Saturday, April 21, 2007

....LONDONFLUGVALLARSAGA(með flottum strákum??!! Ha)....

JÓHÓ
Bara fyrst að minna ykkur á að ég er trúlofuð henni Carinu Borge

Hæ aftur sætu

Þið fenguð að heyra um daginn um þegar ég fór í gegnum flugvallartjekkið í Jaffna og nú kemur akkúrat ÖFUG saga frá flugvellinum í London.

Á London flugvelli sá ég flottustu/myndarlegustu stráka (svona 20 ára) sem að ég hef séð í langan tíma. Þetta voru ca 20 ROSALEGA vel vaxnir strákar,
Not my type
greinilega í landsliði, og ég fann fljótt út að .þeir voru frá Nýja Sjálandi. Sumir voru svona ´Once there were warriors´týpur, brúnir, flottir og í svakalega góðri þjálfun. Til og með ég slefaði yfir þeim. Fýlaði mig eins ég væri gömul, kynlífslaus kjelling ;) Þið hefðuð átt að sjá verðina sem að voru að ´þukla´(annað orð leita) á strákunum þegar þeir fóru í gegnum öryggishliðið. Vvááááá. Ég var auðvitað rosalega forvitin að vita í hvaða íþrótt þeir voru að keppa í. Ég gat bara ekki giskað á það. Þeir voru svo massaðir að ofan og grannir að neðan.(gat skoðað þá MJÖG vel þar sem að röðin var svaka löng eins og alltaf á vellinum) Not my type either
Og tja ég varð auðvitað að spyrja einn þeirra á endanum og ég ætla ekki að segja það hérna hvað þeir spiluðu en íþróttin er mjög vinsæl í Nýja Sjálandi...en ekki svo vinsæl hérna. Gaman gaman ;)
Ók that can be my type...maybe....Carina??
Annars þoli ég ekki flugvellinn í London. Alltaf rosalega langar raðir og svo finnst mér veslanirnar óspennandi og dýrar. Og ENGIN ENGIN íþróttabúð. Hvað er málið?????? Sæunn skilur mig. Sjáið þið til.......ég og Aðalbjörn vorum nefninlega í Adidasbúðinni hjá Cinnamon Grande og afgreiðslukallarnir byrjuðu að spyrja um Sæunni. Þegar þeir fengu að vita að hún mundi ekki koma þennan dag að versla (eins og næstum því alltaf) þá fengu þeir tár í augun, sáu peningaseðlana fljúga í burtu, og báðu KÆRLEGA að heilsa henni Síunnnnnn. Ja hérna. Kú kú.
Annars er bara allt að breytast hérna hjá SLMM en ég verð áfram sem ADC, held til og með nafninu. Ástandið hérna fer ekki batnandi en kannski fer restin af heiminum kannski að gera sér grein fyrir því hvað er að gerast hérna á næstunni. Ég vona það allaveganna.
Geiri og Krummi, samstarfsfélagar mínir frá löggunni á Íslandi voru hérna í eina viku hérna um daginn. Það var rosa nice að fá þá hingað og mér tókst meira segja að draga þá í búðir til að kaupa sér íþróttaföt. Carina hefði verið stolt af mér ;)
Ég get varla beðið eftir að sjá litlu strákana aftur....og vona að það verði ógeðslega fljótlega...ekki seinna en 7 júni. Pottþétt.
Lov.

7 comments:

Anonymous said...

Nú er ég orðin spennt að vita í hvaða íþrótt þessir folar voru að keppa. Láttu það flakka

LovY Hanna

Anonymous said...

Hæ Sæta Min :) Fint bilde av oss. he he he. Ville bare si at jeg savner deg veldig jeg.
Kyss og klem

Anonymous said...

Innilega til hamingju. Er alltaf að fylgjast með blogginu hjá þér. Hvað ætlar þú að verða þarna lengi.
Kveðja Óla Kv.

Anonymous said...

Hæ, hæ gella!

Aftur til hamingju með allt!

Verð bara að fara að koma og æfa með þér, einmanna í ræktinni þessa dagana í Trinco :)

Hlaupa, hlaupa, hlaupa, tralalalala.......

Kv. Helga

Fam/Fjölsk Borge said...

Hanna-
Halló.....þeir eru að sjálfsögðu að stunda Rugby eins og gengur og gerist ´on New Zealand´. Kysstu litla stubbinn frá mér.

Carina-
Og ég sakna þín líka elskan mín ;)

Óla Kv-
Hæ gaman að heyra í þér. Ég verð hérna þangað til 5 júní eða....mjög líklega framlengi til 5 ágúst. En ég kem heim í 2 vikur í júní. Gifting hjá Ingu og Raggý. Hvernig gengur hjá þér í útlandinu...og hvenær kemur þú heim??

Helga-
JÁJAÚAJÁ JÁ JÁ JÁ JÁ, komdu hingað og æfðu með mér!!!! Vildi óska að þú værir hérna þá væri maður ennþá meira tilbúin í að æfa. Arg...........
Og takk fyrir hamingjuóskirnar.

Anonymous said...

G.Fylkis

Anonymous said...

Kvitt kvitt