borða eins og svín og þá líður okkur vel.....eða svoleiðis.

Við fórum nokkur út að dansa á laugardaginn....það var voða voða gaman....

Laugardagur.....hann Paul er nú smá klikkaður en á jákvæðan hátt.
og núna er ég bara að fara að búa mig undir það að fara heim. Ég þarf að pakka, pakka og kasta. Úffff verður hugsað til Selmu núna....þarf að kasta fötum. Ansans. Ég verð POTTÞÉTT með yfirvigt.

Svo er það brúðkaup um helgina á Ísó, gay-pride helgin þar á eftir, vinna 13 ágúst, Noregur í lok ágúst. Smá frí til Carinu.

Lovja

P.s. Já Binni það er móttekið ;)

7 comments:

Anonymous said...

Góða ferð heim með ALLLLLAR töskurnar :) Við heyrum nú örugglega í þér fljótlega en hafðu það rosa gott á Ísó og góða skemmtun í bryllaupinu ... jeminn það er svo gaman ;)
Svo bara 11 dagar í GayPride .. gaman að því :) trallalla

Anonymous said...

Hæ, hæ :)

Matur í kvöld, svo hjálpum við Kristín þér að pakka :)

Kv. Helga

Anonymous said...

Ef ég þekki þig rétt þá áttu eftir að vera til vandræða á flugvellinum með allan þinn farangur, svo til vandræða heima í tollinum með sama farangur plús það sem þú kaupir á leiðinni en þú kemst heim, alla leið að lokum. G.Fylkis

Anonymous said...

Kasta hvað. Maður kastar engu. Ef þú getur ekki komið með það með þér þá gefur þú einverjum þetta sem getur notað það.
Hlakka til að sjá þig, hvenær sem það svo verður því þú ert svo upptekin.
Hún er vinsæl og veit af því,tralala.
Selma.

Anonymous said...

Shit Dagný... ég er að fara að gifta mig... ég er ekki alveg að ná þessu!!! ekki nóg með það... ég er ólétt.... og til að toppa það allt saman þá er ég að fara að flytja úr landi í næstu viku... er hægt að gera eitthvað meira en þetta? Shit... Elsku Dagný.. ef þú átt einhverja skemmtilega diska taktu þá þá endilega með þér;) Sjáumst í miðju taugaáfalli mínu.. bara við það að labba inn gólfið með bumbuna upp í loft!!! Kveðja Brúðurin;)

Anonymous said...

ok.. það er greinilega ekki nóg að koma á yaris að sækja þig með allan þennan farangur... redda jeppa með kerru no prob!

hlakka til að sjá þig á fimmtudaginn sæta hetjan mín!

Fam/Fjölsk Borge said...

Sunna-
Hæ elskan. Ég ætla að reyna að taka einhverja músík með en veit ekki hvort ég næ því. Á samt ekki mikið nýtt!! Bara músík frá Sri Lanka.
Þú verður glæsileg brúður á laugardaginn og ég hlakka rosalega til að sjá ykkur þá.
Love frá mér.
Raggý og Inga-
Jamm hlakka til að sjá ykkur...trallalallalla.
Helga-
Jeeeee right...pakka....þú varst bara að tala við Harry Potter í gær. Takk samt.
Gummi-
Vandræði í tollinum....já pottþétt. Hlakka til að sjá þig kall...einhverntímann...hvenær kemur þú næst?
Selma-
Kasta og kasta.....trallallalalla
Eva M-
Hvaða hvaða...ég verð ekki með svo mikið. Bara pínu mikið. dálítið....