Thursday, December 07, 2006

......JIBBÍJEI OG HEI......HURRA HURRA.....

Jibbíjei ;)
NOKKRAR MYNDIR AF MÉR, CARINU, SELMU OG EINHVERJU.
Ég er að leggja af stað á morgun til ykkar.....núna verður bara ljúft líf framundan næstu átján daga....með að vísu smá flugi þarna á milli. Jæja ég kvarta nú ekki undan því.
Ég er gjörsamlega óstarfhæf þessa dagana. Er að vísu smá slöpp en ætla að vera batnað áður en ég fer til Noregs. Hef samt ekki getað æft seinustu daga útaf þessu og er dugleg að borða 'veikindanammið'. Alltaf fer ég að tala um súkkulaði og svona þegar ég skrifa blogg....er þetta ekki óþolandi.....ég er að reyna að sannfæra ykkur um að ég sé spikfeit og svo verðið þið rosalega undrandi á því að sjá mig því að ég lít alveg eins út og þegar ég fór bara aðeins hvítari og með verri klippingu. Thi hi hi hi, en ég hef fullt að tala um og hlakka rosalega til að hlusta á alla vini mína tala um sín daglegu vandamál. Þetta verður gotterí fyrir sprengjuhrjáðu eyrun mín ;)

Ég er búin að pakka næstum því öllu niður, skilji það hver sem skilja vill, og held bara áfram af fullum krafti. Verð að hafa fullt af dóti í Colombo, skil bara pínulítið eftir í Jaffna. Ég er búin að kaupa mér svo mikið af íþróttadóti sem að ég tími svo ekki að nota þar sem ég vil ekki að þau hlaupi í þvotti eða litist. Það virðist semsagt vírus vera að ganga í fötunum mínum þar sem að þau eru annaðhvort orðin of lítil eða eru orðin grá. Ég var nú búin að minnast á þetta áður. Shit au.
Það eru 16.000 manns með Chicken lagunia....eða hvað sem þetta heitir aftur sem að Sæunn fékk...hérna í Jaffna. Og vandamálið er að sjálfsögðu að það er ekki til nein verkjalyf hérna á móti þessu. Mjög slæmt eins og allt hérna.
PARTÝIÐ GÓÐA/ALRÆMDA Á SKÚLAGÖTU
Var ég búin að segja ykkur frá sjúkrahúsinu hérna í bænum!!??? Ó MÆ GOOD, það er algjör viðbjóður dauðans enda deyja ansi margir þarna daglega skal ég segja ykkur. Ef að fólkið deyr ekki áður en það kemur þangað inn þá eru miklar líkur fyrir því að það gerist þarna inni. Og lyktin maður.....au au au.....Eva da queen, þú manst eftir því þegar við notuðum trikkið þitt þarna með þessum sem að var búinn að vera dáinn í viku. úffffff, ég þarf á því að halda þarna. Sjúkrahús dauðans takk. Enda þegar Anu (allt í öllu lokalinn okkar) þurfti að fara þangað útaf því að hún fótbrotnaði hringdi hún dauðhrædd og bað okkur að ná í sig.......STRAX....hún þverneitaði fyrir að vera þarna. Og hún er héðan!!!???
FFJÖLSKYLDAN Á SAUÐÁRKRÓKI OG ÉG OG MAMMA OG MARÍN OG FLEIRI, STEINUNN.
Hei hvað er ég að tala um þetta núna......ég er að koma í frí heim.....tralla la la la.....er að hlusta á herrrrrrrrararara reykjavík.......og mamma var að baka um daginn, dagnýjardraum, þar sem að pabbi hafði orðið 70 ára á sunnudaginn 10.12.06, sama dag og ég kem til Noregs.
Og þá hitti Carinu ;), Lóu og co, Trinu Elvebakken og kannski einhverja fleiri....hvað með hana Birtu litlu!!! Húrra húrra og húrra.....
LOV U ALL, KYSS KOSS SMASK

10 comments:

Anonymous said...

Jess fyrst að kommenta...

en dagný gaman að spjalla við þig á msn... hlakka bara til að sjá þig í eigin persónu...

fljúgðu varlega sæta og skilaðu kv. til Carinu...

kv. martha

Anonymous said...

Goda ferd!!

Eg veit ad tu att samt eftir ad hugsa til okkar :)

Kv. Helga

Anonymous said...

Góða ferð sæta! Flottar myndirnar hjá þér ;)

Anonymous said...

úh.. ég varð öll spennt að lesa þessa bloggfærslu.. ég vona að við verðum ekki sprungnar af tilhlökkun áður en þú mætir á klakann..

Anonymous said...

kule bilder vakre. vi ses snart :)

Anonymous said...

ég er að drepast mig hlakkar svo til að sjá þig... ætla samt að reyna að drepast ekki... góða ferð sæta stelpa.. hitti þig á hinum endanum..

Anonymous said...

God tur skatten min. Vær forsiktig så du kommer hel frem. Husk at det er veldig mange som er glade i deg :)

Anonymous said...

G.Fylkis

Anonymous said...

Ohhhh hlakka til að sjá þig sæta þegar þú kemur heim. Ísari líka;)
LoveU Hanna

Fam/Fjölsk Borge said...

Martha-
Er búin að skila kveðjunni.....heilsa tilbaka...og ég flaug varlega ;)

Helga-
ÖRUGGLEGA......NOT!!!!

Eva og Maggy-
Ég er líka rosa spennt. Talaði við Maggy áðan. OOOOOOOO, hlakka til, jibbíjei. sakna ykkar rosa.

Raggy-
Hei takk ég er að reyna að taka þig til fyrirmyndar í þessum málum.

Gummi-
Og hann kvittar aftur....ánægð með þig Gummi.

Hanna-
Og ég hlakka til að sjá ykkur ;)