Monday, December 11, 2006

.......HALLÓ DARLINGS.....

Hallúúúú ;)
Er í Noregi og svaf eins og steinn í nótt við hliðina á Carinu........Æði. Engin sprengjulæti bara köttur sem malar eins og borvél.

Ég nenni ekki að skriga neitt mikið núna nema að ferðin var hræðileg, London Heatrow er hroðalegur, ég missti næstum því af vélinni og farangurinn týndist. Æði. En það sem skiptir máli er að ég er komin hingað og ætla að hafa það rosa gott.

Ég sakna Sri Lanka ekker akkúrat núna, elska regnið og vona að það snjói en þetta getur allt breyst.

P.s. Var að vinna aukavakt í vinnunni hjá Carinu í dag ;) Það vantaði fólk hjá henni. Thi hi hi.......en það var æði.

Hlakka til að sjá ykkur öll.

LOV

Thursday, December 07, 2006

......JIBBÍJEI OG HEI......HURRA HURRA.....

Jibbíjei ;)
NOKKRAR MYNDIR AF MÉR, CARINU, SELMU OG EINHVERJU.
Ég er að leggja af stað á morgun til ykkar.....núna verður bara ljúft líf framundan næstu átján daga....með að vísu smá flugi þarna á milli. Jæja ég kvarta nú ekki undan því.
Ég er gjörsamlega óstarfhæf þessa dagana. Er að vísu smá slöpp en ætla að vera batnað áður en ég fer til Noregs. Hef samt ekki getað æft seinustu daga útaf þessu og er dugleg að borða 'veikindanammið'. Alltaf fer ég að tala um súkkulaði og svona þegar ég skrifa blogg....er þetta ekki óþolandi.....ég er að reyna að sannfæra ykkur um að ég sé spikfeit og svo verðið þið rosalega undrandi á því að sjá mig því að ég lít alveg eins út og þegar ég fór bara aðeins hvítari og með verri klippingu. Thi hi hi hi, en ég hef fullt að tala um og hlakka rosalega til að hlusta á alla vini mína tala um sín daglegu vandamál. Þetta verður gotterí fyrir sprengjuhrjáðu eyrun mín ;)

Ég er búin að pakka næstum því öllu niður, skilji það hver sem skilja vill, og held bara áfram af fullum krafti. Verð að hafa fullt af dóti í Colombo, skil bara pínulítið eftir í Jaffna. Ég er búin að kaupa mér svo mikið af íþróttadóti sem að ég tími svo ekki að nota þar sem ég vil ekki að þau hlaupi í þvotti eða litist. Það virðist semsagt vírus vera að ganga í fötunum mínum þar sem að þau eru annaðhvort orðin of lítil eða eru orðin grá. Ég var nú búin að minnast á þetta áður. Shit au.
Það eru 16.000 manns með Chicken lagunia....eða hvað sem þetta heitir aftur sem að Sæunn fékk...hérna í Jaffna. Og vandamálið er að sjálfsögðu að það er ekki til nein verkjalyf hérna á móti þessu. Mjög slæmt eins og allt hérna.
PARTÝIÐ GÓÐA/ALRÆMDA Á SKÚLAGÖTU
Var ég búin að segja ykkur frá sjúkrahúsinu hérna í bænum!!??? Ó MÆ GOOD, það er algjör viðbjóður dauðans enda deyja ansi margir þarna daglega skal ég segja ykkur. Ef að fólkið deyr ekki áður en það kemur þangað inn þá eru miklar líkur fyrir því að það gerist þarna inni. Og lyktin maður.....au au au.....Eva da queen, þú manst eftir því þegar við notuðum trikkið þitt þarna með þessum sem að var búinn að vera dáinn í viku. úffffff, ég þarf á því að halda þarna. Sjúkrahús dauðans takk. Enda þegar Anu (allt í öllu lokalinn okkar) þurfti að fara þangað útaf því að hún fótbrotnaði hringdi hún dauðhrædd og bað okkur að ná í sig.......STRAX....hún þverneitaði fyrir að vera þarna. Og hún er héðan!!!???
FFJÖLSKYLDAN Á SAUÐÁRKRÓKI OG ÉG OG MAMMA OG MARÍN OG FLEIRI, STEINUNN.
Hei hvað er ég að tala um þetta núna......ég er að koma í frí heim.....tralla la la la.....er að hlusta á herrrrrrrrararara reykjavík.......og mamma var að baka um daginn, dagnýjardraum, þar sem að pabbi hafði orðið 70 ára á sunnudaginn 10.12.06, sama dag og ég kem til Noregs.
Og þá hitti Carinu ;), Lóu og co, Trinu Elvebakken og kannski einhverja fleiri....hvað með hana Birtu litlu!!! Húrra húrra og húrra.....
LOV U ALL, KYSS KOSS SMASK

Wednesday, December 06, 2006

;) NÚNA FER ÉG ALVEG AÐ KOMA ;)

Home sweet home ;)Jæja, núna eru bara tveir dagar þangað til ég legg af stað til Noregs og 7 dagar í Ísland. Þið getið rétt ímyndað ykkur að ég hlakki til. Oystein, Abdel og ég að borða morgunmat, nammi namm.

Búin að redda mér bíl á Íslandi í gegnum sætu mömmu mína sem að er með einhvern 300 hestafla sportbíl aflögu...Hí hí hí...hún er nú ekki alveg venjuleg hún mamman mín. En ég hef lúmskan grun að hann bílaóði bróðir minn hann Sævar hafi haft eitthvað með þetta allt saman að gera.

Hvað ætla ég að gera í Noregi;
Hitta Carinu og eyða tíma með henni, hitta 'litlu og ljótu' ömmu hennar, mömmu hennar. Lóu og co, Trinu Elvebakken(sjá nýju íbúðina hennar), hitta Trinu Barlie, Rachel, Stine(p.s. Shiny hennar er dáin :(), Christin, Anne, Vivi, Pál, Sven Ture, Rita, Isabel, Stian og svo bara alla saman held ég. Ég fer alveg pottþétt í H og M til að kaupa ýmsa hluti sem að ég þarfnast ekki og í Cubus til að kaupa mér naríur. Það er allt sem að var hvítt þegar ég kom hingað orðið gult eða rosalega ljótt grátt. Æsj. Eru 5 dagar nóg......ég held ekki.

Ísland;

Hitta mömmu og alla fjölskylduna, vini, Maggy og Eva,ætla að gista hjá þeim í tvær nætur(allaveganna), já vinir, löggur, World class(shake þar, nammi namm, og það verður það eina holla sem að ég borða meðan ég er á Íslandi). Ætla að gera eins og Inga vinkona með meiru.....ó ó ó, ég verð að skrifa Raggý á eftir Ingu.....vá þær eru sko par í mínum huga ;) já hvað ætla ég að gera eins og Inga, jú hafa það sem takmark um jólin að þyngjast um 5 kg(það verður sko ekki erfitt) Og þá er svo auðvelt að gera áramótaheit, losa mig við 5 kíló sem að ég fékk um jólin. Snapp snapp búið mál ekkert vesen. Ó jí, ég kemst ekkert áfram í þessu hvað ég ætla að gera á Íslandi. Langar að versla mér rosa mikið en veit eiginglega ekki hvað ég ætti að versla þar sem að ég þarfnast einskis hérna í Sri nema kannski fjölskyldu og vini og ég get víst ekki tekið þau með mér hingað. Úfffff, svindl. Og svo eru jólin, nammi namm. Hamborgarhryggur, hangikjöt, kökur, át og vellíðan. Eru 12 dagar nóg....ég held heldur ekki.

Ég varð bara að setja þessa mynd inn, ég vill dansa við Evu og Doddi má gjarnan spila takk ;)

Þetta verður eitthvað rosa kapphlaup að vera í heimsókn en ég vill bara hafa það svoleiðis vegna þess að ég hlakka svo rosalega til að hitta ykkur sem að mér þykir vænt um og hef saknað að vera í félagsskap með. Alveg getur maður orðið væmin þegar maður er svona í útlöndunum og fattar hvað það er mikilvægt með fjölskyldu og vini. Jæja ég hef nú verið þekkt fyrir það að vera smá væmin öðru hverju. Ég er með verri galla en það, það er alveg á hreinu. Ekki það að ég ætli að hreykja mér af göllunum mínum. Úffffff, ég á nú einhverja jákvæða líka........(jákvæð Dagný, jákvæð).......ooooooo, ég er að reyna en það er alltaf svo erfitt að sjá það jákvæða við mann sjálfan en rosalega auðvelt að sjá það neikvæða.


HALLÓÓÓÓÓÓÓÓ, ÚFFFFFFF, þegar ég byrja á einhverju svona þá verðið þið að stoppa mig. Pælingar dauðans, verið ein of lengi.(ekki hugsa of mikið Dagný, ekki hugsa of mikið)
Thi hi hi eins og þið sjáið í gegnum lesturinn hef ég gleymt að taka gulu pillurnar og hef tekið alltof mikið af þeim rauðu!!!!!!


Nóg af þessu, reyni að skrifa eitthvað á morgun líka áður en ég fer, gleymi ykkur ekki elskurnar sem að nennið að lesa þetta rugl hjá mér.
Lov u girls and boys.(mostly girls i think......or.....)


P.s. ég verð nú aðeins að tjá mig um málið sem að hefur verið í fjölmiðlum á Íslandi um lögregluna. Við lögreglumenn/konur höfum það ekki sem markmið að meiða fólk í vinnunni, hvað þá drepa það. Það sem að ég hef kynnst í lögreglunni í RVK er að við erum yfirleitt of þolinmóð þó að það komi upp einstaka atvik sem að við erum ekki stolt af. En að halda því fram að við höfum drepið einhvern. HALLLLLLLÓÓÓÓÓ. Ég held að ég geti haldið því fram ófeimin að íslenska lögreglan er ein sú kurteisasta í heiminum í dag.

Og hananú. Takk fyrir það.

Sunday, December 03, 2006

.....HEI U THE ROCKSTADY GROOVE....



HALLÓ/ VANNAKAM ;)

OOOOOhhh, það eru bara nokkrir dagar þangað til ég kem í 'normalið' í Noregi og Íslandi. Þið vitið ekki hvað mig hlakkar til að byrja að hafa áhyggjur af einhverjum smáhlutum en ekki hvort að einhverjir hafi verið drepnir, teknir eða heilum þorpum misþyrmt. Vááááá, þá vill ég bara hafa áhyggjur af því hvort að ég fái nóg laun fyrir reikningunum eða hvort að það sé bóla á nefinu á mér akkúrat þennann dag. Ég verð nú líka að segja að ég held ég skrifi rosa skrýtna íslensku inn á milli......er það ekki?? Það eru smá áhyggjur...æði æði....

Ég fór út að hlaupa á laugardaginn með Öystein og það var æði. Við fórum á háskólasvæði sem að er að sjálfsögðu ekki í notkun núna útaf því að nemendurnir eru flúnir eða bara of hræddir við að fara í skólann. Við hlupum í 50 mín, sögðum ekkert, bara hlupum. Þetta var svo gott af því að maður var bara í sínum eigin heimi, með madonnu í eyrunum, og ímyndaði sér að þetta væri laugardalurinn heima. Næstum því normal. Meiriháttar. Jú jú maður sá 2-3 tamíla vera að gægjast á þetta skrýtna fólk sem var að hlaupa frá engu en það var allt í lagi. Shit au.

OYSTEIN, ÉG OG ´TODDI´BRÓSI, NÝBÚIN AÐ HLAUPA
Svo kom 'bróðir' minn Todd í heimsókn á laugardaginn og við horfðum á DVD. Við horfðum á mynd sem að ég hafði eiginlega keypt fyrir Carinu (sorry Carina en þú færð hana samt), Super size me. Ók ef mig langaði í Macdonalds þá langar mig ekki í hann lengur. Mjög fróðleg mynd sem að allir ættu að sjá. Hún fjallar um mann í góðu formi sem að ákveður að borða bara, já bara, mat frá Macdonalds í einn mánuð. Vááááá, ég gerði mér ekki grein fyrir hversu óhollt þetta væri. En ég verð nú samt að viðurkenna að ég á einhverntíma eftir að borða Mac aftur en ég skal lofa að ekki borða bara Mac í einn mánuð.

Af ástandinu hérna í Jaffna er ekkert nýtt að frétta nema að það verður bara minna og minna um mat hérna. Smáfiskur sem að kostaði 'einu sinni' 50 Rúb. kostar núna ca 500 rúb. Fólk er með ca.....tja eigum við að segja 12.000 rúb í mánaðarlaun þ.e.a.s ef það er með einhverja vinnu. Hvernig á fólk að geta þetta. Reiknið sjálf, þetta gengur bara ekki upp. Það er minna um sprengingar sem að við heyrum en kemur alltaf öðru hvoru á næturnar svo að ég vakna. En það góða núna að það kemur kannski bara eitt skot og svo.......þögn og ég held áfram zzzzzzzzzz.
Ég sá alveg SVAKALEGA stóra kónguló í gær. Aldrei séð svona stóra kónguló áður. Shit maður. Ég vill ógjarnan fá þessa í heimsókn í herbergið mitt þá vill ég heldur fá rotturnar takk. Svo er ein minna stór sem að á heima í sturtuherberginu mínu.....ég læt hana bara vera greyið. Ég vona bara að hún borði moskítóflugurnar sem að ásækja okkur úr öllum áttum. Þær eru ÖMURLEGAR. ARG. Og maurarnir eru út um allt líka. Snjór......já takk. Engar moskítós þar né maurar né kóngulær.

Aðalbjörn vinur minn frá Batti er farinn til Íslands og kemur ekki tilbaka fyrr en 13 des svo að ég rétt missi af honum á Íslandi. Leiðinlegt. Maður hefur eignast nýja vini hérna í Sri Lanka sem að ég er mjög þakklát fyrir. Sæunn, Aðalbjörn og Gunnar eru frábær og ég er rosa ánægð að hafa kynnst þeim svona vel eins og ég hef gert. Ágætt að kynnast nokkrum sem eru 'eðlilegir' líka......hehehehhehehehehe.....eins og þau séu eðlileg skríðandi um í þessu landi. Svo auðvitað þau í Colombo, Þ, J Ó og H, sem að eru með eindæmum flink að hugsa um okkur þegar við erum í höfuðborginni. Takk takk fyrir það.
Jæja og aftur jæja.........
Nokkrir dagar þangað til ég sé ykkur, Jibbíjei og Hei....

....VIÐ Í HEIMSÓKN/MAT HJÁ ANU OG CO Á SUNNUDAGINN....

LOV OG KÚS OG FAÐMLAG OG ÁST OG UMHYGGJA FRÁ MÉR HÉÐAN Á SRI.

Friday, December 01, 2006

........From Colombo to Jaffna.......

HALLÓÓÓÓÓ

....Helga tók þessa mynd í Colombo áður en hún fór í þægindin í Trinco...
Jæja þá er ég komin aftur til Jaffna eftir rosaþægilega 4-5 daga í Colomblo, váááá, þetta var æði.
En það eina sem ég hugsa um núna er 'Noregur og Ísland'....úúúúú, hlakka til.
Hitti Sæunni, Helgu, Aðalbjörn, Jens, Maríu, Önnu, Jón Óskar, Þorfinn, Helen, Sigga og svo einhverja útlendinga í Colombo.
.....Þetta eru Helga, Jens,Sæunn og María í SLMM símaleiknum.....
Ég og Sæunn fórum 3 sinnum í 1 og hálfan tíma í sólbað og ég er ekki eins hvít og ég var fyrir viku síðan. Ég var nú bara eins og lík.
Og plús að ég fór í klippingu sem að var ágæt, ekki eins góð og hjá Sunnu eða Lilju en ég var jú algjör lubbi um hárið.
.....ég á hótelinu......í litun....
En ég er allaveganna skárri núna. Sjúkk........(held ég)

Annars er allt í gúddí hjá mér núna, ekkert breytist samt hérna, ennþá morð og árásir og mannrán á hverjum degi. Shit au.
Hef ekki tíma til að skrifa meira þar sem að klukkan er 1745hrs núna og 'The curfew' byrjar eftir akkúrat 15 mínútur. Þarf að hjóla framhjá kattarmanninum fyrst og gefa honum smá pening.
Já og p.s. ég held að mér hafi tekist.....að troða mér í moggann einhvern veginn. Og ég veit að nú er Selma systir mín að hlægja og segir....'er það ekki'
Lov u all.
P.S. Sæunn er komin heim.....en getið þið hvað gerðist....farangurinn hennar kom ekki heim. Shit hvað hún er ekki heppin þessa dagana.