Home sweet home ;)Jæja, núna eru bara tveir dagar þangað til ég legg af stað til Noregs og 7 dagar í Ísland. Þið getið rétt ímyndað ykkur að ég hlakki til.
Oystein, Abdel og ég að borða morgunmat, nammi namm.
Búin að redda mér bíl á Íslandi í gegnum sætu mömmu mína sem að er með einhvern 300 hestafla sportbíl aflögu...Hí hí hí...hún er nú ekki alveg venjuleg hún mamman mín. En ég hef lúmskan grun að hann bílaóði bróðir minn hann Sævar hafi haft eitthvað með þetta allt saman að gera.
Hvað ætla ég að gera í Noregi;
Hitta Carinu og eyða tíma með henni, hitta 'litlu og ljótu' ömmu hennar, mömmu hennar. Lóu og co, Trinu Elvebakken(sjá nýju íbúðina hennar), hitta Trinu Barlie, Rachel, Stine(p.s. Shiny hennar er dáin :(), Christin, Anne, Vivi, Pál, Sven Ture, Rita, Isabel, Stian og svo bara alla saman held ég. Ég fer alveg pottþétt í H og M til að kaupa ýmsa hluti sem að ég þarfnast ekki og í Cubus til að kaupa mér naríur. Það er allt sem að var hvítt þegar ég kom hingað orðið gult eða rosalega ljótt grátt. Æsj. Eru 5 dagar nóg......ég held ekki.
Ísland;
Hitta mömmu og alla fjölskylduna, vini, Maggy og Eva,ætla að gista hjá þeim í tvær nætur(allaveganna), já vinir, löggur, World class(shake þar, nammi namm, og það verður það eina holla sem að ég borða meðan ég er á Íslandi). Ætla að gera eins og Inga vinkona með meiru.....ó ó ó, ég verð að skrifa Raggý á eftir Ingu.....vá þær eru sko par í mínum huga ;) já hvað ætla ég að gera eins og Inga, jú hafa það sem takmark um jólin að þyngjast um 5 kg(það verður sko ekki erfitt) Og þá er svo auðvelt að gera áramótaheit, losa mig við 5 kíló sem að ég fékk um jólin. Snapp snapp búið mál ekkert vesen. Ó jí, ég kemst ekkert áfram í þessu hvað ég ætla að gera á Íslandi. Langar að versla mér rosa mikið en veit eiginglega ekki hvað ég ætti að versla þar sem að ég þarfnast einskis hérna í Sri nema kannski fjölskyldu og vini og ég get víst ekki tekið þau með mér hingað. Úfffff, svindl. Og svo eru jólin, nammi namm. Hamborgarhryggur, hangikjöt, kökur, át og vellíðan. Eru 12 dagar nóg....ég held heldur ekki.
Ég varð bara að setja þessa mynd inn, ég vill dansa við Evu og Doddi má gjarnan spila takk ;)
Þetta verður eitthvað rosa kapphlaup að vera í heimsókn en ég vill bara hafa það svoleiðis vegna þess að ég hlakka svo rosalega til að hitta ykkur sem að mér þykir vænt um og hef saknað að vera í félagsskap með. Alveg getur maður orðið væmin þegar maður er svona í útlöndunum og fattar hvað það er mikilvægt með fjölskyldu og vini. Jæja ég hef nú verið þekkt fyrir það að vera smá væmin öðru hverju. Ég er með verri galla en það, það er alveg á hreinu. Ekki það að ég ætli að hreykja mér af göllunum mínum. Úffffff, ég á nú einhverja jákvæða líka........(jákvæð Dagný, jákvæð).......ooooooo, ég er að reyna en það er alltaf svo erfitt að sjá það jákvæða við mann sjálfan en rosalega auðvelt að sjá það neikvæða.
HALLÓÓÓÓÓÓÓÓ, ÚFFFFFFF, þegar ég byrja á einhverju svona þá verðið þið að stoppa mig. Pælingar dauðans, verið ein of lengi.(ekki hugsa of mikið Dagný, ekki hugsa of mikið)
Thi hi hi eins og þið sjáið í gegnum lesturinn hef ég gleymt að taka gulu pillurnar og hef tekið alltof mikið af þeim rauðu!!!!!!
Nóg af þessu, reyni að skrifa eitthvað á morgun líka áður en ég fer, gleymi ykkur ekki elskurnar sem að nennið að lesa þetta rugl hjá mér.
Lov u girls and boys.(mostly girls i think......or.....)
P.s. ég verð nú aðeins að tjá mig um málið sem að hefur verið í fjölmiðlum á Íslandi um lögregluna. Við lögreglumenn/konur höfum það ekki sem markmið að meiða fólk í vinnunni, hvað þá drepa það. Það sem að ég hef kynnst í lögreglunni í RVK er að við erum yfirleitt of þolinmóð þó að það komi upp einstaka atvik sem að við erum ekki stolt af. En að halda því fram að við höfum drepið einhvern. HALLLLLLLÓÓÓÓÓ. Ég held að ég geti haldið því fram ófeimin að íslenska lögreglan er ein sú kurteisasta í heiminum í dag.
Og hananú. Takk fyrir það.