Þetta er orðið svakalega skrýtið hérna þar sem að tígrarnir halda áfram að færa stríðið niður til vestur Sri Lanka þ.e.a.s Colombo og nágrenni.
Það gerðist aftur á aðfaranótt sunnudags að ég allt í einu heyrði svaka læti þar sem að ég lá í rúminu og horfði á Nikita (am þættina).....og by the way hún Nikita er GEORGEUS.
Ég er svo hrædd um að stjórnin verði að svara þessu og reyna að granda þessum ´cessnum´en núna eru þeir búnir að reyna í margar vikur og þeir finna þær bara ekki!! Enda er svakalega erfitt að finna þessar vélar þar sem að þær þurfa engan flugvöll til að hefja sig til flugs...samanber í Fljótavík.
Annars er ég alveg í góðu formi hérna á Sri Lanka nema að ég sé rosaleeeeega eftir að hafa keypt svona mikið nammi á Íslandi þegar ég fór þaðan. Helga var að segja mér að fela það......ég reyndi það um daginn en ég fann það bara alltaf aftur??!!! Skil ekkert í þessu??!!
Ég reyni nú að æfa alltaf reglulega en stundum tekst það bara ekki því miður. Ekki það að viljinn sé ekki fyrir hendi...ó jú.... en það er stundum bara svo mikið að gera og við erum auðvitað í vinnunnni frá 0800-1700 og komum því oft ekki á hótelið. Er samt byrjuð að synda smá á morgnana og það er rosa fínt. Það fyndna er að Carina byrjaði að jogga á morgnana samtímis og ég byrjaði með sundið. Þetta er eiginlega mjög furðulegt þar sem að hún syndir venjulega (hún HATAR að jogga) og ég hleyp venjulega (ég HATA að synda.....og jogga) STRANGE........
Iiiiii Linda, Norge líka
P.s. seinustu fréttir núna, óstaðfestar, eru að tígrarnir hafi skotið niður eina MIG 27!! Það er bara allt að gerast núna.