Ókeiiiiiiiii, ég er ennþá að jafna mig á rottunum :) nei nei ég er ekki svo hrædd við rottur. Það er verra meðhöggorma. Ein stelpa hjá UNICEF vaknaði um daginn með eitt stykki höggorm þ.e.a.s. vibeer....þið vitið með svona breitt höfuð....úúúú, ég held að þá myndi ég bara hlaupa út ekki reyna að reka ´viberinn´út!! íííííkkkkk.....
Það er rosalega mikið af skrýtnum dýrum hérna og mér finnst það rosa gaman.....svo lengi sem að þau lenda ekki á mér eða eru að djöflast inni í herberginu mínu að nóttu til.
Er alltaf að sjá sæt dýr hérna, bæði hvolpa og kiðlinga.
AESJ!!!!!!!
Mér er samt ekki farið að standa á sama um alla þessa hunda hérna. Það eru hundar á hverju horni hérna og þeir eru svangir. Jaffna verður borg hundanna eftir 18.00 ogþá borgar sig alls ekki að vera á ferðinni gangandi eða hjólandi. Þetta er útaf útgöngubanninu. Hundarnir haldaað ´þessir á tveimur fótum´ eigi Jaffna að degi til og svo eiga ´þessir með fjóra fætur sem að segja voff voff´Jaffna restina af deginum. Ekki gott takk. Hundarnir ráðast víst bara á mann ef maður er eitthvað að væflast.
Hvernig er veðrið á Íslandi? Hérna var heitt í fyrradag, í dag og það verður örugglega heitt á morgun. Ég hlakka strax til að klæða mig í föt aftur!! Annars var rosalega flott mánaskin hérna um daginn. Það var fullt tungl og það var svona hringur í kringum tunglið. Öystein sagði að í Noregi þýddi það að það myndi byrja að snjóa bráðum!!!Ég spurði hann þá bara hvort hann væri til í smá veðmál. Ég veðjaði að sjálfsögðu að það myndi ekki byrja að snjóabráðum og ég vann. STRANGE....Hi hi hi......fuck gömlum norskum frásögnum!!! Thi hi hi hi.....(sorry Carina, Trine, Rachel og co)
Sjaid hvad tetta var flott :)
Mér kemur mjög vel saman við ´local´staffið hérna. Ég brosi bara og kinka kolli og þykist skilja þegar þau tala ensku og þau gera það sama og ´smell´við erum alveg að fíla hvort annað. Ég skil auðvitað það mesta sem að þau segja en ekki allt. Og það getur verið dálítið þreytandi að alltaf segja ´ég skil ekki´því að þau halda alltaf áfram að útskýra fram í rauðan dauðann!
Talandi um dauðann. Eric dó um daginn. Ég veit ekki hvernig. Þið munið kannski eftir Eric sem hét áður Tone. Fjarlægði brjóstin, hélt restinni og leið vel með það. Eric meinti að það væri til þriðja kynið sem að var millihinna kynjana. Ég hef þurft að berjast á móti fordómum mínum útaf Eric og veit að ég hef lært mikið af að hafa kynnst honum/henni. Ég veit ekki hvað það heitir á Íslensku það sem Eric meinti að hann/hún væri. Ef einhver veitþað þá gjarnan láta mig vita. Ég veit að það finnast ´nýlendur´í þýskalandi og San Fran með ´Ericum´. Megi Eric hvíla í friði.
Jæja nóg um það núna verður maður bara dapur.
Þangað til næst, Dagný.
6 comments:
G,Fylkis
hæ sæta mín... er ekki búin að vera dugleg að kíkja á síðuna þína en tók mér tak núna og las yfir heila viku í einu og vá það er allt að gerast hjá þér.. er í vinnunni eins og venjulega.. allt kreisí.. en ekkert nema gaman.. svo gott að heyra af þér..
kossar og knúsar frá mér og evu..
Vildum bara segja Hæ og farðu varlega elsku vinkona. Allt rosa flott að frétta af okkur, gæti ekki verið betra;)
Ef sultarólin þrengist má alltaf skella einnri rottunni í pott...ekkert verra en annar ferfætlingur, bara sjóða nógu lengi til að drepa allar bakteríur;)
Gott að heyra að allt er gott að frétta af þér... mig langar að sjá myndir af þessum leðurblökum;)
Hei du :)
Jeg synes jeg ser deg for meg sitte å studere alle disse krypene. Du kan jo sitte å følge med på en maurs vandring en time......... og synes at det er like fasinerende. He he.
Slangen må du holde deg langt unna! Off, jeg tror ikke dette er et land for meg. Masse ekle dyr og mange sultne barn og dyr. Jeg hadde vel utviklet magesår etter en uke.
Ps: Rachel har bursdag i dag :)
Gratulerer til henne hvis hun leser dette :)
Selma sys-
OOOO tu ert aedi.
Carina-
He he he, na har jeg sett slange!! Men takk og pris ikke i soverommet mitt. Savner deg :)
Hanna og Isar-
Ja borda rottur aei eg veit ekki :)
Maggy-
Skamm skamm, en allt i lagi elska tig samt ;)
Halla-
Takk takk fyrir ad skyra tetta ut. Eg vissi um Tridja kynid en veit ekki alveg hvad eg a ad segja......hann eda hun gengur ekki!!! Eric var ekki anaegd...ur med tad!!! og ekki heldur tad....hvad????
Post a Comment