OOOOOhhh, það eru bara nokkrir dagar þangað til ég kem í 'normalið' í Noregi og Íslandi. Þið vitið ekki hvað mig hlakkar til að byrja að hafa áhyggjur af einhverjum smáhlutum en ekki hvort að einhverjir hafi verið drepnir, teknir eða heilum þorpum misþyrmt. Vááááá, þá vill ég bara hafa áhyggjur af því hvort að ég fái nóg laun fyrir reikningunum eða hvort að það sé bóla á nefinu á mér akkúrat þennann dag. Ég verð nú líka að segja að ég held ég skrifi rosa skrýtna íslensku inn á milli......er það ekki?? Það eru smá áhyggjur...æði æði....
Ég fór út að hlaupa á laugardaginn með Öystein og það var æði. Við fórum á háskólasvæði sem að er að sjálfsögðu ekki í notkun núna útaf því að nemendurnir eru flúnir eða bara of hræddir við að fara í skólann. Við hlupum í 50 mín, sögðum ekkert, bara hlupum. Þetta var svo gott af því að maður var bara í sínum eigin heimi, með madonnu í eyrunum, og ímyndaði sér að þetta væri laugardalurinn heima. Næstum því normal. Meiriháttar. Jú jú maður sá 2-3 tamíla vera að gægjast á þetta skrýtna fólk sem var að hlaupa frá engu en það var allt í lagi. Shit au.
OYSTEIN, ÉG OG ´TODDI´BRÓSI, NÝBÚIN AÐ HLAUPA
Svo kom 'bróðir' minn Todd í heimsókn á laugardaginn og við horfðum á DVD. Við horfðum á mynd sem að ég hafði eiginlega keypt fyrir Carinu (sorry Carina en þú færð hana samt), Super size me. Ók ef mig langaði í Macdonalds þá langar mig ekki í hann lengur. Mjög fróðleg mynd sem að allir ættu að sjá. Hún fjallar um mann í góðu formi sem að ákveður að borða bara, já bara, mat frá Macdonalds í einn mánuð. Vááááá, ég gerði mér ekki grein fyrir hversu óhollt þetta væri. En ég verð nú samt að viðurkenna að ég á einhverntíma eftir að borða Mac aftur en ég skal lofa að ekki borða bara Mac í einn mánuð.
Af ástandinu hérna í Jaffna er ekkert nýtt að frétta nema að það verður bara minna og minna um mat hérna. Smáfiskur sem að kostaði 'einu sinni' 50 Rúb. kostar núna ca 500 rúb. Fólk er með ca.....tja eigum við að segja 12.000 rúb í mánaðarlaun þ.e.a.s ef það er með einhverja vinnu. Hvernig á fólk að geta þetta. Reiknið sjálf, þetta gengur bara ekki upp. Það er minna um sprengingar sem að við heyrum en kemur alltaf öðru hvoru á næturnar svo að ég vakna. En það góða núna að það kemur kannski bara eitt skot og svo.......þögn og ég held áfram zzzzzzzzzz.
Ég sá alveg SVAKALEGA stóra kónguló í gær. Aldrei séð svona stóra kónguló áður. Shit maður. Ég vill ógjarnan fá þessa í heimsókn í herbergið mitt þá vill ég heldur fá rotturnar takk. Svo er ein minna stór sem að á heima í sturtuherberginu mínu.....ég læt hana bara vera greyið. Ég vona bara að hún borði moskítóflugurnar sem að ásækja okkur úr öllum áttum. Þær eru ÖMURLEGAR. ARG. Og maurarnir eru út um allt líka. Snjór......já takk. Engar moskítós þar né maurar né kóngulær.
Aðalbjörn vinur minn frá Batti er farinn til Íslands og kemur ekki tilbaka fyrr en 13 des svo að ég rétt missi af honum á Íslandi. Leiðinlegt. Maður hefur eignast nýja vini hérna í Sri Lanka sem að ég er mjög þakklát fyrir. Sæunn, Aðalbjörn og Gunnar eru frábær og ég er rosa ánægð að hafa kynnst þeim svona vel eins og ég hef gert. Ágætt að kynnast nokkrum sem eru 'eðlilegir' líka......hehehehhehehehehe.....eins og þau séu eðlileg skríðandi um í þessu landi. Svo auðvitað þau í Colombo, Þ, J Ó og H, sem að eru með eindæmum flink að hugsa um okkur þegar við erum í höfuðborginni. Takk takk fyrir það.
Jæja og aftur jæja.........
Nokkrir dagar þangað til ég sé ykkur, Jibbíjei og Hei....
....VIÐ Í HEIMSÓKN/MAT HJÁ ANU OG CO Á SUNNUDAGINN....
LOV OG KÚS OG FAÐMLAG OG ÁST OG UMHYGGJA FRÁ MÉR HÉÐAN Á SRI.
16 comments:
Hæ sæta skvís! :) nú er bara rigning og hiti hér en vonandi fáum við hvít jól. Þó það væri ekki nema bara fyrir ÞIG :D
Hlökkum til að sjá þig eftir smá ... bestu kveðjur til Carinu og Norge ;)
G.Fylkis
Hæ Dagný, nú erum við Carina búnar að planera hitting, þið komið bara við i Lilleström, á leiðinni frá Gardemoen, við fljúgum heim seinna um kvöldið, hlakka til að hitta ykkur báðar.
Lóa
Jelló
Mar verður bara hræddur við þig á myndinni í bílnum.....
kv, marlboro woman
Hæ hæ verður gaman að sjá þig þegar þú kemur heim... Hafðu það gott þangað til.
Jasså, så jeg får brukte gaver........ He he he he. Lille luringen. det gjør ingenting det vettu hjertet mitt. Lurer på om jeg skal gjøre samme forsøk som i Supersize me, bare med spaghetti og kjøttdeig. Kunne spist det i en mnd. jeg vet du. Tror du jeg hadde blitt syk da? Kanskje jeg ikke skulle gjøre det allikevel..?..
Nå er jeg blitt frisk igjen og ser bare frem til å se deg.
Alle hilser og håper de vil få treffe deg.
See you in 6 dager!
Takk raggy :)
Vá þú ert mjög völdug á myndinni... úff!
Hlökkum alveg endalaust að fá þig heim elsku vinkona!
Knús
Farðu vel með þig skvísa. Aldrei gæti ég leyft könguló að búa á baðherberginu mínu, aldrei!!!!!
Hlökkum til að sjá þig þegar þú kemur, ef við verðum svo heppinn;)
Raggý-
Æi takk já ég vona að það verði hvít jól þegar ég verð þar. Vona og vona og ég hlakka rosalega mikið til að hitta ykkur líka.
Gummi-
Og þú kvittar samviskusamlega. Til hamingju með mótorhjólið OKKAR.....Thi hi hi.
Selma-
Já ég veit að ég er rosa hvít akkúrat núna en SMART til bjargar á Íslandi.... Og hei....ekki núa mér því um nasir litla systa. Vona að þið hafið haft það rosa fínt í ferðinni ykkar. Knús til allra.
Lóa og co-
Ég hlakka svo til, ég hlakka rosalega til...tralla la la la....
Eva da queen-
Þú hrædd!!!!!???? NEVER EVER I HELVETE.
Steinunn-
Takk fyrir þetta Steinunn... Vonast líka til að sjá þig þegar ég kem heim. Og já ég skal reyna að hafa það gott þangað til....úúúffffff
Carina-
Ikke være sá oppsnasig lille drit!!!! Thi hi hi, 5 dager, sá kommer jeg. Jibbijei. Hils alle tilbake og si at jeg háper ogsá pá á treffe de ;)
Eva og Maggý-
Völdug???!!! Ha??!! Hvaða orð voruð þið að finna upp núna litlu stúlkur. Og ég hlakka óendanlega mikið til að hitta ykkur....lov
Hanna-
Heyrðu ég fann það út í gær að hún kóngulóin var steindauð. Allt í einu datt hún bara niður. Úps. Og ég vonast jú líka til að hitta ykkur ;)
Sæl okkar kæra. Gott að þér líður vel. Við kíkjum alltaf reglulega inn á síðuna þó að við kvittum ekki alltaf fyrir okkur.
Við erum að klára prófin á fimmtudaginn næsta og síðan er útskriftin á föstudag, jibbí.
Í þessum skrifuðu orðum erum við að æfa okkur fyrir lögreglukerfið, alveg pungsveitt (allir nema Silvía)
Hafðu það gott. Kveðja rottunemarnir
já dagný mín hlakka obboslega til að sjá þig...!!!
við vorum á jólahlaðborðinu í kvöld á ARGENTÍNU og mmmmmm ógissliga gott...
já og rottunemarnir að útskrifast... hmmmm og E-vaktin á kvöldvakt...
have a nice one!!
kuskus, martha:*
Hahahaha!!!! e vakt... á Ísafirði er bara A og B.... heheheh!!!! já það er alltaf gaman að kíkja á þig mín kæra kona. Ég hlakka svo til að sjá þig... Ég verð eginlega bara að koma suður til að hitta þig:* knús... Knúsaðu og kisstu Carinu frá mér:* bið að heilsa þér í bili. Kveðja H966 (Sunneva frænka)
Rottunemarnir ;)-
HVAÐ SEGIÐ ÞIÐ.......eruð þið að útskrifast??? Aldrei bjóst ég nú við því að nemarnir af okkar vakt mundu útskrifast!!!?? He he he, ó jú við vorum sko með bestu nemana að sjálfsögðu. Gangi ykkur vel og við sjáumst vonandi bráðum.
Martha með hái lögreglukona með meiru-
OOOOOOO, mig langaði svo til að vera á jólaborðinu með ykkur!!! Arg, hlakka rosalega til að sjá liðið. Bið að heilsa öllum ;)
9 dagar í Ísland.
Sunneva flotta HlögguFrænka-
Takk fyrir að kíkja á mig. Kysstu Sævar og Dóru frá mér og alla hina líka. P.s. Eru einhverjir FLUGMENN þarna á ísafirði sem að eru ÓK ;)
Hei, Dagny! Det var godt å snakke med deg her om dagen:-) Gleder meg til å se deg (håper dere får tid til å komme innom meg i nyleiligheten min!)Skal prøve å få Rachel over også, slik at du får sett henne:-) Stor klem
Hei Raggy og Sunna. Takk for hilsnene jeg har fått av dere.
Stor klem Carina
Post a Comment