I like rice. Rice is great if you're hungry and want 2000 of something.
-- Mitch Hedberg
-- Mitch Hedberg
'Ok, núna skal ég útskýra fyrir ykkur hvernig þetta er hérna'
Vard ad syna ykkur World Class hja mer.......
Ég og hinir ´monitorarnir´ sem erum í Jaffna búum í miðbænum sem er ca 15 km frá FDL(Forward Defense Line). FDL ersá staður þar sem það er nokkuð sem að heitir ZOS(Zone Of Separation). ZOS er ca 300 metrar á breidd. Jaffna meginnræður GoSL(stjórnarherinn) ríkjum en hinum meginn ræður LTTE (Tamíl Tígrar) ríkjum. Á miðvikudaginn ákvað annarhvor aðilanna að ná í smá meira landsvæði. Það gekk ekki og eini afraksturinn er ca 230 látnir og ca 500 slasaðir. Þetta eru óstaðfestar tölur og fjöldinn getur verið miklu meiri.
Þar sem að þetta er nokkuð nálægt okkur var mikil spenna í bænum og hefur það áhrif á bæjarbúa og alla sem að voru/eru í Jaffna. Matur er af skornum skammti og fólk orðið frekar taugastrekkt líka útaf drápum á nágrönnum og hvörfum á bæði börnum og fullorðnu fólki.
Svo að ég lenti í ´dansi/dönsum´sem að ég er ekki alveg vön að dansa en þetta fór vel að lokum, hjá mér það er að segja. Ég viðurkenni að ég svitnaði kannski smá meira en venjulega en það var allt í lagi.
Í gær, fimmtudaginn, var miklu rólegra og ég vona að það haldist.
Í dag, föstudaginn 13......úúúúúú, byrjaði að hellirigna með þrumum og eldingum eins og ég hef aldrei séð áður!!Vááááá og ég ELSKA þrumur og eldingar. Þetta er svakalegt. ÆÐI.
Horft ut fra skrifstofunni. Tetta var aedislegt.
En málið er að við heyrum næstum því ekki mun á öllum þrumunum......eða eru þetta sprengjur....eða.
Þegar við vorum búin í vinnunni í dag, eftir að við vorum búin að horfa (þ.e.a.s. bara ég) ógeðslega margar og flottar eldingar. Ég hoppaði af kæti og eftirvæntingu við hverja þrumuna sem að ég sá og heyrði. Og svo ættuð þið að sjá andlitin á vörðunum okkar þegar ég sagðist ætla að hjóla heim. He he he he. Og shit það voru stríðir straumar á götunni af flottu góðu regnvatni. Og við sem vorum nýbúin að kaupa ÓGEÐSLEGA mikið af vatni. Við erum byrjuð að hamstra sjáiði til.
Þegar við vorum búin í vinnunni í dag, eftir að við vorum búin að horfa (þ.e.a.s. bara ég) ógeðslega margar og flottar eldingar. Ég hoppaði af kæti og eftirvæntingu við hverja þrumuna sem að ég sá og heyrði. Og svo ættuð þið að sjá andlitin á vörðunum okkar þegar ég sagðist ætla að hjóla heim. He he he he. Og shit það voru stríðir straumar á götunni af flottu góðu regnvatni. Og við sem vorum nýbúin að kaupa ÓGEÐSLEGA mikið af vatni. Við erum byrjuð að hamstra sjáiði til.
Tarna kemur hann a 'traktornum' sinum med vatnid okkar.
Jamm, akkúrat. Allaveganna ég hjólaði heim, sem að tekur ca 2 og 1/2 mínútu, og ég varð rennandiblaut. Hitti nokkra fljúgandi hunda(leðurblökurnar, munið) á leiðinni. Þær voru byrjaðar að vakna útaf sinni eilífuleit að meiri ávöxtum....gott ad það séu ávextir en ekki kjöt.
Annars stóð Gunni Góði í ströngu í gær. Hann var að aðstoða við að telja lík stjórnarhermanna sem að tígrarnir höfðu.Talan var 74 lík og ég héld að þetta sló hans gamla met sem var 72. Frábær met að slá. ÆÐI.Þetta var í öllum blöðum hérna og Gunni Góði var frábært módel við hliðina á líkunum.
Gunnar er hviti madurinn med solgleraugun i ljosu SLMM fotunum lengst til haegri. Hann hlustadi a mig, eg hafdi hlustad a Evu da queen, um ad lata VIC undir nefid a ser.
Sæunn Flotta er að jafna sig eftir kóngulóabitið sem að hún fékk í augnlokið. Hún var víst rosalega bólgin greyið.Úfffff, það versta er að þetta gerðist um nóttina og mér finnst frekar ógeðfellt að hugsa til þess að kóngulærnar eru að skríða á manni að nóttu til.....arg...
Þetta er komið nóg núna, ég vona bara að þið nennið að lesa þetta allt. Dálítið langt og alvarlegt.
Lov u all
8 comments:
Hæ engill! Vá það er aldeilis nóg um að vera hjá þér.. verð að viðurkenna að maður fær smá hnút í mallann að lesa þetta frá þér. Maður heyrir líka alltaf þegar er verið að tala um Sri í fréttum núna, það nær strax athyglinni manns.. e-ð sem maður gerði ekki eins mikið áður (maður er svo fastur í sínum eigin "heimi"). Well..
Þú ert hetja Dagný!
Elskum þig.
frábært að lesa þegar þú ert búin að skrifa eitthvað nýtt, alltaf þegar mar kíkir á netið er þetta fyrsta síðan:)
ótrúlegt að lesa það sem þú skrifar manni finnst svo fjarlægt að þú skulir vera að upplifa þetta... farðu vel með þig skvíz..
rétt rúmar 2 vikur í Florida hjá mér...
kv. martha
skummelt :(
Var i 30-års lag til PIa i går og alle spurte etter deg. Skal hilse fra dem alle.
Savner deg!
Hæ hetja!!
Kíki á síðuna þína reglulega og jú maður getur ekki sagt annað en vá shit!!! Er þetta raunverulegt!!! En allt gott úr Mosó og ojjj svei mér þetta með kóngulærnar er svæsið finnst manni en samt svo fáránlega lítið miðað við það sem fólkið þarf að ganga í gegnum þarna og lifa við. Farðu varlega.kveðja og knús, Tóta
blessuð systa
þetta er greinilega erfitt þarna úti, ég fæ líka hnút í magan í hvert skipti sem er minnst á sri lanka í fréttum. en maður lærir að hætta væla yfir hversdagslegum hlutum þegar maður er minntur á það reglulega hvað maður hefur það gott á íslandi með skrifum þínum. þú kemur reynslunni ríkari heim og búinn að hjálpa fullt af fólki sem var tilgangurinn með þessu öllu saman er það ekki. annars líður okkur öllum vel. 2svar búinn að sjá krúttin í sónar, þau eru svo fjörug sprikla og sprikla.
kv hjörvar
ps ég skal gefa þér snakk og nammi þegar þú kemur næst í heimsókn
Fróðlegur pistill hjá þér.
Í fréttunum í gær var verið að segja frá Sri, bílsprengja og læti.. Ástandið versnar stöðugt bara þarna. Er hægt að vinna þegar allt þetta er í gangi??
En ég segi eins og einhver hér, þú ert hetja að geta þetta, en engan hetjuskap samt, farðu bara varlega.
Knúsaðu Mr. rottu, mr. kónguló og annað kvikt sem er greinilega æst í þig þarna úti. Eru engir apar þarna? Eða þússt fílar, Eðlur, sporðdrekar og slöngur. Allavega ef þú finnur krúttlegan apa, nennirðu að kaupa á hann bleyju og senda mér hann með DHL hraðpósti....
yfir og út
Hae elskurnar minar.
Var buin ad svara ollum nema hjorvari og evu og ta datt allt ut einu sinni enn.
Svara bara betur naest.
Hjorvar takk fyrir ad skrifa rosa gaman ad heyra i ter. Bid ad heilsa ollum 1,2,3,4,5 a heimilinu og 6 med litla ljota.......
Eva eg er einmitt buin ad vera ad paela i ad fa mer apa. eins og lina langsokkur........hi hi hi, eg hef bara ekki sed ta ennta.
Dagny LØGGA !!!!! fyndid ad thu thekkir sæunni. systir hennar er gift frænda minum ur sveitinni.
allt gott ad fretta ur københavn. A fullu ad lesa sygepleje.
thegar eg er buinn er stefnan tekin a indland thar sem øll svøngu børnin bua.
take care.....Uni
Post a Comment