Monday, April 30, 2007

OG LÆTIN HALDA BARA ÁFRAM.

FULLT AF MYNDUM......EN BARA HÉRNA.....NENNI EKKI HINU.....
Ansans...ég er alltaf í sama bolnum..... Ég, Toril og Jannike..strike a pose.
Þetta er orðið svakalega skrýtið hérna þar sem að tígrarnir halda áfram að færa stríðið niður til vestur Sri Lanka þ.e.a.s Colombo og nágrenni.

Það gerðist aftur á aðfaranótt sunnudags að ég allt í einu heyrði svaka læti þar sem að ég lá í rúminu og horfði á Nikita (am þættina).....og by the way hún Nikita er GEORGEUS.
Nammi namm Nikita....úffff Carina ég sakna þín....
Ég fór út að glugganum mínum og sá svona starwars ljós koma yfir hótelið.......vá vá....ég hljóp út í ganginn, í náttfötunum (og já ég sef í náttfötum stundum), og að hinum glugganum sem að snýr að flugvellinum. Þaðan var verið að skjóta rauðum leitarljósum á fullu og ljóskösturum var beint út í loftið í leit að litlum máluðum ´cessnum´. En......þeir fundu ekkert og enn einu sinni komust tígrarnir upp með það að ráðast á GoSL (stjórnina) og valda skaða án þess að missa flugvél. Úfffffamæ.
Ég er svo hrædd um að stjórnin verði að svara þessu og reyna að granda þessum ´cessnum´en núna eru þeir búnir að reyna í margar vikur og þeir finna þær bara ekki!! Enda er svakalega erfitt að finna þessar vélar þar sem að þær þurfa engan flugvöll til að hefja sig til flugs...samanber í Fljótavík.

Annars er ég alveg í góðu formi hérna á Sri Lanka nema að ég sé rosaleeeeega eftir að hafa keypt svona mikið nammi á Íslandi þegar ég fór þaðan. Helga var að segja mér að fela það......ég reyndi það um daginn en ég fann það bara alltaf aftur??!!! Skil ekkert í þessu??!!
Ég reyni nú að æfa alltaf reglulega en stundum tekst það bara ekki því miður. Ekki það að viljinn sé ekki fyrir hendi...ó jú.... en það er stundum bara svo mikið að gera og við erum auðvitað í vinnunnni frá 0800-1700 og komum því oft ekki á hótelið. Er samt byrjuð að synda smá á morgnana og það er rosa fínt. Það fyndna er að Carina byrjaði að jogga á morgnana samtímis og ég byrjaði með sundið. Þetta er eiginlega mjög furðulegt þar sem að hún syndir venjulega (hún HATAR að jogga) og ég hleyp venjulega (ég HATA að synda.....og jogga) STRANGE........


Uuuuu ég Ísland
Uuuuu Kristján Ísland
Ein stelpa sem er að vinna hérna átti afmæli í dag (30 apríl) og við borðuðum saman í því tilefni. Þetta var alveg frábært og ég, Kristján, Linda og afmælisbarnið hún Kristín hlógum svo mikið að okkur (sérstaklega mér) varð flökurt. Vá.....ástæðuna sjáið þið hérna. Myndirnar útskýra hlutina alltaf best.
Á móti
Iiiiii Kristin, Norge
Iiiiii Linda, Norge líka
Ég sakna ykkar voðalega mikið alltaf og hlakka til að koma heim til Íslands aftur.....og ekki verra ef að Carina verður þar líka ;) Jei.

P.s. seinustu fréttir núna, óstaðfestar, eru að tígrarnir hafi skotið niður eina MIG 27!! Það er bara allt að gerast núna.
Lov u.......og kyss kyss til allra.....og knús til litlu sætu strákana Enok og Ísar. ARG......klikk klikk.....

Tuesday, April 24, 2007

FLUGÁRÁS FRÁ LTTE Á FLUGVÖLL X 2 Ó MÆ GOOD

Halló elskurnar mínar+allir hinir


ET phone home (nýja skrifstofan okkar( þetta er ekki sími heldur lampi....Sri Lanka er ekki svo langt á eftir í öllu sjáið þið til.) Fréttir frá Sri Lanka.
Stoltir flugmenn hjá LTTE áður en haldið er frá yfirráðasvæði þeirra.
.....JÁ ÞETTA GERÐIST TVISVAR.....
Á aðfaranótt mánudags(fyrir um það bil mánuði síðan) vaknaði ég allt í einu kl 0050. Ég skildi ekkert í þessu en fór á fætur og ja tja sinnti mínum erindum sem að maður sinnir ef að maður vaknar allt í einu að nóttu til. Þá heyrði ég allt í einu hvelli...marga í röð....ég leit í kringum mig á hótelherberginu og hugsaði með mér ´NEI´ég er ekki í Jaffna. En hvern í andskotanum var þetta þá. Ég sendi skilaboð til vina minna í SLMM á sama hólteli og spurði hvort að þau hefðu heyrt þetta...en fékk ekkert svar. Þau sváfu auðvitað bara eins og flestir gerðu á þessum tíma sólarhringsins.
Ég heyrði ekkert meira eftir svona 10 mínútur svo að ég fór bara aftur að sofa. Kl 0200 byrjuðu skilaboðin að rúlla inn. Ég fékk svona 6 skilaboð á 2 tímum um miðja nótt...það er sko mikið.
Hvað gerðist: Jú þið hafið örugglega heyrt um þetta. Tígrarnir fóru á orustucessnunum sínum (eins hreyfla) flugu í ca 1 klst, hentu út nokkrum sprengjum á herflugvöll og flugu svo tilbaka.
Þetta er alveg fáránlegt að þetta hafi getað gerst. Ríkisstjórnin með öll sín ´tæki og tól´og svo koma tígrarnir bara fljúgandi á einshereyfla vél. Já já allt er nú mögulegt. Ég held samt að þetta sé fyrsta skipulagða flugárás í heimi frá ´ætluðum´ hryðjuverkamönnum sem að er ekki sjálfsmorðárás. Þið verðið að muna að ég er hlutlaus í mínum hugsunum og gerðum um bæði ríkisstjórnina og tígrana.
En við verðum nú að viðurkenna að þetta krafðist tja..........ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Endilega fyllið þið út með lýsingarorðum um þetta.
Þarna eru þeir að ´festa´sprengjurnar undir litlu flugvélina. Raddir hafa verið uppi að myndirnar séu bara tilbúningur. Bara svo að þið vitið það.
Allaveganna var þetta að gerast aftur í dag og núna upp í Jaffna!! Semsagt á gamla staðnum mínum. Og já Anu er í lagi, Kiru og meira að segja Kattamaðurinn. Guði sé lof fyrir það.
Spurningin er núna.......gerir stjórnin eitthvað til að hefna sín fyrir þetta. Þetta er dálítil niðurlæging fyrir þá þegar ´svokallaðir hryðjuverkamenn´hafa tvisvar sinnum ráðist á herflugvöll að nóttu til. Úffamæ. Með pínulitlum ´cessnum´. Svona eins og Önundur í Borgarnesi flýgur og/eða þeirri sem að Sævar flýgur á til Fljótavíkur. Æ já gerum þetta bara að sprengjuvélum. Það sem að tígrunum dettur í hug.
Af hverju geta tígrannir og stjórnin ekki bara verið vinir?? Eins og öll dýrin í skóginum eru......ógeðslega saklaus ég!!?? Eða.....
Og já bara svo að þið munið þetta........Og ég er ekki að kenna stráknum (Ísari) að gefa Fu......merki. Hringurinn maður hringurinn....ójá nú man ég það.....það er fyrir næsta blogg ;)
Og Beta, vinkona Gumma, heilsa næst þegar þú sérð mig!!! Guðrún láttu hana heyra það.
Kús kús (faðm faðm ;)

Saturday, April 21, 2007

....LONDONFLUGVALLARSAGA(með flottum strákum??!! Ha)....

JÓHÓ
Bara fyrst að minna ykkur á að ég er trúlofuð henni Carinu Borge

Hæ aftur sætu

Þið fenguð að heyra um daginn um þegar ég fór í gegnum flugvallartjekkið í Jaffna og nú kemur akkúrat ÖFUG saga frá flugvellinum í London.

Á London flugvelli sá ég flottustu/myndarlegustu stráka (svona 20 ára) sem að ég hef séð í langan tíma. Þetta voru ca 20 ROSALEGA vel vaxnir strákar,
Not my type
greinilega í landsliði, og ég fann fljótt út að .þeir voru frá Nýja Sjálandi. Sumir voru svona ´Once there were warriors´týpur, brúnir, flottir og í svakalega góðri þjálfun. Til og með ég slefaði yfir þeim. Fýlaði mig eins ég væri gömul, kynlífslaus kjelling ;) Þið hefðuð átt að sjá verðina sem að voru að ´þukla´(annað orð leita) á strákunum þegar þeir fóru í gegnum öryggishliðið. Vvááááá. Ég var auðvitað rosalega forvitin að vita í hvaða íþrótt þeir voru að keppa í. Ég gat bara ekki giskað á það. Þeir voru svo massaðir að ofan og grannir að neðan.(gat skoðað þá MJÖG vel þar sem að röðin var svaka löng eins og alltaf á vellinum) Not my type either
Og tja ég varð auðvitað að spyrja einn þeirra á endanum og ég ætla ekki að segja það hérna hvað þeir spiluðu en íþróttin er mjög vinsæl í Nýja Sjálandi...en ekki svo vinsæl hérna. Gaman gaman ;)
Ók that can be my type...maybe....Carina??
Annars þoli ég ekki flugvellinn í London. Alltaf rosalega langar raðir og svo finnst mér veslanirnar óspennandi og dýrar. Og ENGIN ENGIN íþróttabúð. Hvað er málið?????? Sæunn skilur mig. Sjáið þið til.......ég og Aðalbjörn vorum nefninlega í Adidasbúðinni hjá Cinnamon Grande og afgreiðslukallarnir byrjuðu að spyrja um Sæunni. Þegar þeir fengu að vita að hún mundi ekki koma þennan dag að versla (eins og næstum því alltaf) þá fengu þeir tár í augun, sáu peningaseðlana fljúga í burtu, og báðu KÆRLEGA að heilsa henni Síunnnnnn. Ja hérna. Kú kú.
Annars er bara allt að breytast hérna hjá SLMM en ég verð áfram sem ADC, held til og með nafninu. Ástandið hérna fer ekki batnandi en kannski fer restin af heiminum kannski að gera sér grein fyrir því hvað er að gerast hérna á næstunni. Ég vona það allaveganna.
Geiri og Krummi, samstarfsfélagar mínir frá löggunni á Íslandi voru hérna í eina viku hérna um daginn. Það var rosa nice að fá þá hingað og mér tókst meira segja að draga þá í búðir til að kaupa sér íþróttaföt. Carina hefði verið stolt af mér ;)
Ég get varla beðið eftir að sjá litlu strákana aftur....og vona að það verði ógeðslega fljótlega...ekki seinna en 7 júni. Pottþétt.
Lov.

Monday, April 16, 2007

,,,,...,BÓNORÐ, SKÍRNARVEISLA......

Jahá hlutirnir gerast hratt á Íslandi.


Fyrst kom æðislegt bónorð frá Carinu.....ástarbók og kropið á hnén......og Já ég sagði JÁ. stórt stórt JÁ!! Elska þig Carina Borge :)
Þetta var æðislegt og ískalt...hringirnir voru næstum því of stórir þar sem að fingurnir okkar skruppu saman í kuldanum á Íslandi. En veðrið var æðislega fallegt. Á endanum fórum við bara í piknik inni ;) Og sjáiði hringinn....pling pling.
Og p.s. JÁ við skáluðum með orkudrykk. Árin 12 haldast ennþá óbreytt.
Og svo voru litlu sætu æðislegu yndislegu fallegu pissandi strákarnir skírðir Enok og Ísar/Ísar og Enok. OG ÉG VAR ANNAR SKÍRNARVOTTURINN :)

Allir á Helgalandi stóðu sig eins og hetjur þar á meðal Enok, Ísar, Hjörvar, Birgitta, Mamma, Katla og bara allir. Jiiiii hvað manni er orðið illt í andlitinu eftir að hafa brosað svona til strákanna og að þeim. Og hvað er þetta með að bíða alltaf með að pissa þangað til að bleyjan er farin af. Já sérstaklega þú Ísar :) Og pabbinn þinn svoooooooo stoltur af því að pissaðir svo ´langt´!! He he he....

Og Hjörvar og Birgitta eru bara Æðislegir foreldrar. Lov u all.

Og svo smá ball á sunnudeginum. Eiginlega bara smáatriði miðað við hitt en það var mjög gaman og ég og Eva dönsuðum eins og brjálæðingar....og svo heyrðist alltaf öðru hvoru.....Pling pling....Hringurinn minn glitraði og kallaði hástöfum á hinn hringinn.


Allaveganna ótrúlega fín ferð til Íslands núna um páskana. Og svo er það næsta stóra í mínu lífi......giftingin hjá Ingu og Raggý....Ji ég hlakka til. Það er bara svo mikið gott sem að ég er að upplifa að ég á ekki orð......eða....ég ekki orð....það passar bara ekki.....hmmmm.
LÍFIÐ ER BARA ÆÐISLEGT.

SAKNA YKKAR ROSALEGA......SÉRSTAKLEGA....... ÞIÐ VITIÐ HVER ÞIÐ ERUÐ......EN TVEIR GETA VÍST EKKI ENNÞÁ LESIÐ. (UNNUSTAN MÍN :), FJÖLSKYLDA MÍN, VINIR MÍNIR OG VINNUFÉLAGAR)

KÚS TIL ALLRA.